Mótsagnir Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 16. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlamálið - Hannes Hólmsteinn Gissurarson - Ólafur Ragnar Grímsson lýsti yfir því á þingi 1995, að hann vildi setja lög til að tryggja dreift eignarhald á fjölmiðlum. Margir aðrir vinstri menn hafa látið í ljós svipaðar skoðanir. Nýlega synjaði Ólafur Ragnar lögum, sem hafa þennan tilgang, staðfestingar. Vinstri menn fagna. - Ólafur Ragnar Grímsson skrifaði í kennslubók 1977, að synjunarvald forsetans væri dauður bókstafur. Hann kenndi það, og hið sama gerðu aðrir kennarar í stjórnmálafræði. Nú hefur Ólafur Ragnar notað þetta vald, og sumir kennarar í stjórnmálafræði virðast ekkert sjá athugavert við það. - Samfylkingarfólk hefur óspart vitnað til þeirra Ólafs Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar um það, að forseti hafi raunverulegt synjunarvald. Það hefur hins vegar lítt haldið á lofti þeirri skoðun Ólafs og Bjarna, að ólíklegt væri og óeðlilegt, að forseti beitti þessu valdi. - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og aðrir forsvarsmenn R-listans settu þá reglu í almennri atkvæðagreiðslu um flugvallarmálið, að niðurstaðan yrði ekki bindandi, nema 75% atkvæðisbærra manna tækju þátt í henni. Sama fólk berst harðlega gegn hugmyndum um svipaða reglu í hugsanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta. - Samfylkingarfólk kvartar sárhneykslað undan því, að fjölmiðlalögin beinist gegn ákveðnu fyrirtæki og afgreiðslu þess hafi verið hraðað. Sama fólk beitti sér fyrir lögum gegn Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis í febrúar og fyrir því að afgreiða þau lög á tveimur sólarhringum. - Sigurður Líndal stakk upp á því, að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi og ný fjölmiðlalög samþykkt í haust. Nú segir hann, að ekki megi fella fjölmiðlalögin úr gildi og samþykkja ný fjölmiðlalög síðsumars. - Steingrímur J. Sigfússon sagði, að eðlilegt væri að binda útvarpsleyfi við fyrirtæki, sem ekki hefðu meira en 10% markaðshlutdeild annars staðar. Nú á að breyta fjölmiðlalögunum í þá veru. Hann berst áfram gegn þeim. Þessar mótsagnir veita vísbendingar um, að málstaðurinn sé ekki góður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlamálið - Hannes Hólmsteinn Gissurarson - Ólafur Ragnar Grímsson lýsti yfir því á þingi 1995, að hann vildi setja lög til að tryggja dreift eignarhald á fjölmiðlum. Margir aðrir vinstri menn hafa látið í ljós svipaðar skoðanir. Nýlega synjaði Ólafur Ragnar lögum, sem hafa þennan tilgang, staðfestingar. Vinstri menn fagna. - Ólafur Ragnar Grímsson skrifaði í kennslubók 1977, að synjunarvald forsetans væri dauður bókstafur. Hann kenndi það, og hið sama gerðu aðrir kennarar í stjórnmálafræði. Nú hefur Ólafur Ragnar notað þetta vald, og sumir kennarar í stjórnmálafræði virðast ekkert sjá athugavert við það. - Samfylkingarfólk hefur óspart vitnað til þeirra Ólafs Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar um það, að forseti hafi raunverulegt synjunarvald. Það hefur hins vegar lítt haldið á lofti þeirri skoðun Ólafs og Bjarna, að ólíklegt væri og óeðlilegt, að forseti beitti þessu valdi. - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og aðrir forsvarsmenn R-listans settu þá reglu í almennri atkvæðagreiðslu um flugvallarmálið, að niðurstaðan yrði ekki bindandi, nema 75% atkvæðisbærra manna tækju þátt í henni. Sama fólk berst harðlega gegn hugmyndum um svipaða reglu í hugsanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta. - Samfylkingarfólk kvartar sárhneykslað undan því, að fjölmiðlalögin beinist gegn ákveðnu fyrirtæki og afgreiðslu þess hafi verið hraðað. Sama fólk beitti sér fyrir lögum gegn Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis í febrúar og fyrir því að afgreiða þau lög á tveimur sólarhringum. - Sigurður Líndal stakk upp á því, að fjölmiðlalögin yrðu felld úr gildi og ný fjölmiðlalög samþykkt í haust. Nú segir hann, að ekki megi fella fjölmiðlalögin úr gildi og samþykkja ný fjölmiðlalög síðsumars. - Steingrímur J. Sigfússon sagði, að eðlilegt væri að binda útvarpsleyfi við fyrirtæki, sem ekki hefðu meira en 10% markaðshlutdeild annars staðar. Nú á að breyta fjölmiðlalögunum í þá veru. Hann berst áfram gegn þeim. Þessar mótsagnir veita vísbendingar um, að málstaðurinn sé ekki góður.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar