Efast um bolmagn bankanna 27. ágúst 2004 00:01 Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði telur hæpið að bankarnir geti staðið undir því að bjóða 4,4 prósent vexti nema þeir geri lægri ávöxtunarkröfu en eðlilegt sé. Hann hefur einkum efasemdir um getu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis til að bjóða upp á lán á þessum kjörum. "Vonandi hafa þeir bolmagn en til lengri tíma, að gefnu því að raunvaxtastig lækki ekki, þá er ljóst að þessi útlán þeirra eru ekki að gefa þeim ásættanlega ávöxtun sem eigendur bankanna gera til sinnar fjárfestingar," segir Hallur. Hann telur að bankarnir dragi þá ályktun að vaxtastig muni lækka á næstunni og því geti vaxtastigið skilað bönkunum ásættanlegum ábata. Lækki vaxtastigið hins vegar ekki telur Hallur að bankarnir séu í raun að borga með nýju lánunum. Um það að bankarnir séu komnir í beina samkeppni við Íbúðalánasjóð segir Hallur að gert hafi verið ráð fyrir því þegar kerfisbreytingar voru ákveðnar. "Við gerðum ráð fyrir svona ástandi. Reyndar ekki svona fljótt eða svona lágt. Við töldum ekki að menn hefðu bolmagn til að fara í 4,4 enda hafa þeir það ekki til lengri tíma litið," segir Hallur. Hann nefnir sérstaklega Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis í þessu samhengi, en SPRON hefur boðið 4,4 prósent vexti. "Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósent vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuðum. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta," segir Hallur. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, er undrandi á ummælum Halls. "Ég veit ekki hvað honum gengur til með slíkum ummælum. Við teljum okkur standa fullkomlega vel í þessu. Við skulum bara horfa til þess að sparisjóðirnir hafa veitt húsnæðislán á Íslandi í áratugi og það hafa ýmsar aðstæður verið á markaði," segir hann. Hann segir að sparisjóðirnir hafi alltaf fundið farveg í þeirri þróun og að það sé ekkert sem bendi til þess að þeir geti ekki tekið þátt í því sem sé að gerast núna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði telur hæpið að bankarnir geti staðið undir því að bjóða 4,4 prósent vexti nema þeir geri lægri ávöxtunarkröfu en eðlilegt sé. Hann hefur einkum efasemdir um getu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis til að bjóða upp á lán á þessum kjörum. "Vonandi hafa þeir bolmagn en til lengri tíma, að gefnu því að raunvaxtastig lækki ekki, þá er ljóst að þessi útlán þeirra eru ekki að gefa þeim ásættanlega ávöxtun sem eigendur bankanna gera til sinnar fjárfestingar," segir Hallur. Hann telur að bankarnir dragi þá ályktun að vaxtastig muni lækka á næstunni og því geti vaxtastigið skilað bönkunum ásættanlegum ábata. Lækki vaxtastigið hins vegar ekki telur Hallur að bankarnir séu í raun að borga með nýju lánunum. Um það að bankarnir séu komnir í beina samkeppni við Íbúðalánasjóð segir Hallur að gert hafi verið ráð fyrir því þegar kerfisbreytingar voru ákveðnar. "Við gerðum ráð fyrir svona ástandi. Reyndar ekki svona fljótt eða svona lágt. Við töldum ekki að menn hefðu bolmagn til að fara í 4,4 enda hafa þeir það ekki til lengri tíma litið," segir Hallur. Hann nefnir sérstaklega Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis í þessu samhengi, en SPRON hefur boðið 4,4 prósent vexti. "Hvernig á Sparisjóðurinn að geta boðið 4,4 prósent vexti ef langtímavextir lækka ekki á næstu örfáu mánuðum. Þeir geta ekkert fjármagnað þetta," segir Hallur. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, er undrandi á ummælum Halls. "Ég veit ekki hvað honum gengur til með slíkum ummælum. Við teljum okkur standa fullkomlega vel í þessu. Við skulum bara horfa til þess að sparisjóðirnir hafa veitt húsnæðislán á Íslandi í áratugi og það hafa ýmsar aðstæður verið á markaði," segir hann. Hann segir að sparisjóðirnir hafi alltaf fundið farveg í þeirri þróun og að það sé ekkert sem bendi til þess að þeir geti ekki tekið þátt í því sem sé að gerast núna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira