Menning

Tenórarnir í Hörpu

Tenórar hefja upp raust sína á síðustu óperutónleikunum í Gamla bíói, sem hýst hefur íslenskar óperur til margra ára. Tenórarnir hafa gjarnan kallað sig tenórana þrjá, en í kvöld verða þeir reyndar fjórir; Garðar Thor Cortes, Gissur Páll Gissurarson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Snorri Wium.

Menning

Morkinskinna kemur á óvart

Morkinskinna kom nýverið út í tveggja binda útgáfu Íslenzkra fornrita. Ármann Jakobsson hefur unnið að útgáfu Morkinskinnu undanfarin átta ár, síðustu árin í félagi við Þórð Inga Guðjónsson. „Morkinskinna var ekki mikils metin, menn hneigðust til að líta á hana sem samsteypuhandrit sem hefði ekki gildi í sjálfu sér,“ segir Ármann Jakobsson, doktor í íslensku og dósent í íslensku- og menningardeild við Háskóla Íslands. Ármann hefur undanfarin átta ár unnið að útgáfu ritsins, sem spannar sögu Noregskonunga frá því um 1030 þegar Ólafur helgi féll og til ársins 1157 þegar Eysteinn Haraldsson var höggvinn.

Menning

Halldór Bjarki leikur á horn

Halldór Bjarki Arnarson hornleikari heldur framhaldstónleika sína frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar á laugardag, 30. apríl, klukkan 20. Tónleikarnir verða í sal Tónskólans við Engjateig 1. Píanóleikari á tónleikunum er Örn Magnússon. En með Halldóri Bjarka leikur einnig strengjakvartett og hljómsveitin Frjókorn.

Menning

Á afskekktum stað

Á afskekktum stað nefnist nýútkomin bók. Hún er byggð á samtölum við sex Austur-Skaftfellinga, þau Álfheiði Magnúsdóttur og Gísla Arason sem fædd eru og uppalin á Mýrum, Ingibjörgu Zophoníasdóttur á Hala í Suðursveit, Þorvald Þorgeirsson, sem í áratugi gegndi verkstjórn í bandarísku ratsjárstöðinni á Stokksnesi, og feðgana Sigurð Bjarnason og Einar Rúnar Sigurðsson á Hofsnesi í Öræfum.

Menning

Húsmóðir Vesturports á fjölunum

Nýr íslenskur gleðileikur verður frumsýndur á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Það er leikhópurinn Vesturport sem á heiðurinn að sýningunni og er þetta í fyrsta sinn sem hópurinn tekst á við gamanleikjaformið þar sem dyr "opnast og lokast á hárréttu augnabliki, persónur birtast á óþægilegu andartaki eða yfirgefa sviðið rétt áður en allt verður óbærilega vandræðalegt,“ eins og segir í fréttatilkynningu.

Menning

Erindi Hönnuh Arendt við samtímann

Í dag hefst tveggja daga ráðstefna á vegum Eddu öndvegisseturs í Háskóla Íslands um heimspeki Hönnuh Arendt. Fyrri daginn verður umfjöllunarefnið Arendt og kreppa í stjórnmálum, hinn síðari Arendt og kreppa í menningu. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu bókar með íslenskum þýðingum greina eftir Hönnuh Arendt sem Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekiprófessor við Háskóla Íslands, ritstýrði.

Menning

Gyrðir: Frelsið mikilvægast listamönnum

Gyrðir Elíasson hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir bókina Milli Trjánna en tilkynnt var um verðlaunin í Osló í morgun. Gyrðir mun taka á móti verðlaununum á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember og segir þetta stóran dag í sínu lífi.

Menning

Íslenskt í Austurríki

Hópur íslenskra tónlistarmanna og listamanna tekur þátt í Dóná-hátíðinni sem verður haldin í Austurríki dagana 29. apríl til 8. maí. Þar munu plötusnúðar, hljómsveitir, listamenn og ljóðskáld stíga á svið og sýna listir sínar.

Menning

RIFF jafnast á við hátíðina í Cannes

Fjallað hefur verið um Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, víða um heim síðan hún var haldin í haust. Dagblöð í Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku og Bandaríkjunum hafa öll fjallað lofsamlega um hátíðina.

Menning

Verðlaun Tómasar veitt

Borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, veitti á þriðjudag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2009. Í ljóðasamkeppni bárust að þessu sinni 42 handrit. Í dómnefnd sátu Kolbrún Bergþórsdóttir formaður, Ingibjörg Haraldsdóttir og Jón Óttar Ragnarsson. Besta ljóðahandritið að mati dómnefndar var Hundgá úr annarri sveit og reyndist það vera eftir Eyþór Árnason.

Menning

Friðrik Þór og von Trier með myndlistarsýningu

Kvikmyndaleikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Lars von Trier opna myndlistarsýningu saman í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi í byrjun september. Þar verða sýnd málverk sem máluð hafa verið upp úr kvikmyndum þeirra. Sýningin kallast Börn náttúrunnar vs. Antíkristur og vísar nafnið til þekktustu myndar Friðriks og nýjustu myndar von Triers.

Menning

Sýnir málverk af Grýlu og Gretti

Grýla, Grettir Ásmundarson og Egill Skallagrímsson birtast ljóslifandi í verkum Þrándar Þórarinssonar listmálara, sem opnar aðra einkasýningu sína í dag.

Menning

Safnahús í eina öld

Í ár er öld liðin frá því að safnahúsið við Hverfisgötu var vígt: það var reist yfir Landsbókasafnið og Landsskjalasafnið árin 1906-1908. Forngripasafnið og Náttúrugripasafnið voru þar fyrstu áratugina. Hinn 28. mars 1909 var lestrarsalur Landsbókasafnsins opnaður almenningi með viðhöfn.

Menning

Safnar ástarbréfum Íslendinga

„Ég á eftir að fara í gegnum mína skúffu, en það koma eflaust einhver bréf upp úr henni,“ segir Sunna Dís Másdóttir, meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun, spurð um söfnun ástarbréfa sem hún stendur fyrir í samstarfi við Landsbókasafn Íslands.

Menning

Arnar sýnir í Start Art

Í dag verða nýjar sýningar opnaðar í galleríinu Start Art á Laugavegi. Þar eru á ferðinni Arnar Herbertsson í Forsal, Guðrún Öyahals á Loftinu, Björk Viggósdóttir í Austursal niðri og þær Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir í Austur- og Vestursal uppi.

Menning

Menningarverðlaun DV veitt

Mannfreð Vilhjálmsson arkitekt hlaut heiðursverðlaunin hlaut á Menningarverðlaunum DV sem afhent voru í dag. Verðlaunin fær Manfreð fyrir frábært framlag sitt til íslenskrar arkitektar. Menningarverðlaun DV eru árlegur viðburður þar sem veitt eru verðlaun fyrir einstakt framlag

Menning

Margrét Helga í einleik

Annað kvöld heldur áfram einleikssyrpa í Borgarleikhúsinu sem hófst fyrir fáum vikum með frumsýningu á Sannleika Péturs Jóhanns. Nú kemur Margrét Helga Jóhannsdóttir fram í einleik, en nú eru liðnir tveir áratugir síðan hún sló í gegn á Litla sviði Borgarleikhússins í Sigrúnu Ástrósu.

Menning

Sveitarstjóri og læknir eru Ekkiþjóðin

„Ekkiþjóðin heitir bandið. Skrifað svona. Ekkiþjóðin," segir Grímur Atlason sveitarstjóri. Hann ásamt félögum sínum, Lýði Árnasyni lækni og Hrólfi Vagnssyni, sem sér um að réttir tónstigar séu farnir, voru við upptökur á nýrri plötu sem gefa á út fljótlega í orðsins fyllstu merkingu.

Menning

Skrifar ævisögu Villa Vill

„Ég fór með þessa hugmynd til þeirra og átti allt eins von á því að þeir vildu finna einhvern þekktan rithöfund í þetta verkefni. Og ég hefði kyngt þeim rökum. En maður hefur svo sem séð þekkta rithöfunda skrifa um bransann og fundist það uppskrúfað og skrítið," segir Jón Ólafsson

Menning

Smáfuglar vinna í Grundarfirði

Um síðustu helgi fór fram í annað sinn kvikmynda- og menningarhátíðin Northern Wave í Grundarfirði. Um 200 manns sóttu hátíðina heim, bæði erlendir gestir sem og heimafólk og var öll gistiaðstaða í Grundarfirði fullbókuð um helgina en bærinn býr bæði að hóteli og farfuglaheimili.

Menning

Andóf þversögn

Hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands heldur áfram með fyrirlestri Jóns Ólafssonar heimspekings kl. 12.05 í dag í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Erindið ber yfirskriftina Hvað er andóf?

Menning

Handjárnuð blóm

Sigurður Pálsson, skáld og þýðandi, heldur í dag fyrirlestur sem hann kallar Handjárn á blómin – Vangaveltur um leikritaþýðingar. Fyrirlesturinn fer fram í Fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 16.30.

Menning

Góði dátinn Svejk til bjargar

„Á tímum sem þessum er mikilvægt að rifja upp fílósófíu Svejks, hið fádæma æðruleysi hans en hann lætur sér fátt um finnast hvað sem á dynur," segir Davíð Ingason lyfjafræðingur.

Menning

Leikverk um Bólu-Hjálmar

Í kvöld verður aukasýning á verkinu Brunað gegnum Bólu-Hjálmar á vegum Stoppleikhópsins í Leikhúsinu í Funalind 2 í Kópavogi. Verkið er nýtt af nálinni en höfundar eru þeir Ármann Guðmundsson, Snæbjörn Ragnarsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Verkið byggist á lífi og ljóðum Hjálmars Jónssonar sem kenndur er við Bólu. Sýningin hefst kl. 20.00.

Menning