Um Kóreustríðið í nútímanum 16. júlí 2004 00:01 Kóreustríðið í nútímanum - Gylfi Páll Hersir Hinn 25. júní síðastliðinn birti Fréttablaðið greinarkorn um Kóreustríðið. Það hófst þann dag 1950 og lauk þremur árum síðar með vopnahléi sem stendur enn. Eins og algengt er þegar fjallað er um þessa atburði er ýmsu snúið þar á haus. Strax fyrirsögn greinarinnar, "Innrás sem kom öllum á óvart" er fjarri sanni. Þá segir: "Það voru Bandaríkjamenn sem samþykktu uppgjöf Japana í Suður-Kóreu og Sovétmenn sem gerðu hið sama í Norður-Kóreu." Þarna er grundvallar rangfærsla. Kórea öll var nýlenda Japana frá 1910 til loka síðari heimsstyrjaldar, stjórnað af fádæma hörku. Við lok styrjaldarinnar höfðu yfir tvær milljónir Kóreubúa, 10% þjóðarinnar, verið fluttar til Japans: 700.000 í námavinnu, 360.000 skipað í Japansher og 170.000 konur neyddar í vændi. Sovétríkin sögðu Japan stríði á hendur 8. ágúst 1945 að áeggjan Bandaríkjanna. Næsta dag fór Sovéther inn í norðurhluta Kóreu. Fyrr á árinu höfðu Sovétríkin og Bandaríkin samið um að skipta Kóreu á milli sín um 38. breiddarbaug. Japanar gáfust upp 2. september í kjölfar kjarnorkusprengjanna á Hírósíma og Nagasaki. Áður höfðu Japanar raunar tilkynnt uppgjöf sína með ákveðnum skilyrðum, nákvæmlega sömu skilyrðum og raun varð á. Bandaríkjastjórn varpaði sprengjunum aðeins af einni ástæðu: Til þess að staðfesta ægisvald sitt í heimsstjórnmálunum eftir styrjöldina; sanna að hún hefði yfir kjarnorkuvopnum að ráða og væri reiðubúin til þess að nota þau, eins og raunar margsinnis var hótað eftir þetta. En það er efni í aðra grein. Fjórum dögum eftir uppgjöf Japana, 6. september, stofnaði andspyrnuhreyfingin sjálfstæða stjórn í Kóreu. Hún hafði þá afvopnað Japansher í suðri, leyst pólitíska fanga úr haldi og komið upp stjórnkerfi um allt land. Bandaríkjaher kom til suðurhluta Kóreu 8. september, tveimur dögum síðar, og lýsti MacArthur yfirhershöfðingi því yfir að hér eftir bæri hann ábyrgð á stjórn suðurhluta landsins og yrðu allir að hlýða skipunum hans Í hernámsstjórninni sem Bandaríkin komu á fót sátu menn sem unnið höfðu með Japönum í styrjöldinni. Andstæðingar voru fangelsaðir á ný en út úr fangelsum komu lögreglumenn, fyrrum samstarfsmenn Japana, sem héldu áfram hrottaverkum sínum. Þessi samvinna nýlenduveldanna og innlendra samvinnumanna Japana í Asíu (stundum nefndir kvislingar) var venjan í styrjaldarlok þegar var verið að ýta alþýðu manna út af vettvangi stjórnmála, sem hafði unnið sigur og hrakið hernámslið á brott. Nýr einræðisherra, Syngman Rhee, var sóttur til Bandaríkjanna. Í ágúst 1948 var skipting Kóreu staðfest með "valdaafsali" Bandaríkjahers til Rhee í suðurhluta landsins. Sovétríkin drógu herstyrk sinn úr landinu síðar sama ár en Bandaríkin ekki. Skipting Kóreuskagans var fyrst og síðast verk Bandaríkjastjórnar og samninga þeirra við Sovétskrifræðið. Kóreubúar unnu sigur á nýlenduveldi Japana. Hagsmunir þeirra voru hafðir að engu en hagsmunir ráðandi heimsvaldaríkis réðu. Meðal fréttaskýrenda er söguskýringin sú að undirokaðar þjóðir séu best komnar upp á náð og miskunn heimsveldanna, sjálfar séu þær að mestu ósjálfbjarga. Kóreustríðið kom engum á óvart! Andstaða við stjórn Rhee var mikil þrátt fyrir mikið harðræði. Herlið Rhee ögraði Norður-Kóreu sífellt við 38. breiddarbaug og bandarískir ráðamenn hvöttu til innrásar. Að lokum réðust hersveitir Norður-Kóreu suður. Herlið Rhee hrundi sem spilaborg, uppreisnir urðu um allan suðurhluta landsins og féll höfuðborgin Seoul í hendur uppreisnarmanna eftir þrjá daga. Hér er ekki tóm til að rekja gang stríðsins, en Bandaríkjaher kom til skjalanna af mikilli hörku; napalmi var varpað á íbúðabyggðir og loks stóð í landinu ekki steinn yfir steini. Fangabúðir Bandaríkjahers og pyntingar voru ekki mildari en í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad. Þegar upp var staðið lágu fjórar milljónir Kóreumanna í valnum, nær milljón Kínverja sem komu til varnar þegar Bandaríkjaher bjóst til þess að fara yfir landamærin til Kína, 54.000 Bandaríkjamenn og þrjú þúsund hermenn annarra þjóða. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var aðili að þessum átökum og sýndi þar að hlutverk þess er og hefur ávallt verið að gæta hagsmuna sterkustu heimsvaldaríkjanna. Skipting Kóreu er eldfimt mál og stærsta málið sem má rekja beint til aðstæðna við lok heimsstyrjaldarinnar en er enn óleyst. Bandaríkjastjórn og önnur heimsvaldaríki setja nú á oddinn kröfur um að Kórea hætti að þróa kjarnorku. Eftir áratuga viðskiptabann hyggjast þau ekki aðeins svipta landið rétti til þess að verjast, heldur ætla þau að snúa þróun raforkuframleiðslu við. Þau ætla að koma í veg fyrir rafvæðingu sveita og fjölmargra þéttbýlissvæða. Þau ætla að stemma stigu við almennri tækniþróun og framleiðslu og varpa íbúum landsins í myrkur. Þriðji hluti mannkyns hefur ekki aðgang að rafmagni. Rafvæðing er frumskilyrði nútíma iðnvæðingar og menningar og ríkur þáttur í því að minnka bilið milli lífsskilyrða vinnandi fólks í borg og sveit, í vanþróuðum löndum og iðnríkjum. Það er nauðsynlegt öllu mannkyninu að efla menningu í hinum fjarlægustu og dreifðustu byggðum í öllum löndum og vinna bug á fáfræði, fordómum, fátækt og sjúkdómum. Um þetta þarf vinnandi fólk að sýna samstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Kóreustríðið í nútímanum - Gylfi Páll Hersir Hinn 25. júní síðastliðinn birti Fréttablaðið greinarkorn um Kóreustríðið. Það hófst þann dag 1950 og lauk þremur árum síðar með vopnahléi sem stendur enn. Eins og algengt er þegar fjallað er um þessa atburði er ýmsu snúið þar á haus. Strax fyrirsögn greinarinnar, "Innrás sem kom öllum á óvart" er fjarri sanni. Þá segir: "Það voru Bandaríkjamenn sem samþykktu uppgjöf Japana í Suður-Kóreu og Sovétmenn sem gerðu hið sama í Norður-Kóreu." Þarna er grundvallar rangfærsla. Kórea öll var nýlenda Japana frá 1910 til loka síðari heimsstyrjaldar, stjórnað af fádæma hörku. Við lok styrjaldarinnar höfðu yfir tvær milljónir Kóreubúa, 10% þjóðarinnar, verið fluttar til Japans: 700.000 í námavinnu, 360.000 skipað í Japansher og 170.000 konur neyddar í vændi. Sovétríkin sögðu Japan stríði á hendur 8. ágúst 1945 að áeggjan Bandaríkjanna. Næsta dag fór Sovéther inn í norðurhluta Kóreu. Fyrr á árinu höfðu Sovétríkin og Bandaríkin samið um að skipta Kóreu á milli sín um 38. breiddarbaug. Japanar gáfust upp 2. september í kjölfar kjarnorkusprengjanna á Hírósíma og Nagasaki. Áður höfðu Japanar raunar tilkynnt uppgjöf sína með ákveðnum skilyrðum, nákvæmlega sömu skilyrðum og raun varð á. Bandaríkjastjórn varpaði sprengjunum aðeins af einni ástæðu: Til þess að staðfesta ægisvald sitt í heimsstjórnmálunum eftir styrjöldina; sanna að hún hefði yfir kjarnorkuvopnum að ráða og væri reiðubúin til þess að nota þau, eins og raunar margsinnis var hótað eftir þetta. En það er efni í aðra grein. Fjórum dögum eftir uppgjöf Japana, 6. september, stofnaði andspyrnuhreyfingin sjálfstæða stjórn í Kóreu. Hún hafði þá afvopnað Japansher í suðri, leyst pólitíska fanga úr haldi og komið upp stjórnkerfi um allt land. Bandaríkjaher kom til suðurhluta Kóreu 8. september, tveimur dögum síðar, og lýsti MacArthur yfirhershöfðingi því yfir að hér eftir bæri hann ábyrgð á stjórn suðurhluta landsins og yrðu allir að hlýða skipunum hans Í hernámsstjórninni sem Bandaríkin komu á fót sátu menn sem unnið höfðu með Japönum í styrjöldinni. Andstæðingar voru fangelsaðir á ný en út úr fangelsum komu lögreglumenn, fyrrum samstarfsmenn Japana, sem héldu áfram hrottaverkum sínum. Þessi samvinna nýlenduveldanna og innlendra samvinnumanna Japana í Asíu (stundum nefndir kvislingar) var venjan í styrjaldarlok þegar var verið að ýta alþýðu manna út af vettvangi stjórnmála, sem hafði unnið sigur og hrakið hernámslið á brott. Nýr einræðisherra, Syngman Rhee, var sóttur til Bandaríkjanna. Í ágúst 1948 var skipting Kóreu staðfest með "valdaafsali" Bandaríkjahers til Rhee í suðurhluta landsins. Sovétríkin drógu herstyrk sinn úr landinu síðar sama ár en Bandaríkin ekki. Skipting Kóreuskagans var fyrst og síðast verk Bandaríkjastjórnar og samninga þeirra við Sovétskrifræðið. Kóreubúar unnu sigur á nýlenduveldi Japana. Hagsmunir þeirra voru hafðir að engu en hagsmunir ráðandi heimsvaldaríkis réðu. Meðal fréttaskýrenda er söguskýringin sú að undirokaðar þjóðir séu best komnar upp á náð og miskunn heimsveldanna, sjálfar séu þær að mestu ósjálfbjarga. Kóreustríðið kom engum á óvart! Andstaða við stjórn Rhee var mikil þrátt fyrir mikið harðræði. Herlið Rhee ögraði Norður-Kóreu sífellt við 38. breiddarbaug og bandarískir ráðamenn hvöttu til innrásar. Að lokum réðust hersveitir Norður-Kóreu suður. Herlið Rhee hrundi sem spilaborg, uppreisnir urðu um allan suðurhluta landsins og féll höfuðborgin Seoul í hendur uppreisnarmanna eftir þrjá daga. Hér er ekki tóm til að rekja gang stríðsins, en Bandaríkjaher kom til skjalanna af mikilli hörku; napalmi var varpað á íbúðabyggðir og loks stóð í landinu ekki steinn yfir steini. Fangabúðir Bandaríkjahers og pyntingar voru ekki mildari en í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad. Þegar upp var staðið lágu fjórar milljónir Kóreumanna í valnum, nær milljón Kínverja sem komu til varnar þegar Bandaríkjaher bjóst til þess að fara yfir landamærin til Kína, 54.000 Bandaríkjamenn og þrjú þúsund hermenn annarra þjóða. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var aðili að þessum átökum og sýndi þar að hlutverk þess er og hefur ávallt verið að gæta hagsmuna sterkustu heimsvaldaríkjanna. Skipting Kóreu er eldfimt mál og stærsta málið sem má rekja beint til aðstæðna við lok heimsstyrjaldarinnar en er enn óleyst. Bandaríkjastjórn og önnur heimsvaldaríki setja nú á oddinn kröfur um að Kórea hætti að þróa kjarnorku. Eftir áratuga viðskiptabann hyggjast þau ekki aðeins svipta landið rétti til þess að verjast, heldur ætla þau að snúa þróun raforkuframleiðslu við. Þau ætla að koma í veg fyrir rafvæðingu sveita og fjölmargra þéttbýlissvæða. Þau ætla að stemma stigu við almennri tækniþróun og framleiðslu og varpa íbúum landsins í myrkur. Þriðji hluti mannkyns hefur ekki aðgang að rafmagni. Rafvæðing er frumskilyrði nútíma iðnvæðingar og menningar og ríkur þáttur í því að minnka bilið milli lífsskilyrða vinnandi fólks í borg og sveit, í vanþróuðum löndum og iðnríkjum. Það er nauðsynlegt öllu mannkyninu að efla menningu í hinum fjarlægustu og dreifðustu byggðum í öllum löndum og vinna bug á fáfræði, fordómum, fátækt og sjúkdómum. Um þetta þarf vinnandi fólk að sýna samstöðu.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun