Lífið

Ingvar E. í nýrri stór­mynd Netflix

Netflix birti um helgina stiklu fyrri hluta tvíleiksins Rebel Moon. Myndin, sem ber titilinn Rebel Moon - Part One: A Child of Fire, er úr smiðju leikstjórans Zach Snyder en hann er hvað þekktastur fyrir myndirnar 300 og Man of Steel.

Bíó og sjónvarp

Stjörnulífið: Tón­leikar, glamúr, óp og skvísulæti

Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Birgitta Líf leyfði óléttubumbunni að skína skært í London, stórsöngkonur landsins komu saman á Tinu Turner heiðurstónleikum í Hörpu og Gummi Kíró skellti sér í sunnudagspelsinn. 

Lífið

Sjötta barn Ramsay komið í heiminn

Sjöttta barn stjörnukokksins Gordon Ramsay og eiginkonu hans Tana Ramsay er komið í heiminn. Drengurinn fæddist á afmælisdag pabba síns og hefur fengið nafnið Jesse James Ramsay.

Lífið

Berg­lind Häsler orðin ást­fangin á ný

Berglind Häsler, eigandi Havarí og tónlistarkona hefur fundið ástina á ný. Hún greinir frá þessu í ítarlegu viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag. Hún fann ástina hjá gömlum og góðum vini úr tónlistarbransanum.

Lífið

Hundrað grunn­skóla­nemar keppa í byggingu LEGO

Ríflega 100 grunnskólanemar á aldrinum 10 til 16 ára alls staðar af landinu taka um helgina þátt í hinni árlegu tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League sem fram fer í Háskólabíói í dag. Keppnin var opnuð almenningi eftir hádegi og þá jafnframt í Vísindasmiðju Háskóla Íslands í bíóinu.

Lífið

„Góður stíll hefur ekkert að gera með pening“

Athafnakonan, töffarinn og ofurskvísan Anna Margrét Jónsdóttir hefur alltaf kunnað að meta góð efni enda er hún alin upp af saumakonu. Hún segir stílinn sinn lítið hafa breyst í gegnum tíðina þó að fataskápurinn búi ekki yfir jafn mörgum löðrandi kynþokkafullum flíkum og áður en hefur engin boð og bönn í tískunni. Anna Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Hvað stoltust af því að vera lesbía

„Ég held að það að vera hinsegin sé eitthvað sem ég er hvað stoltust af í lífinu,“ segir tónlistarkonan Margrét Rán sem er hvað þekktust fyrir að vera meðlimur í tveimur stórum íslenskum hljómsveitum, Vök og GusGus.

Tónlist

Hönnunarperla úr smiðju HAF-hjóna til sölu

Við Sólvallagötu í Reykjavík stendur yfirmáta sjarmerandi íbúð í húsi sem byggt var árið 1944. Íbúðin var endurhönnuð af fyrri eigendum, Haf-hjónunum Karitas Sveinsdóttur og Hafsteini Júlíussyni, árið 2018 á afar glæsilegan máta.

Lífið

„Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði“

„Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði,“ segir viðmælandi Gunnars Inga Valgeirssonar, í viðtalsþættinum Lífið á biðlista. Viðmælandinn er karlmaður sem kýs að vera nafnlaus. Hann er heimilislaus í virki neyslu en dreymir um betra líf til að geta verið til staðar fyrir fjölskyldu sína og vini. 

Lífið

Klósett­­krakkinn upp­­lifir mömmu­­skipti

Nýlega kom út barnabókin Mömmuskipti eftir þær Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Þær skrifuðu saman bókina Blokkin á heimsenda sem kom út árið 2020 og sló samstundis í gegn en bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur.

Lífið samstarf

Töfrandi endur­fundir Lindu Pé í London

Linda Pétursdóttir, fegurðardrottning og athafnakona, átti töfrandi kvöldstund með fjölskyldu sinni og vinum úr fegurðarsamkeppninni Ungfrú heimur á glæsihótelinu The Sa­voy í Lund­ún­um í vikunni. 

Lífið

Vig­dís fallin og dottin í það

„Já, besti minn, heldurðu að ég hafi getað hætt eins og ég ætlaði mér? Nei. Þetta Ævintýri vildi út. Fjallar um tvo stráka í heitasta landi í heimi sem fara með gamalli konu að hitta Drottninguna sem ræður þar lögum og lofum.

Menning

Yfir 400 fyrir­tæki með frá­bær til­boð

Singles Day er einn af stóru afsláttardögum ársins í íslenskri verslun og raunar víðast hvar annars staðar í heiminum. Á morgun, laugardaginn 11. nóvember, munu yfir 400 verslanir og fyrirtæki bjóða upp á frábæra afslætti á margskonar vörum og þjónustu á 1111.is.

Lífið samstarf

Konurnar voru bara eins og eitt af hús­gögnunum

„Ég hef gert myndirnar fyrst og haft áhyggjurnar á eftir. Þegar ég opnaði mína fyrstu sýningu árið 1976 hafði ég áhyggjur af því að ég yrði bara rökkuð niður,“ segir grafíkerinn og kolateiknarinn Ragnheiður Jónsdóttir, sem er gagnrýnin og óhrædd við að segja sína skoðun í listsköpun sinni. Ragnheiður er viðmælandi í Kúnst.

Menning