Lífið

Mennta­skólinn í Reykja­vík vann Gettu betur

Menntaskólinn í Reykjavík vann Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, rétt í þessu. Lið MR hlaut 36 stig gegn 25 stigum liðs Framhaldsskóla Suðurlands. MR varði þannig titilinn og Hljóðneminn fer aftur á sinn stað á þriðju hæð Gamla skóla.

Lífið

Láta Guinness skort ekki stoppa sig á degi heilags Patreks

Guinness skortur er á landinu á sjálfum heilögum degi Patreks. Rekstrarstjóri Ölstöfu Kormáks og Skjaldar segir landsmenn hafa verið duglega að drekka Guinness í vetur en þau leggja þess í stað áherslu á aðra írska drykki í dag. Búist er við að fjölmargir máli bæinn grænan í kvöld.

Lífið

Sótti í danskar rætur og var grimmur á Duolingo

„Þetta er rosalega stór og mikil mynd, epísk og stór,“ segir leikarinn Hilmar Guðjónsson sem fer með hlutverk í myndinni Volaða land. Myndin er tilnefnd til ellefu Edduverðlauna, þar á meðal sem kvikmynd ársins en auk þess er Hilmar tilnefndur sem leikari ársins í aukahlutverki.

Lífið

Löng röð myndaðist fyrir utan nýja sýningu RAX í Ham­borg

Í gær opnaði Ragnar Axelsson, ljósmyndari Vísis, sýninguna Where the World is Melting í Hamborg í Þýskalandi. RAX hefur síðustu áratugi skrásett þær dramatísku breytingar sem orðið hafa á norðurslóðum samhliða hlýnun jarðar og vonast hann til þess að verk hans opni augu sýningargesta.

Menning

„Þetta var ekkert Latabæjar-snappið“

Kristmundur Axel Kristmundsson og Júlí Heiðar Halldórsson munu á næstunni gefa út sitt annað lag saman eftir að hafa slegið í gegn með lagið Komdu til baka árið 2010. Í þættinum Veislan á FM957 ræddu þeir um nýja lagið og síðustu ár. 

Lífið

Stöðugt að verða sterkari manneskja

Tónlistarkonan Árný Margrét hefur spilað víða um heiminn þrátt fyrir að hafa tekið sitt fyrsta gigg fyrir einungis rúmu ári síðan á Airwaves. Með tónlistinni ögrar hún sér mikið þar sem hún er í grunnin feimin en segir gott að fara stöðugt út fyrir þægindarammann. Árný Margrét er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

Tónlist

Trommarinn sem myrti móður sína látinn

Bandaríski trommarinn Jim Gordon er látinn, 77 ára að aldri. Gordon átti farsælan feril sem trommari og lék með mörgum af skærustu stjörnum heims. Síðar fóru geðræn vandamál að gera vart við sig. Hann lét lífið í fangelsi þar sem hann afplánaði dóm fyrir að myrða móður sína. 

Lífið

Geim­veru­neglur það nýjasta í na­gla­tískunni

Tískan er fljót að breytast og þar eru neglur engin undantekning. Hailey Bieber neglurnar hafa verið þær allra vinsælustu um nokkurt skeið en nú virðist sem ný tíska sé tekin við. Svokallaðar geimveruneglur eru nú áberandi en stjörnur á borð við Anne Hathaway og Hunter Schafer hafa sést skarta slíkum nöglum undanfarna daga.

Lífið

„Ég ímyndaði mér alltaf að ég ætti aðra fjölskyldu“

„Ég veit að þetta hljómar rosalega rangt en svona var barnsheilinn minn, því að ég upplifði svo sterkt að þetta ætti ekki að vera svona,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson. Hann segir algengt að börn sem upplifi aftengingu í æsku, eigi það til að fantasera um uppruna sinn. 

Lífið

Sjón sakar höfund Harry Potter um að af­mennska trans­fólk

Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri.

Lífið

Brotlenti svolítið eftir Söngvakeppnina

Tónlistarmaðurinn Stefán Óli vakti athygli þegar hann tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. Hann elskar að flytja sína eigin tónlist upp á sviði og stefnir á að gefa út plötu á komandi tímum. Stefán Óli er tilnefndur sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.

Tónlist

Hefur fundið hamingjuna á ný eftir erfiðan skilnað

Tónlistarkonan Miley Cyrus hefur hafið nýjan kafla í sínu lífi. Eftir erfið síðustu ár er Miley sögð hamingjusamari og heilbrigðari en hún hefur verið í langan tíma, auk þess sem hún á eitt vinsælasta lag í heiminum í dag.

Lífið