„Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2023 11:03 Birgir ræddi við The Street meðal annars um hækkun á eldsneyti og viðskiptamódel lággjaldaflugfélaga. Vísir/Vilhelm „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. Í nýlegu viðtali við bandaríska fréttamiðilinn The Street ræddi Birgir meðal annars um hækkun á eldsneyti og viðskiptamódel lággjaldaflugfélaga. Í viðtalinu kemur Birgir inn á að verð á flugferðum hefur hækkað til að endurspegla verð á eldsneyti. „Viðskiptamódelið okkar er svipað og hjá öllum lággjaldaflugfélögum að því leyti að ef þú bókar miðann með löngum fyrirvara þá getur þú fengið hann á hagstæðu verði, sérstaklega ef þú ert sveigjanleg/ur og átt kost á því að ferðast á minna vinsælum dagsetningum. En við viljum líka bera ábyrgð. Við erum ekki að koma inn á markaðinn með eitthvað klikkað lágt verð. Ferðakostnaður og eldsneyti hækkar og það þýðir ekkert að koma inn og selja nokkra miða á tuttugu dollara til að reyna að telja fólki trú um að við höfum fundið upp einhverskonar hliðstæða veröld.“ Ráðleggur fólki að bóka miða með fyrirvara Þá segir Birgir að stefna flugfélagsins sé að vera „ algjörlega gagnsæ“ varðandi það sem farþegum stendur til boða þegar greitt er fyrir flug. „Ég held að það sé heiðarlegt að gefa fólki kost á því að velja hvort það greiði fyrir farangur, ákveðin sæti um borð eða máltíðir, á meðan önnur flugfélög myndu rukka þig fyrir hluti sem þú ert ekki að fara að nota. Þetta er eins og að fara á veitingastað; ef þú veist að þig langar ekki í ís eftir matinn, þá þarftu ekki að borga fyrir hann.“ Þá segist Birgir ráðleggja fólki að bóka flugmiða fyrirfram en bendir þó að verðumhverfið hjá flugfélögunum sé „frumskógur“ og því sé ekki hægt að reiða sig á neina leyniformúlu. „Þetta umhverfi er rosalega kröftugt og sérstaklega núna með tilkomu gervigreindar og vélmenna þar sem allir eru stöðugt að fylgjast með hvor öðrum. Það er engin meginregla þegar kemur að því að sigra kerfið; þú þarft einfaldlega að velja það verð sem hentar þér og þér finnst vera sanngjarnt. En almennt séð myndi ég halda að flest flugfélög byrji með lágt verð, hækki það svo og reyni að láta verðið ekki falla þegar nær dregur brottfarardegi.“ Þá tekur Birgir undir með því að munurinn sé sífellt að verða minni þegar kemur að lággjaldaflugfélögum og flugfélögum sem bjóða fulla þjónustu. Sérstaklega þegar kemur að almennu farrými (economy class). Hann segir Play vera slíkt flugfélag og að í grundvallaratriðum sé um sama hlutinn að ræða alls staðar. „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli,“ segir Birgir og bætir við að í raun sé það betra upp á sýnileika að bæta hlutum eins og farangri og sætisvali við síðar í kaupferlinu. „Þetta er ekki bara ákvörðun flugfélaganna heldur líka hvernig markaðurinn finnur þig.“ Fréttir af flugi Play Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Í nýlegu viðtali við bandaríska fréttamiðilinn The Street ræddi Birgir meðal annars um hækkun á eldsneyti og viðskiptamódel lággjaldaflugfélaga. Í viðtalinu kemur Birgir inn á að verð á flugferðum hefur hækkað til að endurspegla verð á eldsneyti. „Viðskiptamódelið okkar er svipað og hjá öllum lággjaldaflugfélögum að því leyti að ef þú bókar miðann með löngum fyrirvara þá getur þú fengið hann á hagstæðu verði, sérstaklega ef þú ert sveigjanleg/ur og átt kost á því að ferðast á minna vinsælum dagsetningum. En við viljum líka bera ábyrgð. Við erum ekki að koma inn á markaðinn með eitthvað klikkað lágt verð. Ferðakostnaður og eldsneyti hækkar og það þýðir ekkert að koma inn og selja nokkra miða á tuttugu dollara til að reyna að telja fólki trú um að við höfum fundið upp einhverskonar hliðstæða veröld.“ Ráðleggur fólki að bóka miða með fyrirvara Þá segir Birgir að stefna flugfélagsins sé að vera „ algjörlega gagnsæ“ varðandi það sem farþegum stendur til boða þegar greitt er fyrir flug. „Ég held að það sé heiðarlegt að gefa fólki kost á því að velja hvort það greiði fyrir farangur, ákveðin sæti um borð eða máltíðir, á meðan önnur flugfélög myndu rukka þig fyrir hluti sem þú ert ekki að fara að nota. Þetta er eins og að fara á veitingastað; ef þú veist að þig langar ekki í ís eftir matinn, þá þarftu ekki að borga fyrir hann.“ Þá segist Birgir ráðleggja fólki að bóka flugmiða fyrirfram en bendir þó að verðumhverfið hjá flugfélögunum sé „frumskógur“ og því sé ekki hægt að reiða sig á neina leyniformúlu. „Þetta umhverfi er rosalega kröftugt og sérstaklega núna með tilkomu gervigreindar og vélmenna þar sem allir eru stöðugt að fylgjast með hvor öðrum. Það er engin meginregla þegar kemur að því að sigra kerfið; þú þarft einfaldlega að velja það verð sem hentar þér og þér finnst vera sanngjarnt. En almennt séð myndi ég halda að flest flugfélög byrji með lágt verð, hækki það svo og reyni að láta verðið ekki falla þegar nær dregur brottfarardegi.“ Þá tekur Birgir undir með því að munurinn sé sífellt að verða minni þegar kemur að lággjaldaflugfélögum og flugfélögum sem bjóða fulla þjónustu. Sérstaklega þegar kemur að almennu farrými (economy class). Hann segir Play vera slíkt flugfélag og að í grundvallaratriðum sé um sama hlutinn að ræða alls staðar. „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli,“ segir Birgir og bætir við að í raun sé það betra upp á sýnileika að bæta hlutum eins og farangri og sætisvali við síðar í kaupferlinu. „Þetta er ekki bara ákvörðun flugfélaganna heldur líka hvernig markaðurinn finnur þig.“
Fréttir af flugi Play Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira