Skoðun

Fjár­mála­á­ætlun – um­búðir um ekki neitt

Guðbrandur Einarsson skrifar

Það voru margir sem biðu óþreyjufullir eftir framlagningu fjármálaáætlunar sem nú hefur litið dagsins ljós. Ástæðurnar fyrir þessum spenningi eru augljósar. Heimilin glíma nú við mestu verðbólgu frá hruni, endurteknar vaxtahækkanir, stóraukna greiðslubyrði lána og mikla hækkun matarverðs.

Skoðun

Jafnar byrðar – ekki undan­þágur

Bogi Nils Bogason skrifar

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum.

Skoðun

Að morgni dags eftir stóran hvell

Ásgeir Friðgeirsson skrifar

Þjóðfélagsumræðan hefur gjörbreyst en fjölmiðlar ekki á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá því að Vísir.is fór í loftið.

Skoðun

Lið fyrir lið

Willum Þór Þórs­son skrifar

Í gær var skrifað undir samninga milli Sjúkratrygginga Íslands, Klíníkarinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ um framkvæmd 700 liðskiptaaðgerða á þessu ári.

Skoðun

Í kjólinn fyrir jólin 2028

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Orð fjármálaráðherra í gær sýna að hann tekur til sín að markaðurinn hefur misst trúna á því að Sjálfstæðisflokkurinn geti stýrt efnahagsmálunum. Það eru auðvitað tíðindi að fjármálaráðherra skuli viðurkenna að ríkisstjórnin hafi misst tiltrú fólks á að hún geti náð verðbólgunni niður. Nýkynnt fjármálaáætlun er því miður ekki líkleg til að snúa stöðunni við.

Skoðun

Lesfimleikar þingmanns

Heiða María Sigurðardóttir skrifar

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifaði á dögunum grein um lestur barna þar sem hann kallar eftir að leshraðamælingum verði hætt. Með því er hann að vísa til lestrarprófs á vegum Menntamálastofnunar sem alla jafna er lagt fyrir þrisvar á ári í íslenskum grunnskólum og er ætlað að mæla lesfimi (e. reading fluency).

Skoðun

Neyslu­rýmið Ylja þarf nýtt hús­næði strax

Marín Þórsdóttir skrifar

Á mánudaginn, 27. mars, fjallaði Kastljósið um skaðaminnkun og hvað býr að baki þeirrar hugmyndafræði. Þar var hugmyndafræðin útskýrð og rætt við notendur skaðaminnkandi úrræða, sem báðir sögðu frá hvernig úrræðin höfðu einfaldlega bjargað lífi sínu.

Skoðun

Af­ritum tap­for­múlu!

Sæþór Randalsson skrifar

Þetta er framhaldsgrein sem Trausti B. Magnússon skrifaði á Vísi fyrir skömmu og sem ég er algjörlega sammála en langar að bæta við frekari upplýsingum um eina aðra þjóð sem er komin lengra á braut í þessum eymdarmálum en við.

Skoðun

Máttur örkær­leika í dag­legu lífi

Ingrid Kuhlman skrifar

Örkærleikur („micro kindness“) felur í sér litlar einlægar og sjálfviljugar athafnir og viðhorf sem sýna öðrum að við kunnum að meta þá. Örkærleikur getur lífgað upp á daginn hjá öðrum og stuðlað að jákvæðum samskiptum.

Skoðun

Mun ríkisstjórn standa við áform um fjármögnun háskóla?

Magnús Karl Magnússon skrifar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála hefur mikinn metnað fyrir því að auka vægi háskóla- og þekkingarsamfélagsins í stefnumótun stjórnvalda. Það er fagnaðarefni og ástæða til að taka undir með henni. Allir mælikvarðar sem íslenskt háskólasamfélag notar eru alþjóðlegir; við berum okkur saman við háskóla og vísindamenn á alþjóðlegum vettvangi.

