Fjármálaeftirlit fær gögn 31. ágúst 2004 00:01 Fjármálaeftirlitið hefur fengið gögn frá Landsbankanum vegna rannsóknar á viðskiptum Burðaráss með hlutabréf í Íslandsbanka. Kaup Landsbankans og tengdra aðila á hlutabréfum í Íslandsbanka snemma á árinu vöktu mikla athygli og urðu meðal annars til þess að þáverandi bankaráðsformaður Íslandsbanka, Kristján Ragnarsson, sendi Landsbankamönnum sneið á aðalfundi félagsins. Kaupin voru rakin til áhuga Landsbankamanna á að ná fram sameiningu við Íslandsbanka. Tvær tilkynningar til Kauphallar Íslands í síðustu viku um viðskipti bankaráðsmanna Íslandsbanka með bréf í Íslandsbanka eru taldar tengjast þessu valdatafli og hafa vakið grunsemdir um að ekki sé allt sem sýnist. Annarsvegar tilkynning um að Orri Vigfússon hefði endurselt Burðarási hlutabréf sem hann keypti í febrúar og hins vegar tilkynning um að framvirkur samningur Helga Magnússonar um kaup á bréfum Landsbankans í Íslandsbanka hefði verið framlengdur. Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö hefur Fjármálaeftirlitið nú hafið rannsókn á þessum viðskiptum og óskað eftir og fengið gögn frá Landsbankanum. Í viðskiptalífinu telja margir að þessar tilkynningar í síðustu viku styrki grunsemdir um að þessir tveir einstaklingar séu í raun leppar fyrir Landsbankann og Burðarás. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, var spurð að því hvort verið væri að fara á svig við reglur sem takmarka möguleika banka til að eiga hlut í öðrum banka án sérstakra heimilda. Valgerður segir fjármálaeftirlitið hafa þarna mikilvægu hlutverki að gegna. Ef eitthvað sé hæpið sem hafi farið þarna fram verði það skoðað af þar til bærum yfirvöldum. Hún segist ekki hafa neina vitneskju um hvort fjármálaeftirlitið sé að skoða málið þar sem það starfi alveg sjálfstætt. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur fengið gögn frá Landsbankanum vegna rannsóknar á viðskiptum Burðaráss með hlutabréf í Íslandsbanka. Kaup Landsbankans og tengdra aðila á hlutabréfum í Íslandsbanka snemma á árinu vöktu mikla athygli og urðu meðal annars til þess að þáverandi bankaráðsformaður Íslandsbanka, Kristján Ragnarsson, sendi Landsbankamönnum sneið á aðalfundi félagsins. Kaupin voru rakin til áhuga Landsbankamanna á að ná fram sameiningu við Íslandsbanka. Tvær tilkynningar til Kauphallar Íslands í síðustu viku um viðskipti bankaráðsmanna Íslandsbanka með bréf í Íslandsbanka eru taldar tengjast þessu valdatafli og hafa vakið grunsemdir um að ekki sé allt sem sýnist. Annarsvegar tilkynning um að Orri Vigfússon hefði endurselt Burðarási hlutabréf sem hann keypti í febrúar og hins vegar tilkynning um að framvirkur samningur Helga Magnússonar um kaup á bréfum Landsbankans í Íslandsbanka hefði verið framlengdur. Samkvæmt heimildum Stöðvar tvö hefur Fjármálaeftirlitið nú hafið rannsókn á þessum viðskiptum og óskað eftir og fengið gögn frá Landsbankanum. Í viðskiptalífinu telja margir að þessar tilkynningar í síðustu viku styrki grunsemdir um að þessir tveir einstaklingar séu í raun leppar fyrir Landsbankann og Burðarás. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, var spurð að því hvort verið væri að fara á svig við reglur sem takmarka möguleika banka til að eiga hlut í öðrum banka án sérstakra heimilda. Valgerður segir fjármálaeftirlitið hafa þarna mikilvægu hlutverki að gegna. Ef eitthvað sé hæpið sem hafi farið þarna fram verði það skoðað af þar til bærum yfirvöldum. Hún segist ekki hafa neina vitneskju um hvort fjármálaeftirlitið sé að skoða málið þar sem það starfi alveg sjálfstætt.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira