Tónlist

Nýtt myndband Páls Óskars í anda Sin City

Nýtt myndband með Páli Óskari Hjálmtýssyni við lagið Allt fyrir ástina verður frumsýnt á föstudaginn og fullyrðir söngvarinn sjálfur að um „flottasta tónlistarmyndband sem gert hefur verið á Íslandi" sé að ræða. Gríðarlega mikill tími og fjármunir hafa verið lagðir í myndbandið en í því er stuðst við svokallaða „green-screen" tækni þar sem allur bakgrunnur er þrívíddarteiknaður.

Tónlist

Ringo á netinu

Fyrrum trommari Bítlanna, Ringo Starr, ætlar að gefa út á netinu lögin sem hann sendi frá sér á vegum plötufyrirtækisins Capitol/EMI á árunum 1970 til 1975.

Tónlist

Veggurinn vinsæll

Vegna mikillar aðsóknar á tónleika hljómsveitarinnar Dúndurfrétta og Sinfóníuhljómsveitar Íslands 29. júní næstkomandi verða haldnir aukatónleikar deginum áður, fimmtudaginn 28. júní.

Tónlist

Alveg í sjöunda himni

Tónlistarmaðurinn Birkir Rafn Gíslason, eða Single Drop eins og hann kallar sig, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Þar er á ferðinni tilraunakennt og melankólskt popp með rokkuðum áhrifum. Birkir Rafn byrjaði að vinna plötuna fyrir um einu og hálfu ári.

Tónlist

Grenivík eignar sér Ægissíðu

„Ég var alveg viss um að þetta væri með tveimur essum. Þetta eru bara mín mistök,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson um lagið Ægissíða, sem er misritað á nýjustu plötu hans Hagamelur.

Tónlist

Endurkoma Spice Girls samþykkt af Mel C.

Söngkonan Mel C hefur loksins samþykkt að koma fram með sínum fyrri félögum í hljómsveitinni Spice Girls og er nú ekkert því til fyrirstöðu að Kryddpíurnar snúi aftur á sjónarsviðið. Hinar Kryddpíurnar, Geri Halliwell, Mel B, Emma Bunton og Victoria Beckham, höfðu allar samþykkt endurkomuna en það var hjá Mel C sem hnífurinn stóð í kúnni - allt þar til í gær.

Tónlist

Stones spila gömul lög

Josh Homme, forsprakki Queens of the Stone Age, segir að The Rolling Stones leggi of mikla áherslu á gömul lög á tónleikum sínum. Þrátt fyrir að Queens of the Stone Age hafi hitað upp fyrir Stones á tónleikum telur Homme að rokkhundarnir þurfi að taka sig saman í andlitinu.

Tónlist

Tónleikaferð Pete Best styrkt af Icelandair

„Þetta kom nú þannig til að hann var áberandi í Bandaríkjunum og sölusvæði okkar þar efndi til smá samstarfs við hann,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair en á vefsvæði tónleikaferðar Pete Best kemur fram að flugfélagið styrkir ferðir hans til Bandaríkjanna.

Tónlist

Frosti og Þröstur hættir í Mínus

Gítarleikarinn Frosti Logason og bassaleikarinn Þröstur Jónsson eru hættir í rokksveitinni Mínus. Í stað Þrastar hefur verið ráðinn Sigurður Oddsson, söngvari Future Future, en enginn gítarleikari verður ráðinn í stað Frosta.

Tónlist

Fær spænsk verðlaun

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bob Dylan fær spænsku heiðursverðlaunin Prinsinn of Asturias afhent í október næstkomandi. Formaður dómnefndarinnar sagði að Dylan væri „lifandi goðsögn í tónlistinni og leiðtogi þeirrar kynslóðar sem lét sig dreyma um að breyta heiminum“. Á meðal þeirra sem hafa áður unnið þessi sömu verðlaun, sem þykja afar virt, er leikstjórinn Woody Allen.

Tónlist

Radiohead með nýja plötu

Radiohead sagði frá því á heimasíðu sinni fyrr í vikunni að þeir væru langt komnir með nýja plötu. Hljómsveitin lokaði sig af í stúdíói síðasta haust og hefur unnið að plötunni með stuttum hléum síðan þá.

Tónlist

Tónlistarþörfin öðru sterkari

Systkinasveitin The White Stripes hefur lifað lengur en margar rokksveitir sömu kynslóðar. Hún fagnar tíu ára starfsafmæli í næsta mánuði, en eftir helgina kemur sjötta platan hennar í verslanir. Trausti Júlíusson skoðaði Icky Thump.

Tónlist

Netið í stað hljómplatna

Írska rokksveitin Ash ætlar að hætta að gefa út plötur. Þess í stað mun hún gefa út smáskífulög á netinu. „Með tilkomu niðurhalsins hefur áherslan aukist á einstaka lög,“ sagði Tim Wheeler, forsprakki Ash. „Það hjálpar ekki til að flestir virðast hafa gleymt hvernig á að gera góða plötu.“

Tónlist

Desyn til landsins

Plötusnúðurinn Desyn Masiello spilar á tveimur klúbbakvöldum hér á landi um helgina. Hann verður á Akureyri í kvöld og á laugardagskvöld verður hann á Nasa.

Tónlist

[box] spilar á Íslandi

Alþjóðlega hljómsveitin [box] heldur tónleika á Gauki á Stöng mánudaginn 18. júní. Sveitin er hugarfóstur dönsku menningarstofnunarinnar Inkling Film sem hafði það að markmiði að leiða saman fjóra kunna tónlistarmenn sem höfðu aldrei leikið saman áður, láta þá taka upp plötu og fara í stutta tónleikaferð um Evrópu.

Tónlist

Pollapönk í útvarpið

Tónlistarþátturinn Pollapönk hefur göngu sína á Rás 1 á föstudaginn kemur. Umsjónarmenn þáttarins eru Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur Freyr Gíslason, betur þekktir sem Heiðar og Halli úr Botnleðju. Þeir félagar gáfu út plötuna Pollapönk í fyrra en hún var hluti af lokaverkefni þeirra við Kennaraháskóla Íslands.

Tónlist

Yoko Ono vill Amiinu

„Þetta kom okkur mikið á óvart og við erum búnar að hlæja mikið að þessu,“ segir María Huld Markan meðlimur hljómsveitarinnar Amiinu. Yoko Ono valdi um helgina lagið Seoul af nýrri plötu Amiinu, Kurr, sem eitt af átta lögum sem hún myndi hafa með sér á eyðieyju.

Tónlist

Nýtt lag frá Þú og ég

Gamli góði dúettinn Þú og ég tók nýlega upp nýtt lag sem heitir Sætasta stelpan á ballinu og er hægt að nálgast það á heimasíðunni tonlist.is. Þetta kemur eflaust mörgum á óvart enda er langt síðan dúettinn hætti störfum. Lagið er úr smiðju Gunnars Þórðarsonar og Jónasar Friðriks Gunnarssonar.

Tónlist

Biggi fær góða dóma

Biggi úr Maus, einnig þekktur sem Bigital, fékk á dögunum góða dóma fyrir plötu sína Id í blaðinu Inside Entertainment.

Tónlist

Mundar myndavél

Tónlistarmaðurinn Lou Reed opnaði á dögunum ljósmynda­sýningu í safni sem kennt er við Andy Warhol í Pittsburgh í Banda­ríkjunum. Reed var áberandi í listaklíku þeirri sem tengdist Warhol, sem hafði mikil áhrif á störf og áherslur hljómsveitarinnar The Velvet Underground sem Reed starfaði með. Enn fremur kemur fram í sýningarskrá að Reed líti á Warhol sem sinn helsta lærimeistara.

Tónlist

Fimm stjörnur í Guardian

Hljómsveitin Amiina fær fimm stjörnur í breska dagblaðinu The Guardian fyrir tónleika sína í Glasgow á dögunum. Fyrsta plata sveitarinnar, Kurr, kemur út hérlendis í dag.

Tónlist

Fá innblástur úr fréttunum

Bandarísku dauðarokkararnir í Cannibal Corpse halda tvenna tónleika á Nasa um næstu mánaðarmót. Freyr Bjarnason talaði við bassaleikarann Alex Webster sem er annar af tveimur upprunalegum meðlimum sveitarinnar.

Tónlist

Plata fyrir jól

Ástralska söngkonan Kylie Minogue vonast til að næsta plata sín kom fyrir jólin. Kylie er að snúa aftur á sjónarsviðið eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein. Fjögur ár eru liðin síðan síðasta plata hennar, Body Language, kom út.

Tónlist

Allt æðislegt hjá Magna í Óðinsvéum

Upptökur á fyrstu sólóplötu rokkarans Magna Ásgeirssonar, sem standa yfir í Danmörku, ganga prýðilega. Hljóðverið er í sveitabýlí rétt fyrir utan Óðinsvé þar sem Magni og félagar hans Baddi og Gunni úr Sóldögg hafa dvalið í góðu yfirlæti.

Tónlist

Ampop notar Star Wars-tækni

Hljómsveitin Ampop notaðist við svokallaða „green screen“ tækni við upptökur á nýjasta myndbandi sínu við lagið Gets Me Down. Er það að finna á plötunni Sail to the Moon sem kom út fyrir síðustu jól.

Tónlist