Sport

Arf­taki Orra Steins fundinn

FC Kaupmannahöfn hefur fundið arftaka landsliðsframherjans Orra Steins Óskarssonar. Sá heitir German Onugkha og var markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á síðustu leiktíð.

Fótbolti

„Sýnir karakter leik­manna að koma til baka“

Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var vitanlega kampakátur með sigur liðsins á móti Stjörnunni í Bestu deild kvenna í fótbolta á Samsung-vellinum í kvöld. Fylkir lenti undir en snéri taflinu sér í vil og hafði betur með tveimur mörkum gegn einu. 

Fótbolti

Ingi­björg til liðs við Brönd­by

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir er mætt til Bröndby í Danmörku og mun spila með liðinu út yfirstandandi leiktíð. Hún verður annar Íslendingurinn í herbúðum liðsins en Hafrún Rakel Halldórsdóttir spilar einnig með Bröndby.

Fótbolti

Spennan magnast í Fortnite-samfélaginu

„Stemningin er mjög mikil og góð enda er Fortnite er einn af stærstu keppnisleikjunum í heiminum í dag, allaveganna á topp 5 listanum, og samfélagið hérna á Íslandi mjög stórt“ segir Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands og mótastjóri ELKO-Deildarinnar í Fortnite sem hefst föstudaginn 6. september.

Rafíþróttir

Stutt gaman hjá Telles í Sádi-Arabíu

Vinstri bakvörðurinn Alex Telles er ekki lengur leikmaður Al Nassr í Sádi-Arabíu. Hann gekk til liðs við félagsins sumarið 2023 en liðið hefur nú ákveðið að losa hann undan samningi.

Fótbolti

Slags­málin send til aga­nefndar

Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, og Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, geta átt von á leikbanni vegna högga sem þeir skiptust á í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær.

Íslenski boltinn

Segir ó­eðli­legt að greiða 900.000 krónur fyrir vottun hlaupsins

Íþróttabandalag Reykjavíkur og langhlaupanefnd Frjálsíþróttasamband Íslands hafa deilt um kostnað við vottun hlaupanna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og náðu ekki samkomulagi vegna 10 kílómetra hlaupsins í ár. Formaður ÍBR kallar eftir föstu verði fyrir vottun, burtséð frá fjölda keppenda.

Sport

Neita að selja Trossard

Félagaskiptaglugginn í sádiarabíska fótboltanum lokast í dag og félögin þar eru enn að vinna að því að lokka til sín stjörnur úr evrópska boltanum.

Enski boltinn

Sögu­leg byrjun Slot

Arne Slot getur verið ánægður með gang mála í nýju starfi. Hans menn í Liverpool unnu 3-0 útisigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Enski boltinn