Skoðun

Landsnetið okkar

Stefán Georgsson skrifar

Við íslenska þjóðin eigum Landsnet, fyrirtæki sem hefur einkaleyfi á flutningi raforku á Íslandi. Fyrirtækið ber þannig mikla ábyrgð, bæði á því að tryggja orkuöryggi og á því að velja bestu lausnir þegar verið er að þróa flutningskerfi raforku. Félagið er stórt og öflugt, tekjur þess voru rúmir 22 milljarðar í fyrra og rekstrarkostnaðar 5,5 milljarðar.

Skoðun

Gamla hjólið þitt getur glatt barn

Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar

Í hjólageymslum og bílskúrum út um allan bæ leynast hjól sem ekki eru í notkun. Hjól sem taka óþarfa pláss enda oftar en ekki í málmpressu á endurvinnslustöðum þegar þau loksins verða fyrir barðinu á árlegri vorhreingerningu húsfélagsins eða endurskipulagningu í bílskúrnum.

Skoðun

Af virðingu við leikskólakennara og foreldra

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar

Nýlega flykktust ráðþrota foreldrar í Ráðhúsið og kröfðust tafarlausra aðgerða vegna leikskólavandans. Í kjölfarið hafa borgarfulltrúar meirihlutans ekki þorað öðru en að skoða aðrar leiðir til að bæta ástandið. Ég hef saknað þess að sjá starfsfólk leikskólanna í Ráðhúsinu, því hagsmunir þeirra eru samofnir hagsmunum foreldra. Fyrst lendir skellurinn á starfsfólkinu og þegar það getur ekki meir lendir skellurinn á foreldrum.

Skoðun

Strand­veiðar eitt skref á­fram, tvö aftur­á­bak

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Matvælaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að hverfa aftur til þess fyrirkomulags strandveiða sem var hér fyrir árið 2018. Það er að segja að aflaheimildum sem ráðstafað er til strandveiða verði skipt upp í fjögur landssvæði.

Skoðun

„Eftir mig, flóðið” – um­hverfis­mál og eldra fólk

Halldór Reynisson skrifar

Lúðvík 15. ríkti lengi í Frakklandi og þótti mistækur stjórnandi. Eftir honum er haft orðatiltækið "Après moi, le déluge" – eftir mig, flóðið. Það þótti til sannindamerkis um að honum hafi verið sama um hvað gerðist eftir hans dag – sama um afleiðingar gerða sinna. Karl Marx og skáldjöfurinn Dostojeski töldu þessi orð vera til merkis um ábyrgðarleysi hans og annarra forréttindafálka sem væri skítsama um aðra.

Skoðun

Gervigreind og hugvísindi

Gauti Kristmannsson skrifar

Ég held að það hafi verið í kringum 1990 að fyrsti verkfræðingurinn sagði mér í óspurðum fréttum að tölvur myndu taka þýðingastarfið af mér innan þriggja ára. Ég hef heyrt það á þriggja ára fresti síðan, en ekki er komið að því enn. Nú er mikið rætt um gervigreind og að hún muni taka mikið af störfum fólks þar sem ódýrara verði að nota hana en raunverulega greind fólks. 

Skoðun

Húsa­leiga hefur hækkað tvö­falt meira en verð­lag, ..sem er furðu gott!

Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar

Húsnæðis og mannvirkjastofnun birti í gær nýja mánaðarskýrslu um stöðuna á húsnæðismarkaði, einu mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Í skýrslunni er dregin upp greining á stöðunni, bæði á leigu- og kaupendamarkaði. Sú greining sem kemur frá stofnunni gefur annað hvort tilefni til viðbragða stjórnvalda eða ekki og hefir því mikil áhrif. Það er þess vegna mikilvægt að greining og framsetning sé vel unnin og að ekki þurfi að efast um heilindi né tilgang í framsetningu.

Skoðun

Lífeyrismál unga fólksins

Kristófer Már Maronsson skrifar

Það getur skipt sköpum að kynna sér lífeyrismálin fyrir tvítugt frekar en um fertugt eða seinna. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fyrstu fasteignakaupa o.s.frv.

Skoðun

Stutt við þolendur heimilisofbeldis

Willum Þór Þórsson skrifar

Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi.

Skoðun

Hugvísindin efla alla dáð

Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

„Hugvísindafólk er uggandi yfir áherslubreytingu háskólaráðherra sem vill að háskólarnir svari betur kalli atvinnulífsins. Forseti Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir stefnuna vera í anda nýfrjálshyggju. Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið."

Skoðun

Eigum við ekki að láta græðgina eiga sig

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar

Vegna ummæla sem látin voru falla í Bítinu á Bylgjunni nú í gærmorgun um að fólk þurfi annað hvort að rísa upp eða gefast upp í því ástandi sem nú ríkir á markaðnum, fannst mér tilvalið að setjast niður og skrifa nokkra punkta inn í umræðuna. Þessi ummæli eru nefnilega ekki til þess fallin að skapa einingu í samfélaginu, heldur þvert á móti til að skapa sundrung og stefna ólíkum hópum upp á móti hverjum öðrum.

Skoðun

Þegar raunveruleikinn og sannleikurinn og ekkert annað hentar!

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðingur og sagður fyrrum framkvæmdastjóri Heimssýnar, sem mikið hefur skrifað í blöðin gegn Evrópu, ESB og Evru, síðast 25. marz hér, undir fyrirsögninni „Versnandi staða fámennra ríkja ESB“, og, svo aftur nú í dag, 28. marz, líka hér, undir fyrirsögninni „Þegar raunveruleikinn hentar ekki“.

Skoðun

Gul viðvörun í húsnæðiskortinu

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Nýverið kynnti seðlabankastjóri tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Peningastefnunefnd ákvað að hækka stýrivexti um heila prósentu og flestir landsmenn, ef ekki allir, eru nú orðnir meðvitaðir um það hvaða afleiðingar þetta hefur á rekstur heimila.

Skoðun

Það þarf að ganga í verkin!

Þórarinn Ingi Pétursson skrifar

Það eru mörg verkefnin á hverjum tíma sem við sem þjóð þurfum að leysa, en okkur gengur misvel að leysa þau hratt og örugglega. Það á einna helst við innan þess opinbera og þörf er á því að breyta áherslum með það að markmiði að auka skilvirkni í kerfinu og leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir í stað þess að vera sífellt að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru á hverjum tíma.

Skoðun

At­vinnu­frelsi og tak­markandi á­kvæði ráðningar­samninga

Guðmundur Hólmar Helgason skrifar

Atvinnufrelsi, þ.e. frelsi til að vinna þau störf sem áhugi, menntun og reynsla standa til, er mikilsvert frelsi sem hefur á síðari tímum talist til grundvallarmannréttinda. Frelsi einstaklinga til að nýta starfsgetu sína til öflunar efnislegra verðmæta er undirstaða lífsafkomu flestra og forsenda fjárhagslegs sjálfstæðis.

Skoðun

Hvað gerir Evrópu­sam­bandið, ESB, fyrir okkur dags­dag­lega?

Ole Anton Bieltvedt skrifar

ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og Evran. Á hverjum einasta degi, og oft á dag, erum við með hluti – alls kyns varning; matvöru, fatnað, heimilisbúnað, áhöld og verkfæri, líka öll rafmagnstæki, vélar, farartæki og bílinn okkar – í höndunum, þar sem einmitt ESB hefur tryggt okkur mestu möguleg þægindi, umhverfisvænar lausnir og umfram allt öryggi og gæði í notkun.

Skoðun

Verður ein­hver rekinn hjá ríkinu?

Ólafur Stephensen skrifar

Á forsíðum dagblaðanna í morgun er fjallað um glímu ríkisstjórnarinnar við ríkisútgjöldin, sem hún verður að hemja til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna. Morgunblaðið segir aukið aðhald í ríkisrekstri blasa við í fjármálaáætlun, sem lögð verður fram á Alþingi á morgun. Fréttablaðið hefur eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að aukið aðhald geti þýtt fækkun ríkisstarfsmanna og fækkun verkefna ríkisins.

Skoðun

Guði sé lof að ég er ekki ung­lingur í dag

Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir og Skúli Bragi Geirdal skrifa

„Ég þakka fyrir að vera ekki unglingur í dag“ heyrist gjarnan þegar að talið berst að skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna í dag. En erum við raunverulega þakklát fyrir það?

Skoðun