Sport

Tvennur frá Hólmfríði og Guðlaugu

KR-konur unnu sinn þriðja leik í röð í Landsbankadeild kvenna þegar þær unnu Stjörnuna, 5–1 á KR-vellinum í kvöld.  Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir skoruðu báðir tvö mörk auk þess að leggja upp eitt fyrir hvora aðra. KR-liðið varð reyndar fyrir áfalli einni mínútu fyrir leikslok þegar Hólmfríður var borin af velli en hún var besti maður vallarsins í gær. Hólmfríður hefur skorað fimm mörk og lagt upp önnur átta í þessum þremur sigurleikjum KR-liðsins. KR-liðið réði algjörlega gangi leiksins en Stjörnuliðið barðist vel. KR reyndi fjölmörg markskot en vantaði meiri skynsemi í sóknarleikinn. Elfa Björk Erlingsdóttir hjá KR, lék í gær sinn fyrsta leik gegn sínum gamla félagi og stóð sig vel.  „Þetta var líklegasta erfiðasti leikur sem ég hef spilað á ævinni. Það var mjög skrítið að spila á móti liðinu þar sem maður hefur alið nær allan sinn knattspyrnuferil.“ KR-Stjarnan 5-1 1–0 Guðlaug Jónsdóttir 16. 2–0 Hólmfríður Magnúsdóttir 31. 2–1 Lilja Kjalarsdóttir 42. 3–1 Hólmfríður Magnúsdóttir 51. 4–1 Edda Garðarsdóttir 81. 5–1 Guðlaug Jónsdóttir 85. Best á vellinum Hólmfríður Magnúsdóttir KR Tölfræðin Skot (á mark)  35–4 (12–1) Horn 15–1 Aukaspyrnur fengnar 13–13 Rangstöður 0–4 Mjög góðar Hólmfríður Magnúsdóttir KR Embla Grétarsdóttir KR Guðlaug Jónsdóttir KR Góðar Edda Garðarsdóttir KR Elfa Björk Erlingsdóttir KR Nanna Rut Jónsdóttir Stjörnunni Anna Margrét Gunnarsdóttir Stjörnunni Allison Jarrow Stjörnunni Lilja Kjalarsdóttir Stjörnunni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×