Veður

Víða hálka í morguns­árið

Veðurstofa Íslands varar við því að ísing geti myndast á vegum og gangstéttum á vestanverðu landinu snemma í dag. Þá hafa Vísi borist ábendingar um að víða hafi verið hált á höfuðborgarsvæðinu í morgun.

Veður

Veðrið með ró­legasta móti

Veður er með rólegasta móti á landinu um þessar mundir. Veðurstofan segir norðlæga eða breytilega átt í vændum og vindur víðast hvar hægur. Það blæs aðeins með austurströndinni, fimm til tíu metrar á sekúndu á þeim slóðum.

Veður

Stöku skúrir eða él við norður­ströndina

Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt og verður hún víða hæg. Stöku skúrir eða él við norðurströndina og sums staðar dálítil væta austan- og suðaustanlands, en bjartviðri á Suðvestur- og Vesturlandi.

Veður

Rigning, slydda og gular viðvaranir

Í dag er ekki spáð úrkomu sunnantil á landinu en norðantil verður rigning eða slydda. Búast má við snjókomu á heiðum. Vaxandi norðanátt er á landinu, víða 13-20 metrar á sekúndu. Gular viðvaranir taka gildi um norðanvert landið um hádegisbilið í dag.

Veður

Stormur austan­til en lægir smám saman

Reikna má með norðvestan hvassviðri eða stormi um landið austanvert í dag og éljum norðaustantil. Veðurstofuan spáir þó að það muni stytta upp í dag og lægja smám saman.

Veður

Vaktin: Af­taka­veður gengur yfir landið

Aftakaveður er á Norður- og Austurlandi og búast má við vondu veðri á öllu landinu í dag. Gríðarmikilli úrkomu er spáð og talin aukin hætta á snjóflóðum- og skriðuföllum vegna hennar á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. 

Veður

Aukin skriðuhætta vegna úrkomunnar

Vaxandi lægð verður lónandi við austurströndina í dag og fylgir henni mjög hvöss norðanátt og mikil úrkoma á norðanverðu landinu. Á norðausturhorninu má búast við slyddu og snjókomu í dag.

Veður

Rauð viðvörun vegna stormviðris

Spáð er norðan stormi víða um land á morgun, sunnudag og er rauð viðvörun í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Spáð er mikilli úrkomu sem líklegt er að falli að stórum hluta sem slydda eða snjókoma.

Veður

Hressi­leg rigning og gular við­varanir

Það er búið að rigna hressilega á Austfjörðum í nótt og er gul viðvörun í gildi þar vegna úrkomu fram eftir morgni. Veðurstofan gerir þó ráð fyrir að vel dragi úr vætunni fyrir hádegi.

Veður

Gular viðvaranir í nótt og á morgun

Gul viðvörun vegna rigningar á Austfjörðum tók gildi klukkan ellefu í kvöld og gildir til klukkan tíu í fyrramálið. Þá hafa gular viðvaranir verið gefnar út fyrir Vestfirði og Strandir og Norðurland vestra sem taka gildi á morgun.

Veður

Suð­læg átt með skúrum og rigningu

Útlit er fyrir suðlæga átt á landinu í dag með skúrum vestanlands en rigningu suðaustantil. Má reikna með að vindur verði á vilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu og hvassast á annesjum.

Veður

Vætu­samt á landinu öllu

Rigning verður í öllum landshlutum í dag, mest til fjalla á Ströndum og með norðurströndinni. Búast má við allt að ellefu stiga hita og á morgun gæti hiti náð fjórtán stigum.

Veður