Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar 28. október 2025 17:02 Það hefur verið reglulega ýjað að því að breyta fyrirkomulagi í fjölda kennsludaga og lengd náms á svo til öllum skólastigum. Að stytta sumarfrí og fjölga kennsludögum í grunnskólum, aukin krafa um að börn byrji fyrr á leikskólum, og þá hugmyndir um að þau myndu líka byrja fyrr í grunnskóla. Það hefur líka verið talað um að taka út 10. bekkinn og byrja fyrr í framhaldsskóla, nú og stytta hann líka. Það hefur gengið eftir í framhaldsskólunum þegar hann var styttur úr fjórum í þrjú ár 2014. En á sama tíma erum við sífellt að gera kröfur um lengra háskólanám. Er það ekki frekar öfugsnúið? Einu sinni þótti fullgott að hafa klárað gaggó, svo þegar fram liðu tímar var stúdentinn næsti staðall, svo bakkalár og núna er lenskan að enginn sé gjaldgengur nema vera með meistaragráðu. Hvar endar það, það hafa ekki allir tíma til að verða doktorar, sem myndi auk þess útþynna virði doktorsgráðunnar. Ég er auðvitað að færa í stílinn, en þetta er samt eitthvað sem ég tel áhyggjuefni. Sérstaklega þar sem það lítur út fyrir að lengd háskólanáms sé langt frá því að vera ávísun á hærri tekjur. Er ekki hagkvæmara fyrir samfélagið að skila nemendum vel undirbúnum fyrr út úr skólakerfinu og þeir geti þá valið sér háskólanám seinna þegar þau eru komin með reynslu af atvinnulífinu og vita þá í alvörunni hvað þau vilja leggja fyrir sig? Eða þarf að endurskoða háskólanám svo það sé í meiri tengingu við atvinnulífið og hæft sé að sinna fullri vinnu með því? Er sjálfbært að obbi landsmanna sé í besta falli að standa upp af skólabekk hálf þrítug að aldri? Hvað finnst ykkur, kæru lesendur? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið reglulega ýjað að því að breyta fyrirkomulagi í fjölda kennsludaga og lengd náms á svo til öllum skólastigum. Að stytta sumarfrí og fjölga kennsludögum í grunnskólum, aukin krafa um að börn byrji fyrr á leikskólum, og þá hugmyndir um að þau myndu líka byrja fyrr í grunnskóla. Það hefur líka verið talað um að taka út 10. bekkinn og byrja fyrr í framhaldsskóla, nú og stytta hann líka. Það hefur gengið eftir í framhaldsskólunum þegar hann var styttur úr fjórum í þrjú ár 2014. En á sama tíma erum við sífellt að gera kröfur um lengra háskólanám. Er það ekki frekar öfugsnúið? Einu sinni þótti fullgott að hafa klárað gaggó, svo þegar fram liðu tímar var stúdentinn næsti staðall, svo bakkalár og núna er lenskan að enginn sé gjaldgengur nema vera með meistaragráðu. Hvar endar það, það hafa ekki allir tíma til að verða doktorar, sem myndi auk þess útþynna virði doktorsgráðunnar. Ég er auðvitað að færa í stílinn, en þetta er samt eitthvað sem ég tel áhyggjuefni. Sérstaklega þar sem það lítur út fyrir að lengd háskólanáms sé langt frá því að vera ávísun á hærri tekjur. Er ekki hagkvæmara fyrir samfélagið að skila nemendum vel undirbúnum fyrr út úr skólakerfinu og þeir geti þá valið sér háskólanám seinna þegar þau eru komin með reynslu af atvinnulífinu og vita þá í alvörunni hvað þau vilja leggja fyrir sig? Eða þarf að endurskoða háskólanám svo það sé í meiri tengingu við atvinnulífið og hæft sé að sinna fullri vinnu með því? Er sjálfbært að obbi landsmanna sé í besta falli að standa upp af skólabekk hálf þrítug að aldri? Hvað finnst ykkur, kæru lesendur? Höfundur er kennari.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun