Valur styrkir stöðu sína 7. ágúst 2004 00:01 Valsstúlkur tryggðu stöðu sína á toppi Landsbankadeildar kvenna ennfrekar með öruggum sigri á Stjörnunni á Hlíðarenda í gær. Eins og við var að búast voru yfirburðir Vals miklir og þegar yfir lauk hafði liðið skorað sjö mörk gegn engu marki gestanna. Þegar fjórir leikir eru eftir í deildinni hafa Valsstúlkur fimm stiga forystu á ÍBV sem er í öðru sæti, en þau lið mætast einmitt í síðustu umferð deildarinnar í leik sem gæti hugsanlega orðið hreinn úrslitaleikur um íslandsmeistaratitilinn. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, gengur þó ekki að því sem sjálfsögðum hlut að lið sitt sigri næstu þrjá leiki. Þrátt fyrir að vera 4-0 yfir í gær bætti hún leikmönnum í sóknina eingöngu með því hugarfari að bæta markatölu liðsins. "Við vitum að þetta er í okkar höndum en þetta getur spilast þannig að það verði úrslitaleikur í Eyjum í síðustu umferðinni. Þá hefur markatalan allt að segja. En þótt við hefðum unnið stórt hér í dag þá klúðruðum við fjölmörgum dauðafærum sem við verðum að nýta," segir Elísabet, sem var með miklar hrókeringar í fremstu víglínu í leiknum og meðal annars léku Katrín Jónsdóttir og Íris Andrésdóttir í stöðu fremsta manns. "Við höfum ekki verið að nýta færin og þegar svo er ekki verður að finna einhvern annan til að gera það. Markatalan getur ráðið þessu á endanum," bætir Elísabet við. Í hinum leik gærdagsins skildu Fjölnisstúlkur og Þór/KA/KS jöfn í Grafarvoginum í mjög svo slökum knattspyrnuleik. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr þegar vel var liðið á þann síðari sem að eitthvert líf færðist í leikinn. Á tveimur mínútum voru skoruð jafnmörg mörk, fyrst Þóra Pétursdóttir fyrir gestina og síðan Valgerður Halldórsdóttir fyrir Fjölni. Eftir markið sóttu Fjölnistúlkur meira án þess þó að skapa sér nein afgerandi marktækifæri og greinilegt að liðið saknaði sárlega þeirra Vanju Stefanovic og Rötku Zivkovic sem gengu til liðs við KR í vikunni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Valsstúlkur tryggðu stöðu sína á toppi Landsbankadeildar kvenna ennfrekar með öruggum sigri á Stjörnunni á Hlíðarenda í gær. Eins og við var að búast voru yfirburðir Vals miklir og þegar yfir lauk hafði liðið skorað sjö mörk gegn engu marki gestanna. Þegar fjórir leikir eru eftir í deildinni hafa Valsstúlkur fimm stiga forystu á ÍBV sem er í öðru sæti, en þau lið mætast einmitt í síðustu umferð deildarinnar í leik sem gæti hugsanlega orðið hreinn úrslitaleikur um íslandsmeistaratitilinn. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, gengur þó ekki að því sem sjálfsögðum hlut að lið sitt sigri næstu þrjá leiki. Þrátt fyrir að vera 4-0 yfir í gær bætti hún leikmönnum í sóknina eingöngu með því hugarfari að bæta markatölu liðsins. "Við vitum að þetta er í okkar höndum en þetta getur spilast þannig að það verði úrslitaleikur í Eyjum í síðustu umferðinni. Þá hefur markatalan allt að segja. En þótt við hefðum unnið stórt hér í dag þá klúðruðum við fjölmörgum dauðafærum sem við verðum að nýta," segir Elísabet, sem var með miklar hrókeringar í fremstu víglínu í leiknum og meðal annars léku Katrín Jónsdóttir og Íris Andrésdóttir í stöðu fremsta manns. "Við höfum ekki verið að nýta færin og þegar svo er ekki verður að finna einhvern annan til að gera það. Markatalan getur ráðið þessu á endanum," bætir Elísabet við. Í hinum leik gærdagsins skildu Fjölnisstúlkur og Þór/KA/KS jöfn í Grafarvoginum í mjög svo slökum knattspyrnuleik. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr þegar vel var liðið á þann síðari sem að eitthvert líf færðist í leikinn. Á tveimur mínútum voru skoruð jafnmörg mörk, fyrst Þóra Pétursdóttir fyrir gestina og síðan Valgerður Halldórsdóttir fyrir Fjölni. Eftir markið sóttu Fjölnistúlkur meira án þess þó að skapa sér nein afgerandi marktækifæri og greinilegt að liðið saknaði sárlega þeirra Vanju Stefanovic og Rötku Zivkovic sem gengu til liðs við KR í vikunni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira