Lífið
Brúðkaup ársins 2024
Það er fátt fallegra en að verða vitni að því þegar ástin blómstrar milli tveggja einstaklinga. Á hverju ári greinum við í Lífinu á Vísi frá brúðkaupum þekktra Íslendinga, hér að neðan má sjá yfirferð yfir þau sem gengu í hnapphelduna á árinu 2024.
Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum
Leikritið Yerma, jólasýning Þjóðleikhússins í ár, er frumsýnt í kvöld. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri verksins segir jólahald fara „allt í rugl“ þegar frumsýning er haldin annan í jólum.
Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024
Kvikmyndaárið 2024 er ekki að slá nein met, þó góðar og vel heppnaðar myndir hafi litið dagsins ljós. Leiðtogar Hollywood reiða sig enn á framhaldsmyndir og endurgerðir og virðast forðast að taka mikla sénsa og er mikið kvartað yfir því í heiminum þessa dagana.
Króli trúlofaður
Kristinn Óli Haraldsson, sem er betur þekktur sem tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og Birta Ásmundsdóttir kærasta hans, nú unnusta, eru trúlofuð.
Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki”
„Flestir nemendur voru þó jákvæðir en allan morguninn voru skjálftarnir í bakgrunninum og skólinn hristist endalaust. Á tímabili voru skjálftarnir svo margir að mér leið eins og ég væri á skipi sem ruggaði fram og til baka, mér varð óglatt.“
Jólagjafir íslenskra vinnustaða
Langflest íslenskt fyrirtæki og stofnanir sáu til þess að starfsfólkið færi ekki í jólaköttinn í ár. Líkt og fyrri ár eru gjafabréf vinsæl jólagjöf og virðist nú vera reglan frekar en undantekningin. Vísir tók saman hvað leyndist í jólapökkunum hjá starfsmönnum íslenskra fyrirtækja og stofnana að þessu sinni.
Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt
Á jólanótt fyrir margt löngu var ugla sem var illa á sig komin. Hún flaug um í myrkrinu og leitaði sér skjóls í næturfrostinu. Í fjarska kom hún auga á agnarsmátt ljós og tók stefnuna beint á það. Hún kom að afskekktum sveitabæ þar sem ljósið skein og fyrir neðan sig heyrði hún fótatak á frosnum snjónum. Uglan leit niður og sá þá stúlku sem var á göngu.
Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið
Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðarkona er orðlaus, eða svo gott sem, en hún fékk jólagjöf ársins afhenta nú skömmu fyrir jól. Stól sem getur allt nema flogið.
Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna
Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir árið sem er að líða hafa kennt henni að lífið sé stutt og að foreldrar hennar séu ekki eins ódauðleg og hún hélt. Bæði mamma hennar og pabbi börðust fyrir lífi sínu á Landspítalanum í lok árs en eru nú á batavegi.
Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga
Gestir Múlakaffis sporðrenndu næstum tvö þúsund skömmtum af skötu í dag. Eigandinn hefur nú staðið yfir pottunum á Þorláksmessu í næstum fjörutíu ár og segist hvergi nærri hættur. Fréttamaður fór í skötuveislu og smakkaði í fyrsta sinn á hinu kæsta hnossgæti.
Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar, stal senunni á síðustu tónleikum Jólagesta Björgvins Halldórssonar á laugardaginn. Guðmundur ofpeppaðist að eigin sögn og reif sig á kassann á meðan hann söng lagið I Want It That Way, eftir Backstreet Boys, ásamt karlakórnum Esju.
Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin
„Ég er nokkuð viss um að ef við værum gagnkynhneigt par hefði þessi maður ekki haft svona mikinn áhuga á okkur,“ segir ljósmyndarinn Sigríður Hermannsdóttir. Hún var að ljúka við nám í Ljósmyndaskólanum og hefur útskrifarverk hennar „Can I be next?“ vakið athygli. Verkið byggir á upplifun Sigríðar sem hinsegin manneskja í sundi en hún og kærasta hennar hafa þar orðið fyrir áreiti og aðkasti.
Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively
Blaðamaðurinn Kjersti Flaa segist ekki hafa tekið þátt í ófrægingarherferð leikstjórans Justin Baldoni gegn kollega sínum Blake Lively eftir að kvikmynd þeirra It Ends With Us var sýnd í kvikmyndahúsum í ágúst síðastliðnum.
Einn frægasti krókódíll í heimi allur
Einn frægasti krókódíll í heimi, ástralski krókódíllinn Burt sem fór með hlutverk í kvikmyndinni Crocodile Dundee er allur. Talið er að hann hafi verið yfir níutíu ára gamall.
Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo
Jökull Júlíusson í Kaleo heldur í þá hefð að eyða jólunum alltaf á Íslandi. Hann stóð fyrir góðgerðarviðburðinum Rauðu jólin í Hlégarði, Mosfellsbæ síðastliðinn fimmtudag.
Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum
Þó Arnaldur Indriðason hafi gefið glæpasögunni frí þessi jólin, og sendi frá sér bók um Jónas Hallgrímsson, þá er hann öruggur á toppi bóksölunnar. Þjóðin elskar Arnald.
„Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene
Edda Björgvins nýtur lífsins þessi jólin í faðmi fjölskyldunnar á Tenerife. Hún og Anna Svava Knútsdóttir eru sammála um að í raun sé fjölskyldan að koma út í „stórgróða“ með því að halda jólin frekar í útlöndum, eða svona því sem næst.
Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón
Leikaraparið Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman eru orðin hjón. Þau greindu frá því á samfélagsmiðlum í gær.
Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák
„Eins mikið og ég elska Ísland þá var ég mjög meðvituð um hvað við erum lítið og frekar einangrað land,“ segir heilsu- og vinnusálfræðingurinn Hildur Guðmundsdóttir sem er búsett ásamt hollenskum kærasta sínum í Amsterdam. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og ævintýrin úti.
Límdi fyrir munninn á öllum við borðið
Í síðasta þætti af Bannað að hlæja mættu heldur betur skemmtilegir gestir. Þeir fimm sem fengu að spreyta sig í þættinum voru, Ása Ninna, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson, Pétur Jóhann og Katla Þorgeirsdóttir.
„Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“
Sigurður Þ. Ragnarsson betur þekktur sem Siggi stormur segist hafa fundið fyrir kvíða fyrir jólunum en þetta eru þau fyrstu eftir að sonur hans Árni Þórður Sigurðarson lést í ágúst síðastliðnum. Hann segir það hafa hjálpað sér mest í sorginni að tala um son sinn.
Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan
Hátíðarandinn svífur yfir landsmönnum og aðeins einn dagur til jóla. Stjörnur landsins eru sannarlega komnar í jólaskapið og voru duglegar að deila skemmtilegum augnablikum á samfélagsmiðlum yfir liðna viku.
Frægir fundu ástina 2024
Ástarguðinn Amor skaut örvum sínum víða á árinu sem er að líða. Í hverjum einasta mánuði bárust fréttir af nýjum samböndum á Vísi.
Brostnar væntingar á Frostrósum
Jólatónleikarnir Frostrósir nutu mikilla vinsælda á árum áður, en ég verð að viðurkenna að ég fór aldrei á meðan þeir voru árviss viðburður frá 2002 til 2013. Ekki heldur þegar hefðin var endurreist í fyrra. Ef marka má tónleikana á föstudagskvöldið í Eldborg í Hörpu, þá hefur maður ekki misst af miklu.
„Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“
Garðar Baldvinsson ólst upp á heimili þar sem hann sá og upplifði hluti sem ekkert barn ætti að verða vitni að. Bernskuheimur hans var mótaður af ofbeldi og ofbeldismaðurinn var móðir hans.
Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar
Skrif ritstjóra Smartlands á mbl.is um klæðaburð Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, á Bessastöðum í gær hafa vakið mikla athygli og umtal meðal netverja. Ljóst er að ekki eru allir hrifnir af skrifum Smartlands sem sumir segja ósmekkleg, lágkúruleg og jafnvel gefið í skyn að þau beri vott um kvenfyrirlitningu. Smartland Mörtu Maríu veigrar sér ekki við að fjalla með fjölbreyttum, og jafnvel gagnrýnum hætti, um tísku og klæðaburð ráðamanna og annarra þjóðþekktra einstaklinga svo athygli hefur vakið.
Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn
Dóttir knattspyrnukonunnar Elínar Mettu Jensen og Sigurðar Tómassonar, framkvæmdastjóra vaxtar og viðskiptaþróunar hjá Origo, er komin með nafn. Stúlkan fékk nafnið Magdalena Nordal.
107 ára gömul og dansar eins og unglamb
Elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir fagnar 107 ára afmæli sínu í dag og að sjálfsögðu bauð hún til afmælisveislu. Þórhildur er sextándi Íslendingurinn, sem nær því að verða 107 ára. Það skemmtilegasta, sem Þórhildur gerir er að dansa.
Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“
Blake Lively, leikkona, hefur sakað Justin Baldoni, leikstjóra myndarinnar It ends with us og mótleikara hennar í myndinni, um kynferðislegt áreiti og áróðursherferð í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar. Lively hefur lagt fram kvörtun gegn Baldoni, í undirbúningi fyrir lögsókn.
Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“
„Það fer nú eiginlega eftir því hvernig við skilgreinum rangur maki. “ svarar Kristín Tómasdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í upphafi samtals um val á réttum eða röngum maka.