Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 10. mars 2025 18:00 Fólk yfir fimmtugt á erfiðara með að fá vinnu Í gegnum tíðina hefur verið talað um mikilvægi þess að jafnræði ríki á vinnumarkaði. Aldursfordómar eru hins vegar enn viðvarandi vandamál, sérstaklega þegar kemur að fólki yfir fimmtugt sem oft á erfiðara með að fá vinnu en yngra fólk. Ef við lítum á íslenskan vinnumarkað, þá sjáum við dæmi þess að fólk með áratuga starfsreynslu fær ekki tækifæri einfaldlega vegna aldurs. Þetta er bæði óréttlátt og þjóðfélagslega óhagkvæmt, enda tap fyrir samfélagið í heild. Í þessu samhengi er nærtækt að líta til opinberra starfsmanna og annarra sem að öllu jöfnu er gert er að láta af störfum við sjötugt, þrátt fyrir að lífaldur hafi hækkað verulega. Margir, sem starfa innan þessara stétta, eru enn í blóma lífsins, lifa við hestaheilsu, búa við mikið starfsþrek og vilja vinna og gera samfélaginu gagn, en samt er þeim gert að hætta. Þegar ævilíkur aukast og fólk heldur góðri heilsu lengur, þarf vinnumarkaðurinn að fylgja eftir og tryggja að einstaklingar 50 ára og eldri njóti sömu tækifæra og aðrir. Aldursfordómar eru raunverulegt samfélagsvandamál sem útilokar verðmæta reynslu og þekkingu af vinnumarkaði, með skaðlegum afleiðingum fyrir samfélagið í heild. Mestu skiptir að tryggja réttindi allra óháð aldri Þegar kemur að starfsmannamálum, hvort sem það er innan VR eða á öðrum vettvangi, skiptir mestu máli að tryggja réttindi allra óháð aldri. Við þurfum að horfa á hæfni, getu og framtíðarsýn frekar en ártalið í fæðingarvottorðinu. Það er ekki frestun á framtíðinni að treysta á fólk sem hefur sannað sig í atvinnulífinu eða annars staðar. Mér hefur sjálfum verið legið á hálsi fyrir að vera of gamall, þar sem ég er elsti frambjóðandinn í formannskosningum til VR. Það er hins vegar staðreynd að reynsla getur skipt máli hvort sem við erum yngri eða eldri. Ég er stoltur af störfum mínum í verkalýðshreyfingunni undanfarin tuttugu ár og þá sérstaklega baráttu fyrir sangjörnum húsnæðismarkaði. Ég bý meðal annars af þeirri reynslu að hafa gegnt stöðu varaformanns VR í fjögur ár, átt sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna síðastliðin fimm ár. Tækifæri fyrir alla Að sama skapi þurfum við að tryggja að gervigreind og tækniframfarir verði ekki notaðar sem afsökun fyrir því að ýta fólki út af vinnumarkaði. Þess vegna legg ég áherslu á að efla tækifæri fólks til sí-og endurmenntunar og tryggja að allir geti nýtt sér nýja tækni til að þróa hæfni sína áfram. Hvort sem við erum 25 eða 55 ára, þá eigum við öll að fá jöfn tækifæri til að læra, vaxa og leggja okkar af mörkum til samfélagsins. Við þurfum að útrýma aldursfordómum, bæði í atvinnulífi, stjórnmálum sem og annarstaðar í þjóðfélaginu þar sem þessi skaðlegu viðhorf grassera. Framtíðin byggist ekki á aldri, heldur á því hvernig við nýtum mannauðinn og þau tækifæri sem við höfum, sama á hvaða aldri við erum. Þetta er sérlega mikilvægt í fámennu samfélagi, þar sem hver vinnandi hönd er verulega verðmæt fyrir samfélagið, enda erum við öll saman í þessu. Höfundur er formannsframbjóðandi í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fólk yfir fimmtugt á erfiðara með að fá vinnu Í gegnum tíðina hefur verið talað um mikilvægi þess að jafnræði ríki á vinnumarkaði. Aldursfordómar eru hins vegar enn viðvarandi vandamál, sérstaklega þegar kemur að fólki yfir fimmtugt sem oft á erfiðara með að fá vinnu en yngra fólk. Ef við lítum á íslenskan vinnumarkað, þá sjáum við dæmi þess að fólk með áratuga starfsreynslu fær ekki tækifæri einfaldlega vegna aldurs. Þetta er bæði óréttlátt og þjóðfélagslega óhagkvæmt, enda tap fyrir samfélagið í heild. Í þessu samhengi er nærtækt að líta til opinberra starfsmanna og annarra sem að öllu jöfnu er gert er að láta af störfum við sjötugt, þrátt fyrir að lífaldur hafi hækkað verulega. Margir, sem starfa innan þessara stétta, eru enn í blóma lífsins, lifa við hestaheilsu, búa við mikið starfsþrek og vilja vinna og gera samfélaginu gagn, en samt er þeim gert að hætta. Þegar ævilíkur aukast og fólk heldur góðri heilsu lengur, þarf vinnumarkaðurinn að fylgja eftir og tryggja að einstaklingar 50 ára og eldri njóti sömu tækifæra og aðrir. Aldursfordómar eru raunverulegt samfélagsvandamál sem útilokar verðmæta reynslu og þekkingu af vinnumarkaði, með skaðlegum afleiðingum fyrir samfélagið í heild. Mestu skiptir að tryggja réttindi allra óháð aldri Þegar kemur að starfsmannamálum, hvort sem það er innan VR eða á öðrum vettvangi, skiptir mestu máli að tryggja réttindi allra óháð aldri. Við þurfum að horfa á hæfni, getu og framtíðarsýn frekar en ártalið í fæðingarvottorðinu. Það er ekki frestun á framtíðinni að treysta á fólk sem hefur sannað sig í atvinnulífinu eða annars staðar. Mér hefur sjálfum verið legið á hálsi fyrir að vera of gamall, þar sem ég er elsti frambjóðandinn í formannskosningum til VR. Það er hins vegar staðreynd að reynsla getur skipt máli hvort sem við erum yngri eða eldri. Ég er stoltur af störfum mínum í verkalýðshreyfingunni undanfarin tuttugu ár og þá sérstaklega baráttu fyrir sangjörnum húsnæðismarkaði. Ég bý meðal annars af þeirri reynslu að hafa gegnt stöðu varaformanns VR í fjögur ár, átt sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna síðastliðin fimm ár. Tækifæri fyrir alla Að sama skapi þurfum við að tryggja að gervigreind og tækniframfarir verði ekki notaðar sem afsökun fyrir því að ýta fólki út af vinnumarkaði. Þess vegna legg ég áherslu á að efla tækifæri fólks til sí-og endurmenntunar og tryggja að allir geti nýtt sér nýja tækni til að þróa hæfni sína áfram. Hvort sem við erum 25 eða 55 ára, þá eigum við öll að fá jöfn tækifæri til að læra, vaxa og leggja okkar af mörkum til samfélagsins. Við þurfum að útrýma aldursfordómum, bæði í atvinnulífi, stjórnmálum sem og annarstaðar í þjóðfélaginu þar sem þessi skaðlegu viðhorf grassera. Framtíðin byggist ekki á aldri, heldur á því hvernig við nýtum mannauðinn og þau tækifæri sem við höfum, sama á hvaða aldri við erum. Þetta er sérlega mikilvægt í fámennu samfélagi, þar sem hver vinnandi hönd er verulega verðmæt fyrir samfélagið, enda erum við öll saman í þessu. Höfundur er formannsframbjóðandi í VR.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun