Sport

„Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“

Þórir Her­geirs­son, lands­liðs­þjálfari hins sigur­sæla norska kvenna­lands­liðs í hand­bolta, lætur af störfum undir lok þessa árs eftir komandi Evrópu­mót. Greint er frá starfs­lokum Þóris með góðum fyrir­vera og þegar enn er hægt að bæta medalíum við í safnið. Ís­lendingurinn er ekki hræddur um að það fari öfugt í leik­menn liðsins. Í versta falli fari allt til fjandans. En svo komi nýr dagur.

Handbolti

For­seti Marseil­le segist ekki sjá eftir neinu varðandi Greenwood

Mason Greenwood hefur farið frábærlega af stað í Frakklandi en Marseille keypti hann af Manchester United í sumar. Framherjinn hafði ekki spilað fyrir Man United síðan í janúar 2022 þegar þáverandi kærasta sakaði hann um líkamlegt ofbeldi sem og kynferðisofbeldi. Birti hún myndir og myndbönd máli sínu til sönnunar.

Fótbolti

Viður­kennir mis­tök en segir lög­regluna hafa „lamið hundinn úr sér“

Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni, viðurkennir að hann hefði getað gert hlutina öðruvísi þegar lögreglan stöðvaði hann á leið hans á leikvang Höfrunganna. Hill gagnrýnir þó framgang lögreglumannanna sem grýttu honum í jörðina áður en þeir handjárnuðu hann og settu hné sitt í bakið á honum.

Sport

Tekur undir með Fergu­son varðandi Bosnich

Paul Scholes tekur undir með þjálfara sínum fyrrverandi, Sir Alex Ferguson, er varðar getu Mark Bosnich en sá lék um árabil í marki félagsins. Markvörðurinn fékk bæði að heyra að hann væri latur sem og að hann gæti ekki sparkað almennilega í fótbolta.

Enski boltinn

„Alltaf gaman að spila í KA heimilinu”

Haukar unnu öruggan átta marka sigur á KA á Akureyri nú í kvöld í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta, lokatölur 26-34. Skarphéðinn Ívar Einarsson skipti yfir til Hauka frá uppeldisfélagi sínu KA í sumar og átti frábæran leik í kvöld og skoraði 8 mörk úr 12 skotum.

Handbolti

Haukur gekk frá læri­sveinum Guð­mundar

Haukur Þrastarson var allt í öllu þegar Dinamo Búkarest pakkaði Fredericia saman í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Þá hafði Janus Daði Smárason betur gegn Ómari Inga Magnússyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.

Handbolti

„Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“

„Við héldum að þetta væru elliglöp um tíma, en svo fer maður að átta sig á að þetta er eitthvað annað því að karakterinn fer að breytast,“ segja börn KR-ingsins mikla Ellerts B. Schram, sem glímir við Alzheimer-sjúkdóminn. Stórleikur KR og Víkings á morgun, í Bestu deild karla í fótbolta, er til styrktar Alzheimer-samtökunum.

Íslenski boltinn

Segir Gomes ekki fenginn í stað Hákonar

Olivier Létang, formaður franska knattspyrnufélagsins Lille, segir að koma Portúgalans André Gomes til félagsins sé ekki hugsuð til þess að fylla í skarðið fyrir Hákon Arnar Haraldsson.

Fótbolti

115 kærur Manchester City teknar fyrir á mánu­dag

Réttarhöld vegna 115 ákæra ensku úrvalsdeildarinnar á hendur Manchester City vegna meintra fjármálabrota hefst á mánudaginn. City er sakað um að hafa brotið reglur um útgjöld. Félagið hafi ekki veitt nákvæmar upplýsingar á níu ára tímabili, auk þess að hnekkja reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi.

Enski boltinn

Met­þátt­taka í kvenna­deildinni í Val­orant

„Þetta er stærsta Val­orant-mót sem við höfum haldið hingað til og náttúr­lega eina kvenna- og kyn­segin­mótið,“ segir Daníel Máni Óskars­son, móta­stjóri í Mílu­deildarinnar í Val­orant. Verð­launa­féð nemur einni og hálfri milljón en hann bendir á að hingað til hafi engin raf­í­þrótta­deild, önnur en Coun­ter Stri­ke, verið með yfir milljón í verð­launa­fé.

Rafíþróttir

Biðja Piastri um að styðja Norris í bar­áttunni um titilinn

Andrea Stella, liðs­stjóri For­múlu 1 liðs McLaren hefur stað­fest að liðið muni setja hags­muni Lando Norris, annars af aðal­öku­mönnum liðsins, fram yfir hags­muni liðs­fé­laga hans Os­car Piastri út yfir­standandi tíma­bil. Er þetta gert til þess að gefa Norris sem mesta mögu­leika á því að skáka Hollendingnum Max Ver­stappen í bar­áttu öku­þóranna um heims­meistara­titilinn.

Formúla 1