„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson og Svanhildur Óskarsdóttir skrifa 11. mars 2025 16:03 Fyrir um 35 árum sat harðsnúið lið í kjallara einum við Vesturgötu, rakaði saman fróðleik um heima og geima, þeim traustasta sem völ var á, og matreiddi á prenti undir heitinu Íslensk alfræðiorðabók Arnar og Örlygs sem kom út í þremur bindum árið 1990. Internetið var rétt ókomið til skjalanna – og orðabókin hefði áreiðanlega birst á vef, hefði verið lagt ögn seinna af stað í þetta ævintýri – en allur umbúnaður vinnunnar var þó með nútíma brag, textinn saminn inn í tölvuviðmót með grænleitum stöfum á svörtum skjá og utan um alla gagnageymslu hélt ungur náungi, Björn Þorsteinsson að nafni. Hann var maður framtíðarinnar, skildi tölvurnar betur en við hin, en nýtti sér fornöldina til þess að skóla okkur í réttum vinnubrögðum: Á áberandi stað í þessu þrönga vinnurými var stór mynd af Seifi yfirguði, ætluð til þess að minna okkur á að vista vinnuna jafnóðum. Þarna fóru saman ýmsir góðir eiginleikar Björns, sem nú býður sig fram til að leiða Háskóla Íslands mót framtíðinni. Þekking, bæði á hinu forna og nýja; skilningur á samstarfsfólkinu, færni þess og takmörkunum; og húmorinn og hlýjan sem sveipaði ráðleggingarnar í kjallaranum við Vesturgötu hafa fylgt honum síðan, magnast upp og þroskast. Eftir að samstarfi okkar við alfræðiorðabókina lauk, höfum við fylgst með Birni aukast að íþrótt og frægð. Frumkvöðlastarf hans við mótun Háskóla unga fólksins setti hann strax inn í helstu króka og kima háskólalífsins og með akademískum störfum sínum við skólann hefur hann vaxið til forystu á sínu fræðasviði og verið valinn til að standa í stafni í hverju verkefninu á fætur öðru – auk þess að sinna eigin rannsóknum og vera um tíu ára skeið trúað fyrir ritstjórn virðulegustu ritraðar landsins: Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags. Ferill Björns tekur af öll tvímæli um það traust sem hann nýtur meðal samstarfsfólks síns. Honum er einkar lagið að laða fram það besta í þeim sem hann vinnur með og stefnumál hans í rektorskjörinu kjarna það sem er efst á baugi í háskólasamfélaginu á okkar síbreytilegu tímum: hættur sem steðja að akademísku frelsi, vanfjármögnun háskóla og mikilvægi mennskunnar í rannsóknum, þekkingarsköpun og miðlun – að ógleymdri áherslunni á að bæta starfsandann meðal okkar allra á háskólalóðinni. Við fyrrum samstarfsfólk Björns af Vesturgötunni getum því heils hugar mælt með honum til rektors Háskóla Íslands. Höfundar eru rannsóknarprófessorar á menningarsviði Árnastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Íslensk tunga Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um 35 árum sat harðsnúið lið í kjallara einum við Vesturgötu, rakaði saman fróðleik um heima og geima, þeim traustasta sem völ var á, og matreiddi á prenti undir heitinu Íslensk alfræðiorðabók Arnar og Örlygs sem kom út í þremur bindum árið 1990. Internetið var rétt ókomið til skjalanna – og orðabókin hefði áreiðanlega birst á vef, hefði verið lagt ögn seinna af stað í þetta ævintýri – en allur umbúnaður vinnunnar var þó með nútíma brag, textinn saminn inn í tölvuviðmót með grænleitum stöfum á svörtum skjá og utan um alla gagnageymslu hélt ungur náungi, Björn Þorsteinsson að nafni. Hann var maður framtíðarinnar, skildi tölvurnar betur en við hin, en nýtti sér fornöldina til þess að skóla okkur í réttum vinnubrögðum: Á áberandi stað í þessu þrönga vinnurými var stór mynd af Seifi yfirguði, ætluð til þess að minna okkur á að vista vinnuna jafnóðum. Þarna fóru saman ýmsir góðir eiginleikar Björns, sem nú býður sig fram til að leiða Háskóla Íslands mót framtíðinni. Þekking, bæði á hinu forna og nýja; skilningur á samstarfsfólkinu, færni þess og takmörkunum; og húmorinn og hlýjan sem sveipaði ráðleggingarnar í kjallaranum við Vesturgötu hafa fylgt honum síðan, magnast upp og þroskast. Eftir að samstarfi okkar við alfræðiorðabókina lauk, höfum við fylgst með Birni aukast að íþrótt og frægð. Frumkvöðlastarf hans við mótun Háskóla unga fólksins setti hann strax inn í helstu króka og kima háskólalífsins og með akademískum störfum sínum við skólann hefur hann vaxið til forystu á sínu fræðasviði og verið valinn til að standa í stafni í hverju verkefninu á fætur öðru – auk þess að sinna eigin rannsóknum og vera um tíu ára skeið trúað fyrir ritstjórn virðulegustu ritraðar landsins: Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags. Ferill Björns tekur af öll tvímæli um það traust sem hann nýtur meðal samstarfsfólks síns. Honum er einkar lagið að laða fram það besta í þeim sem hann vinnur með og stefnumál hans í rektorskjörinu kjarna það sem er efst á baugi í háskólasamfélaginu á okkar síbreytilegu tímum: hættur sem steðja að akademísku frelsi, vanfjármögnun háskóla og mikilvægi mennskunnar í rannsóknum, þekkingarsköpun og miðlun – að ógleymdri áherslunni á að bæta starfsandann meðal okkar allra á háskólalóðinni. Við fyrrum samstarfsfólk Björns af Vesturgötunni getum því heils hugar mælt með honum til rektors Háskóla Íslands. Höfundar eru rannsóknarprófessorar á menningarsviði Árnastofnunar.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun