Viðskipti innlent Hlutabréfin rjúka hvergi meira upp en á Íslandi Tólf mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi nam 65,4 prósentum í lok ágúst sem er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem hagfræðideild bankans gefur út. Viðskipti innlent 17.9.2021 11:23 MS gagnrýnir þátttöku forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu blaði Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, gagnrýnir harðlega að forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, skuli hafa veitt Fréttablaðinu viðtal sem var birt í kostuðu kynningarblaði sem bar yfirskriftina „Fögnum frelsinu - Samkeppni lifi“. Viðskipti innlent 17.9.2021 11:23 Vísbendingar um hægari efnahagsbata Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. Viðskipti innlent 17.9.2021 10:29 Kaupir sig inn á markaðinn fyrir reyktan lax á Spáni fyrir tvo milljarða Iceland Seafood International hefur samið um kaup á spænska fyrirtækinu Ahumados Dominguez fyrir 12,4 milljónir evra, tæpa tvo milljarða króna. Fyrirtækið er helst þekkt fyrir að framleiða reyktan gæðalax. Viðskipti innlent 16.9.2021 20:42 Áhyggjur af stöðugum uppsögnum Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hefur áhyggjur af stöðugum uppsögnum innan fjármálageirans og segir uppsagnir starfsmanna í engum takti við afkomu fyrirtækjanna undanfarin misseri. Viðskipti innlent 16.9.2021 17:16 Ferðalög Íslendinga taka við sér Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. Viðskipti innlent 16.9.2021 13:36 Sérfræðingar fjölluðu um hvað gera ætti þegar krísa skylli á Viðbrögð við krísum á samfélagsmiðlum verða til umræðu í málstofu í Háskólans í Reykjavík í hádeginu í dag. Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur til klukkan 13. Viðskipti innlent 16.9.2021 11:30 Afkoma hins opinbera ekki verri síðan 2008 Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 254 milljarða króna árið 2020, eða sem nemur 8,6 prósent af vergri landsframleiðslu ársins. Hefur hún ekki verið verri síðan 2008. Faraldur kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif á tekjur og gjöld hins opinbera. Viðskipti innlent 16.9.2021 10:14 Lífeyrissjóðir bæta við sig í Bláa lóninu og hafa trú á enn frekari vexti Hópur íslenskra lífeyrissjóða kláraði formlega í lok síðustu viku kaup á 6,18 prósenta hlut í Bláa lóninu fyrir 25 milljónir evra, jafnvirði um 3,8 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 16.9.2021 08:51 Ráðin markaðsstjóri atNorth Bylgja Pálsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hátæknifyrirtæksins atNorth. Viðskipti innlent 16.9.2021 07:55 Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. Viðskipti innlent 15.9.2021 14:29 Jón Ásgeir bjargaði Iceland Express á ögurstundu Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður kom rekstri Iceland Express til bjargar á upphafsárum flugfélagsins þegar útlit var fyrir að fjárskortur kæmi í veg fyrir að fyrsta vélin færi í loftið. Viðskipti innlent 15.9.2021 13:37 Hver ferðamaður eyðir þrisvar sinnum meira en áður Tekjur af erlendum ferðamönnum voru þrefalt hærri á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tíma í fyrra. Formaður SAF segir afar ánægjulegt að sjá að ferðamenn séu að dvelja lengur hér á landi og eyða meiru en áður. Viðskipti innlent 15.9.2021 13:01 Bein útsending: Fara markaðir bara upp? Landsbankinn heldur fræðslufund um mikilvægi eignadreifingar við uppbyggingu á stöndugu eignasafni og hvernig nota má eignadreifingu til að lágmarka sveiflur í ávöxtun. Viðskipti innlent 15.9.2021 08:00 FÍB kærir SFF vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd tryggingafélaganna í grein sem birtist á Vísi. Viðskipti innlent 15.9.2021 07:58 Hefur ekki keypt áfengi af netverslun og skoðar hvort starfsemin standist lög Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir til skoðunar hjá ráðuneyti sínu hvort áfengissala netverslana sem skráðar eru erlendis en starfi að miklu leyti til hér á landi stangist á við lög. Félag atvinnurekanda hefur kallað eftir svörum um málið þar sem fjöldi fyrirtækja hefur áhuga á að hefja slíka sölu. Sjálf hefur Áslaug ekki keypt áfengi af slíkri netverslun. Viðskipti innlent 14.9.2021 21:28 Hefja samstarf um nýja leið til að fanga koldíoxíð Þrír ráðherrar undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf ráðuneyta og fyrirtækjanna Ocean Geoloop AS og North Tech Energy ehf. Fyrirtækin hafa kynnt stjórnvöldum hugmyndir að nýjum leiðum við að fanga koldíoxíð (CO2) úr andrúmsloftinu. Viðskipti innlent 14.9.2021 20:31 Miklar verðhækkanir hlutabréfa skiluðu Stoðum nærri 13 milljarða hagnaði Stoðir, umsvifamesta fjárfestingafélagið á íslenskum hlutabréfamarkaði um þessar mundir, hagnaðist um rúmlega 12,6 milljarða króna á fyrri árshelmingi þessa árs. Viðskipti innlent 14.9.2021 12:39 Bein útsending: Grænir iðngarðar á Íslandi Niðurstöður vinnu og næstu skref þegar kemur að uppsetningu grænna iðngarða á Íslandi verða kynnt á fundi sem streymt verður úr Hörpu klukkan 13 í dag. Viðskipti innlent 14.9.2021 12:31 Samþykkja styrki íslenskra stjórnvalda til einkarekinna fjölmiðla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) samþykkti í dag rekstrarstuðning stjórnvalda til einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Er það mat stofnunarinnar að um að sé að ræða ríkisaðstoð sem rúmist innan ákvæða EES-samningsins. Viðskipti innlent 14.9.2021 12:16 Hrefna Ösp nýr framkvæmdastjóri Creditinfo Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Hún gegndi áður starfi framkvæmdastjóra eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum. Viðskipti innlent 14.9.2021 11:03 Fækkar um 24 í starfsliði Íslandsbanka Fækkað verður um 24 starfsmenn í starfsliði Íslandsbanka í september. Um helmingi þeirra hefur verið sagt upp störfum en samið hefur verið við aðra um snemmbúin starfslok. Viðskipti innlent 14.9.2021 10:26 Félag atvinnurekenda krefst svara um lögmæti netsölu á áfengi Félag atvinnurekenda hefur enn ekki fengið svar við fyrirspurn sinni um lögmæti netsölu á áfengi, þrátt fyrir að hún hafi legið inni um nokkurt skeið hjá tveimur ráðuneytum. Viðskipti innlent 14.9.2021 06:33 Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. Viðskipti innlent 13.9.2021 22:22 „Sigur fyrir mig, starfsfólkið og veitingastaðinn“ Gunnar Karl Gíslason, stofnandi og yfirkokkur veitingastaðarins Dill í Reykjavík, segir það mikinn heiður að staðnum hafi verið veitt Michelin-stjarna annað árið í röð. Slíkar stjörnur eru veittar veitingastöðum sem þykja skara fram úr og eru afar eftirsóttar meðal veitingamanna. Viðskipti innlent 13.9.2021 21:59 Bein útsending: Michelin-stjörnum úthlutað til veitingastaða á Norðurlöndum Tilkynnt verður um hvaða veitingastaðir á Norðurlöndum fá Michelin-stjörnur, eina mestu viðurkenningu í veitingageiranum, á blaðamannafundi sem hefst klukkan 18. Viðskipti innlent 13.9.2021 17:31 Þórey ráðin sem framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs hjá Florealis Þórey Haraldsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs íslenska lyfjafyrirtækisins Florealis. Þórey er lyfjafræðingur að mennt og hefur áratuga reynslu sem stjórnandi í lyfjaiðnaðinum. Viðskipti innlent 13.9.2021 16:21 SalesCloud bætir við sig fjórum starfsmönnum Hugbúnaðarfyrirtækið SalesCloud hefur ráðið fjóra nýja starfsmenn; Maríu Björk Gísladóttur, Friðrik Má Jensson, Pálma Þormóðsson og Rúnar Leví Jóhannsson. Viðskipti innlent 13.9.2021 09:37 Netárásin umfangsmikil en þrjótarnir náðu engum upplýsingum um viðskiptavini Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa. Viðskipti innlent 12.9.2021 13:00 Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. Viðskipti innlent 11.9.2021 21:48 « ‹ 150 151 152 153 154 155 156 157 158 … 334 ›
Hlutabréfin rjúka hvergi meira upp en á Íslandi Tólf mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi nam 65,4 prósentum í lok ágúst sem er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem hagfræðideild bankans gefur út. Viðskipti innlent 17.9.2021 11:23
MS gagnrýnir þátttöku forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu blaði Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, gagnrýnir harðlega að forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, skuli hafa veitt Fréttablaðinu viðtal sem var birt í kostuðu kynningarblaði sem bar yfirskriftina „Fögnum frelsinu - Samkeppni lifi“. Viðskipti innlent 17.9.2021 11:23
Vísbendingar um hægari efnahagsbata Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. Viðskipti innlent 17.9.2021 10:29
Kaupir sig inn á markaðinn fyrir reyktan lax á Spáni fyrir tvo milljarða Iceland Seafood International hefur samið um kaup á spænska fyrirtækinu Ahumados Dominguez fyrir 12,4 milljónir evra, tæpa tvo milljarða króna. Fyrirtækið er helst þekkt fyrir að framleiða reyktan gæðalax. Viðskipti innlent 16.9.2021 20:42
Áhyggjur af stöðugum uppsögnum Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hefur áhyggjur af stöðugum uppsögnum innan fjármálageirans og segir uppsagnir starfsmanna í engum takti við afkomu fyrirtækjanna undanfarin misseri. Viðskipti innlent 16.9.2021 17:16
Ferðalög Íslendinga taka við sér Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. Viðskipti innlent 16.9.2021 13:36
Sérfræðingar fjölluðu um hvað gera ætti þegar krísa skylli á Viðbrögð við krísum á samfélagsmiðlum verða til umræðu í málstofu í Háskólans í Reykjavík í hádeginu í dag. Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur til klukkan 13. Viðskipti innlent 16.9.2021 11:30
Afkoma hins opinbera ekki verri síðan 2008 Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 254 milljarða króna árið 2020, eða sem nemur 8,6 prósent af vergri landsframleiðslu ársins. Hefur hún ekki verið verri síðan 2008. Faraldur kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif á tekjur og gjöld hins opinbera. Viðskipti innlent 16.9.2021 10:14
Lífeyrissjóðir bæta við sig í Bláa lóninu og hafa trú á enn frekari vexti Hópur íslenskra lífeyrissjóða kláraði formlega í lok síðustu viku kaup á 6,18 prósenta hlut í Bláa lóninu fyrir 25 milljónir evra, jafnvirði um 3,8 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 16.9.2021 08:51
Ráðin markaðsstjóri atNorth Bylgja Pálsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hátæknifyrirtæksins atNorth. Viðskipti innlent 16.9.2021 07:55
Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. Viðskipti innlent 15.9.2021 14:29
Jón Ásgeir bjargaði Iceland Express á ögurstundu Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður kom rekstri Iceland Express til bjargar á upphafsárum flugfélagsins þegar útlit var fyrir að fjárskortur kæmi í veg fyrir að fyrsta vélin færi í loftið. Viðskipti innlent 15.9.2021 13:37
Hver ferðamaður eyðir þrisvar sinnum meira en áður Tekjur af erlendum ferðamönnum voru þrefalt hærri á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tíma í fyrra. Formaður SAF segir afar ánægjulegt að sjá að ferðamenn séu að dvelja lengur hér á landi og eyða meiru en áður. Viðskipti innlent 15.9.2021 13:01
Bein útsending: Fara markaðir bara upp? Landsbankinn heldur fræðslufund um mikilvægi eignadreifingar við uppbyggingu á stöndugu eignasafni og hvernig nota má eignadreifingu til að lágmarka sveiflur í ávöxtun. Viðskipti innlent 15.9.2021 08:00
FÍB kærir SFF vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd tryggingafélaganna í grein sem birtist á Vísi. Viðskipti innlent 15.9.2021 07:58
Hefur ekki keypt áfengi af netverslun og skoðar hvort starfsemin standist lög Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir til skoðunar hjá ráðuneyti sínu hvort áfengissala netverslana sem skráðar eru erlendis en starfi að miklu leyti til hér á landi stangist á við lög. Félag atvinnurekanda hefur kallað eftir svörum um málið þar sem fjöldi fyrirtækja hefur áhuga á að hefja slíka sölu. Sjálf hefur Áslaug ekki keypt áfengi af slíkri netverslun. Viðskipti innlent 14.9.2021 21:28
Hefja samstarf um nýja leið til að fanga koldíoxíð Þrír ráðherrar undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf ráðuneyta og fyrirtækjanna Ocean Geoloop AS og North Tech Energy ehf. Fyrirtækin hafa kynnt stjórnvöldum hugmyndir að nýjum leiðum við að fanga koldíoxíð (CO2) úr andrúmsloftinu. Viðskipti innlent 14.9.2021 20:31
Miklar verðhækkanir hlutabréfa skiluðu Stoðum nærri 13 milljarða hagnaði Stoðir, umsvifamesta fjárfestingafélagið á íslenskum hlutabréfamarkaði um þessar mundir, hagnaðist um rúmlega 12,6 milljarða króna á fyrri árshelmingi þessa árs. Viðskipti innlent 14.9.2021 12:39
Bein útsending: Grænir iðngarðar á Íslandi Niðurstöður vinnu og næstu skref þegar kemur að uppsetningu grænna iðngarða á Íslandi verða kynnt á fundi sem streymt verður úr Hörpu klukkan 13 í dag. Viðskipti innlent 14.9.2021 12:31
Samþykkja styrki íslenskra stjórnvalda til einkarekinna fjölmiðla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) samþykkti í dag rekstrarstuðning stjórnvalda til einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Er það mat stofnunarinnar að um að sé að ræða ríkisaðstoð sem rúmist innan ákvæða EES-samningsins. Viðskipti innlent 14.9.2021 12:16
Hrefna Ösp nýr framkvæmdastjóri Creditinfo Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Hún gegndi áður starfi framkvæmdastjóra eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum. Viðskipti innlent 14.9.2021 11:03
Fækkar um 24 í starfsliði Íslandsbanka Fækkað verður um 24 starfsmenn í starfsliði Íslandsbanka í september. Um helmingi þeirra hefur verið sagt upp störfum en samið hefur verið við aðra um snemmbúin starfslok. Viðskipti innlent 14.9.2021 10:26
Félag atvinnurekenda krefst svara um lögmæti netsölu á áfengi Félag atvinnurekenda hefur enn ekki fengið svar við fyrirspurn sinni um lögmæti netsölu á áfengi, þrátt fyrir að hún hafi legið inni um nokkurt skeið hjá tveimur ráðuneytum. Viðskipti innlent 14.9.2021 06:33
Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. Viðskipti innlent 13.9.2021 22:22
„Sigur fyrir mig, starfsfólkið og veitingastaðinn“ Gunnar Karl Gíslason, stofnandi og yfirkokkur veitingastaðarins Dill í Reykjavík, segir það mikinn heiður að staðnum hafi verið veitt Michelin-stjarna annað árið í röð. Slíkar stjörnur eru veittar veitingastöðum sem þykja skara fram úr og eru afar eftirsóttar meðal veitingamanna. Viðskipti innlent 13.9.2021 21:59
Bein útsending: Michelin-stjörnum úthlutað til veitingastaða á Norðurlöndum Tilkynnt verður um hvaða veitingastaðir á Norðurlöndum fá Michelin-stjörnur, eina mestu viðurkenningu í veitingageiranum, á blaðamannafundi sem hefst klukkan 18. Viðskipti innlent 13.9.2021 17:31
Þórey ráðin sem framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs hjá Florealis Þórey Haraldsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs íslenska lyfjafyrirtækisins Florealis. Þórey er lyfjafræðingur að mennt og hefur áratuga reynslu sem stjórnandi í lyfjaiðnaðinum. Viðskipti innlent 13.9.2021 16:21
SalesCloud bætir við sig fjórum starfsmönnum Hugbúnaðarfyrirtækið SalesCloud hefur ráðið fjóra nýja starfsmenn; Maríu Björk Gísladóttur, Friðrik Má Jensson, Pálma Þormóðsson og Rúnar Leví Jóhannsson. Viðskipti innlent 13.9.2021 09:37
Netárásin umfangsmikil en þrjótarnir náðu engum upplýsingum um viðskiptavini Umfangsmiklar netárásir voru gerðar á íslensk fjármálafyrirtæki í gærkvöldi. Talsverðar truflanir urðu á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja vegna þessa. Viðskipti innlent 12.9.2021 13:00
Veitingamenn í vandræðum: Netárás olli truflunum á greiðslumiðlun Truflun hefur verið á þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækja í kvöld líkt og síðasta föstudagskvöld. Viðskipti innlent 11.9.2021 21:48