Einum sigri frá titlinum 13. október 2005 14:32 Valsstúlkur eru aðeins einum sigri frá fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í 15 ár eftir 6–0 sigur á Fjölni á Hlíðarenda í gær. Valsliðið getur tryggt sér titilinn með sigri í síðasta heimaleik sínum sem er gegn Breiðabliki eftir tólf daga. Valur byrjaði af miklum krafti og komst fljótlega í 2–0 en síðan dofnaði talsvert yfir leiknum og áhugi leikmanna virtist ekki vera mikill á tímabili. Fjölnisstúlkur voru baráttuglaðar í seinni hálfleik og gáfu ekki mörg færi á sér en undir lokin var pressan orðin þung og Valur skoraði þrjú mörk á lokamínútum leiksins. Eitt þeirra gerði hin 17 ára Guðrún María Þorbjörnsdótitr í sínum fyrsta deildarleik en markið skoraði hún af stuttu færi fjórum mínútum fyrir leikslok. Sif tryggði sigurinn KR-konur snéru tapi í sigur í seinni hálfleik í skemmtilegum og fjörum leik gegn Breiðabliki í Kópavogi í gærkvöld. Leikurinn var ein besta skemmtunin í deildinni í sumar. Breiðabliksliðið spilaði sinn besta leik í sumar og yfirspiluðu botnlaust lið KR í fyrri hálfleik og sköpuðu sér þá fjölda færa. KR-konur komu sterkar inn í seinni hálfleik með Sif Atladóttur fremsta í flokki. Sif skoraði bæði mörk liðsins á laglegan hátt og var auk þess að skapa sér mörg önnur færi. Breiðabliksstúlkur keyrðu sig kannski út í fyrri hálfleik því þær misstu dampinn um miðbik í síðari hálfleik. Eftir jöfnunarmarkið tóku KR-konur völdin. Breiðablik sótti síðan stíft að marki KR undir lokin og þá bjargaði KR-liðið í tvígang á síðustu stundu. Sandra Sif Magnúsdóttir, 16 ára stelpa í Breiðabliki, var sífellt að skapa hættu og varnarmenn KR réðu illa við hana. Sannarlega mikið efni þar á ferðinni. Stjarnan upp í fimmta sæti Stjarnan kom í Kaplakrikann í gærkvöld og nældi sér í þrjú stig með 0-2 sigri á FH í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Með sigrinum komst Stjarnan í fimmta sæti deildarinnar og er með 10 stig en FH er dottið niður í næstneðsta sætið og er með 8. Leikurinn var í það heila ágætur og oft sást bregða fyrir fínum tilþrifum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. FH-stelpur fóru fjörlega af stað og áttu í litlum vandræðum með að láta boltann ganga vel á milli og lengstum í hálfleiknum var sjálfstraust þeirra mjög gott. Liðinu tókst þó ekki að gera sér neitt mat úr góðum leik og þvert gegn gangi leiksins voru það gestastelpurnar sem skoruðu og kom það eins og köld vatnsgusa framan í heimastelpur. Stjarnan hafði ekki fengið mörg færi fram að markinu og spil liðsins var lítið sem ekkert, mest um kýlingar og kraðak. En eins og alkunna er eru það mörkin sem telja og segja má að FH-stelpur hafi fallið á mótlætisprófinu í þessum leik. Þær fundu engan veginn taktinn eftir þetta mark Stjörnustelpna, misstu sjálfstraustið, hættu að spila boltanum og smám saman koðnaði leikur þeirra niður og leikmenn sem spiluðu skínandi vel í fyrri hálfleik sáust ekki í þeim seinni. Stjörnustelpur nýttu sér þetta, tóku völdin í seinni hálfleik án þess þó að ná afgerandi tökum á leiknum en bættu verðskuldað við öðru marki á lokakaflanum. Stjörnusigur í botnslag því staðreynd en mögulega bíður FH-stelpna umspil um áframhaldandi sæti í efstu deild. Valur-Haukar 6-0 1–0 Nína Ósk Kristinsdóttir 9. 2–0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 11. 3–0 Nína Ósk Kristinsdóttir 21. 4–0 Sjálfsmark 82. 5–0 Guðrún María Þorbjörnsdóttir 86. 6–0 Málfríður Sigurðardóttir 88. Breiðablik-KR 1-2 1–0 Erla Hendriksdóttir 32. 1–1 Sif Atladóttir 60. 1–2 Sif Atladóttir 77. FH-Stjarnan 0-2 0–1 Björk Gunnarsdóttir 40. 0–2 Björk Gunnarsdóttir 78. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Valsstúlkur eru aðeins einum sigri frá fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í 15 ár eftir 6–0 sigur á Fjölni á Hlíðarenda í gær. Valsliðið getur tryggt sér titilinn með sigri í síðasta heimaleik sínum sem er gegn Breiðabliki eftir tólf daga. Valur byrjaði af miklum krafti og komst fljótlega í 2–0 en síðan dofnaði talsvert yfir leiknum og áhugi leikmanna virtist ekki vera mikill á tímabili. Fjölnisstúlkur voru baráttuglaðar í seinni hálfleik og gáfu ekki mörg færi á sér en undir lokin var pressan orðin þung og Valur skoraði þrjú mörk á lokamínútum leiksins. Eitt þeirra gerði hin 17 ára Guðrún María Þorbjörnsdótitr í sínum fyrsta deildarleik en markið skoraði hún af stuttu færi fjórum mínútum fyrir leikslok. Sif tryggði sigurinn KR-konur snéru tapi í sigur í seinni hálfleik í skemmtilegum og fjörum leik gegn Breiðabliki í Kópavogi í gærkvöld. Leikurinn var ein besta skemmtunin í deildinni í sumar. Breiðabliksliðið spilaði sinn besta leik í sumar og yfirspiluðu botnlaust lið KR í fyrri hálfleik og sköpuðu sér þá fjölda færa. KR-konur komu sterkar inn í seinni hálfleik með Sif Atladóttur fremsta í flokki. Sif skoraði bæði mörk liðsins á laglegan hátt og var auk þess að skapa sér mörg önnur færi. Breiðabliksstúlkur keyrðu sig kannski út í fyrri hálfleik því þær misstu dampinn um miðbik í síðari hálfleik. Eftir jöfnunarmarkið tóku KR-konur völdin. Breiðablik sótti síðan stíft að marki KR undir lokin og þá bjargaði KR-liðið í tvígang á síðustu stundu. Sandra Sif Magnúsdóttir, 16 ára stelpa í Breiðabliki, var sífellt að skapa hættu og varnarmenn KR réðu illa við hana. Sannarlega mikið efni þar á ferðinni. Stjarnan upp í fimmta sæti Stjarnan kom í Kaplakrikann í gærkvöld og nældi sér í þrjú stig með 0-2 sigri á FH í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Með sigrinum komst Stjarnan í fimmta sæti deildarinnar og er með 10 stig en FH er dottið niður í næstneðsta sætið og er með 8. Leikurinn var í það heila ágætur og oft sást bregða fyrir fínum tilþrifum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. FH-stelpur fóru fjörlega af stað og áttu í litlum vandræðum með að láta boltann ganga vel á milli og lengstum í hálfleiknum var sjálfstraust þeirra mjög gott. Liðinu tókst þó ekki að gera sér neitt mat úr góðum leik og þvert gegn gangi leiksins voru það gestastelpurnar sem skoruðu og kom það eins og köld vatnsgusa framan í heimastelpur. Stjarnan hafði ekki fengið mörg færi fram að markinu og spil liðsins var lítið sem ekkert, mest um kýlingar og kraðak. En eins og alkunna er eru það mörkin sem telja og segja má að FH-stelpur hafi fallið á mótlætisprófinu í þessum leik. Þær fundu engan veginn taktinn eftir þetta mark Stjörnustelpna, misstu sjálfstraustið, hættu að spila boltanum og smám saman koðnaði leikur þeirra niður og leikmenn sem spiluðu skínandi vel í fyrri hálfleik sáust ekki í þeim seinni. Stjörnustelpur nýttu sér þetta, tóku völdin í seinni hálfleik án þess þó að ná afgerandi tökum á leiknum en bættu verðskuldað við öðru marki á lokakaflanum. Stjörnusigur í botnslag því staðreynd en mögulega bíður FH-stelpna umspil um áframhaldandi sæti í efstu deild. Valur-Haukar 6-0 1–0 Nína Ósk Kristinsdóttir 9. 2–0 Kristín Ýr Bjarnadóttir 11. 3–0 Nína Ósk Kristinsdóttir 21. 4–0 Sjálfsmark 82. 5–0 Guðrún María Þorbjörnsdóttir 86. 6–0 Málfríður Sigurðardóttir 88. Breiðablik-KR 1-2 1–0 Erla Hendriksdóttir 32. 1–1 Sif Atladóttir 60. 1–2 Sif Atladóttir 77. FH-Stjarnan 0-2 0–1 Björk Gunnarsdóttir 40. 0–2 Björk Gunnarsdóttir 78.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira