Verðtryggð lán 86 prósent af hreinum nýjum lánum hjá bönkunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. janúar 2023 06:38 Lægstu vextir hjá bönkunum eru nú 7,6 prósent að meðaltali. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir útlit sé fyrir að fasteignamarkaðurinn sé að kólna hratt þá er enn tiltölulega hátt hlutfall íbúða að seljast á yfirverði. Þannig seldust 17,4 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu á yfirverði í desember, samanborið við 19,3 prósent í nóvember. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir einnig að vinsældir verðtryggðra lána séu að aukast hratt en mun meira hjá bönkunum heldur en lífeyrissjóðunum. Hjá bönkunum séu verðtryggð lán 86 prósent af hreinum nýjum lánum en hjá lífeyrissjóðunum 24 prósent. Lægstu vextir hjá bönkunum eru nú 7,6 prósent að meðaltali. Í nóvember síðastliðnum seldust 613 stakar íbúðir á landinu öllu ef horft er á ársleiðréttar tölur en til samanburðar seldust 644 í október. Mest var salan í mars 2021, þegar 1.500 íbúðir skiptu um hendur. „Íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði miðað við vísitölu íbúðaverðs. Þar af lækkaði verð á sérbýli um 2,1% en verð á íbúðum í fjölbýli um 0,3%. Á síðustu þremur mánuðum hefur íbúðaverð lækkað um 0,4% á höfuðborgarsvæðinu sem jafngildir 1,6% á ársgrundvelli,“ segir í samantekt. „Þetta er í fyrsta sinn síðan í apríl 2019 sem þriggja mánaða breytingin er neikvæð. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins lækkaði íbúðaverð um 2,7% á milli mánaða og á síðustu þremur mánuðum hefur það lækkað um 4,4%. Annars staðar á landsbyggðinni hækkaði íbúðaverð um 1,5% á milli mánaða.“ Þá segir í samantektinni að ef fólk ætli sér að taka óverðtryggt lán fyrir 80 prósent af kaupverði, með greiðslugetu upp á 250 þúsund krónur á mánuði, þá séu aðeins um 100 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem standi því til boða. Í byrjun árs 2020 hafi 800 íbúðir staðið fólkinu til boða. „Með vaxtalækkunum í byrjun árs 2020 jókst framboð íbúða sem þessi hópur réð við og náði hámarki í maí 2020 í nærri 1.600 íbúðum en þá dugði þessi greiðslugeta fyrir kaupum á 69,2 m.kr. íbúð. Þetta er helsta ástæða þess að eftirspurn eftir íbúðahúsnæði snarjókst við lækkun vaxta.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir einnig að vinsældir verðtryggðra lána séu að aukast hratt en mun meira hjá bönkunum heldur en lífeyrissjóðunum. Hjá bönkunum séu verðtryggð lán 86 prósent af hreinum nýjum lánum en hjá lífeyrissjóðunum 24 prósent. Lægstu vextir hjá bönkunum eru nú 7,6 prósent að meðaltali. Í nóvember síðastliðnum seldust 613 stakar íbúðir á landinu öllu ef horft er á ársleiðréttar tölur en til samanburðar seldust 644 í október. Mest var salan í mars 2021, þegar 1.500 íbúðir skiptu um hendur. „Íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði miðað við vísitölu íbúðaverðs. Þar af lækkaði verð á sérbýli um 2,1% en verð á íbúðum í fjölbýli um 0,3%. Á síðustu þremur mánuðum hefur íbúðaverð lækkað um 0,4% á höfuðborgarsvæðinu sem jafngildir 1,6% á ársgrundvelli,“ segir í samantekt. „Þetta er í fyrsta sinn síðan í apríl 2019 sem þriggja mánaða breytingin er neikvæð. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins lækkaði íbúðaverð um 2,7% á milli mánaða og á síðustu þremur mánuðum hefur það lækkað um 4,4%. Annars staðar á landsbyggðinni hækkaði íbúðaverð um 1,5% á milli mánaða.“ Þá segir í samantektinni að ef fólk ætli sér að taka óverðtryggt lán fyrir 80 prósent af kaupverði, með greiðslugetu upp á 250 þúsund krónur á mánuði, þá séu aðeins um 100 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem standi því til boða. Í byrjun árs 2020 hafi 800 íbúðir staðið fólkinu til boða. „Með vaxtalækkunum í byrjun árs 2020 jókst framboð íbúða sem þessi hópur réð við og náði hámarki í maí 2020 í nærri 1.600 íbúðum en þá dugði þessi greiðslugeta fyrir kaupum á 69,2 m.kr. íbúð. Þetta er helsta ástæða þess að eftirspurn eftir íbúðahúsnæði snarjókst við lækkun vaxta.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Sjá meira