Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 10. mars 2025 18:00 Fólk yfir fimmtugt á erfiðara með að fá vinnu Í gegnum tíðina hefur verið talað um mikilvægi þess að jafnræði ríki á vinnumarkaði. Aldursfordómar eru hins vegar enn viðvarandi vandamál, sérstaklega þegar kemur að fólki yfir fimmtugt sem oft á erfiðara með að fá vinnu en yngra fólk. Ef við lítum á íslenskan vinnumarkað, þá sjáum við dæmi þess að fólk með áratuga starfsreynslu fær ekki tækifæri einfaldlega vegna aldurs. Þetta er bæði óréttlátt og þjóðfélagslega óhagkvæmt, enda tap fyrir samfélagið í heild. Í þessu samhengi er nærtækt að líta til opinberra starfsmanna og annarra sem að öllu jöfnu er gert er að láta af störfum við sjötugt, þrátt fyrir að lífaldur hafi hækkað verulega. Margir, sem starfa innan þessara stétta, eru enn í blóma lífsins, lifa við hestaheilsu, búa við mikið starfsþrek og vilja vinna og gera samfélaginu gagn, en samt er þeim gert að hætta. Þegar ævilíkur aukast og fólk heldur góðri heilsu lengur, þarf vinnumarkaðurinn að fylgja eftir og tryggja að einstaklingar 50 ára og eldri njóti sömu tækifæra og aðrir. Aldursfordómar eru raunverulegt samfélagsvandamál sem útilokar verðmæta reynslu og þekkingu af vinnumarkaði, með skaðlegum afleiðingum fyrir samfélagið í heild. Mestu skiptir að tryggja réttindi allra óháð aldri Þegar kemur að starfsmannamálum, hvort sem það er innan VR eða á öðrum vettvangi, skiptir mestu máli að tryggja réttindi allra óháð aldri. Við þurfum að horfa á hæfni, getu og framtíðarsýn frekar en ártalið í fæðingarvottorðinu. Það er ekki frestun á framtíðinni að treysta á fólk sem hefur sannað sig í atvinnulífinu eða annars staðar. Mér hefur sjálfum verið legið á hálsi fyrir að vera of gamall, þar sem ég er elsti frambjóðandinn í formannskosningum til VR. Það er hins vegar staðreynd að reynsla getur skipt máli hvort sem við erum yngri eða eldri. Ég er stoltur af störfum mínum í verkalýðshreyfingunni undanfarin tuttugu ár og þá sérstaklega baráttu fyrir sangjörnum húsnæðismarkaði. Ég bý meðal annars af þeirri reynslu að hafa gegnt stöðu varaformanns VR í fjögur ár, átt sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna síðastliðin fimm ár. Tækifæri fyrir alla Að sama skapi þurfum við að tryggja að gervigreind og tækniframfarir verði ekki notaðar sem afsökun fyrir því að ýta fólki út af vinnumarkaði. Þess vegna legg ég áherslu á að efla tækifæri fólks til sí-og endurmenntunar og tryggja að allir geti nýtt sér nýja tækni til að þróa hæfni sína áfram. Hvort sem við erum 25 eða 55 ára, þá eigum við öll að fá jöfn tækifæri til að læra, vaxa og leggja okkar af mörkum til samfélagsins. Við þurfum að útrýma aldursfordómum, bæði í atvinnulífi, stjórnmálum sem og annarstaðar í þjóðfélaginu þar sem þessi skaðlegu viðhorf grassera. Framtíðin byggist ekki á aldri, heldur á því hvernig við nýtum mannauðinn og þau tækifæri sem við höfum, sama á hvaða aldri við erum. Þetta er sérlega mikilvægt í fámennu samfélagi, þar sem hver vinnandi hönd er verulega verðmæt fyrir samfélagið, enda erum við öll saman í þessu. Höfundur er formannsframbjóðandi í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Fólk yfir fimmtugt á erfiðara með að fá vinnu Í gegnum tíðina hefur verið talað um mikilvægi þess að jafnræði ríki á vinnumarkaði. Aldursfordómar eru hins vegar enn viðvarandi vandamál, sérstaklega þegar kemur að fólki yfir fimmtugt sem oft á erfiðara með að fá vinnu en yngra fólk. Ef við lítum á íslenskan vinnumarkað, þá sjáum við dæmi þess að fólk með áratuga starfsreynslu fær ekki tækifæri einfaldlega vegna aldurs. Þetta er bæði óréttlátt og þjóðfélagslega óhagkvæmt, enda tap fyrir samfélagið í heild. Í þessu samhengi er nærtækt að líta til opinberra starfsmanna og annarra sem að öllu jöfnu er gert er að láta af störfum við sjötugt, þrátt fyrir að lífaldur hafi hækkað verulega. Margir, sem starfa innan þessara stétta, eru enn í blóma lífsins, lifa við hestaheilsu, búa við mikið starfsþrek og vilja vinna og gera samfélaginu gagn, en samt er þeim gert að hætta. Þegar ævilíkur aukast og fólk heldur góðri heilsu lengur, þarf vinnumarkaðurinn að fylgja eftir og tryggja að einstaklingar 50 ára og eldri njóti sömu tækifæra og aðrir. Aldursfordómar eru raunverulegt samfélagsvandamál sem útilokar verðmæta reynslu og þekkingu af vinnumarkaði, með skaðlegum afleiðingum fyrir samfélagið í heild. Mestu skiptir að tryggja réttindi allra óháð aldri Þegar kemur að starfsmannamálum, hvort sem það er innan VR eða á öðrum vettvangi, skiptir mestu máli að tryggja réttindi allra óháð aldri. Við þurfum að horfa á hæfni, getu og framtíðarsýn frekar en ártalið í fæðingarvottorðinu. Það er ekki frestun á framtíðinni að treysta á fólk sem hefur sannað sig í atvinnulífinu eða annars staðar. Mér hefur sjálfum verið legið á hálsi fyrir að vera of gamall, þar sem ég er elsti frambjóðandinn í formannskosningum til VR. Það er hins vegar staðreynd að reynsla getur skipt máli hvort sem við erum yngri eða eldri. Ég er stoltur af störfum mínum í verkalýðshreyfingunni undanfarin tuttugu ár og þá sérstaklega baráttu fyrir sangjörnum húsnæðismarkaði. Ég bý meðal annars af þeirri reynslu að hafa gegnt stöðu varaformanns VR í fjögur ár, átt sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna síðastliðin fimm ár. Tækifæri fyrir alla Að sama skapi þurfum við að tryggja að gervigreind og tækniframfarir verði ekki notaðar sem afsökun fyrir því að ýta fólki út af vinnumarkaði. Þess vegna legg ég áherslu á að efla tækifæri fólks til sí-og endurmenntunar og tryggja að allir geti nýtt sér nýja tækni til að þróa hæfni sína áfram. Hvort sem við erum 25 eða 55 ára, þá eigum við öll að fá jöfn tækifæri til að læra, vaxa og leggja okkar af mörkum til samfélagsins. Við þurfum að útrýma aldursfordómum, bæði í atvinnulífi, stjórnmálum sem og annarstaðar í þjóðfélaginu þar sem þessi skaðlegu viðhorf grassera. Framtíðin byggist ekki á aldri, heldur á því hvernig við nýtum mannauðinn og þau tækifæri sem við höfum, sama á hvaða aldri við erum. Þetta er sérlega mikilvægt í fámennu samfélagi, þar sem hver vinnandi hönd er verulega verðmæt fyrir samfélagið, enda erum við öll saman í þessu. Höfundur er formannsframbjóðandi í VR.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun