Hefði stangast á við fjölmiðlalög 4. september 2004 00:01 Forsætisráðherra telur að kaup Símans á stórum hlut í Skjá einum hefðu brotið í bága við lög ef fjölmiðlafrumvarpið sem hann lagði fram í vor hefði orðið að lögum. Menntamálaráðherra tekur í sama streng. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur marga þingmenn flokksins vera andvíga þessum viðskiptum. Eins og fram kom í fréttum í gær þá hefur Landssíminn, sem er í eigu ríkisins, ákveðið að kaupa rúmlega fjórðungs hlut í Skjá einum. Davíð Oddsson, forsætisráðherra segist hafa heyrt af þessu fyrst í gærkvöld. Hann hafi ekki kynnt sér málið nánar, vegna veikindafjarvista, en honum sýnist, í ljósi þess að Síminn er með markaðsráðandi stöðu á fjarskiptamarkaði, að viðskiptin séu í andstöðu við fjölmiðlafrumvarpið sem ríkisstjórnin lagði fram í vor. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir Símann vera sjálfstætt fyrirtæki og ekki hennar að blanda sér í málefni þess. Þetta sé í samræmi við gildandi lög, en annað mál hvort þetta sé í samræmi við fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í fljótu bragði sýnist henni sem það geri það ekki. Hún segir þó meginmálið nú að fá þá aðila sem fjölmiðlamálið snertir til að vinna að málinu í góðri sátt. Fjármálaráðherra sem fer með eignarhald ríkisins í Símanum segist ekki hafa verið hafður með í ráðum við viðskiptin, en segir ákvörðun stjórnenda símans vera viðskiptalegs eðlis, og gerir hann enga athugsemd við hana. Geir H. Haarde telur viðskiptin ekki ganga gegn stefnu sjálfstæðisflokksins í fjölmiðlamálinu. Hins vegar styrki það mástað þeirra sem vilji einkavæða fyrirtæki. Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins telur þessi viðskipti vera í andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins, og að kaup á svona stórum hluta í Skjá einum sé ekki í samræmi við þau stefnumið sem talað hafi verið fyrir í sumar í tengslum við fjölmiðlalögin. Hann telur fleiri flokksmenn sína á sama máli. Stjónvarpsstjóri Skjás eins, Magnús Ragnarsson, hafði sent inn umsókn um stöðu Þjóðleikhússtjóra til menntamálaráðuneytisins. Hann dró þá umsókn til baka í vikunni eftir að ljóst var að samningar Landssímans og Skjás eins væru í burðarliðnum. Þá má geta þess að Magnús var einarður stuðningsmaður fjölmiðlafrumvarpsins í vor sem kvað á um það að markaðsráðandi fyrirtækjum væri bannað að eiga hlut í ljósvakamiðlum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Sjá meira
Forsætisráðherra telur að kaup Símans á stórum hlut í Skjá einum hefðu brotið í bága við lög ef fjölmiðlafrumvarpið sem hann lagði fram í vor hefði orðið að lögum. Menntamálaráðherra tekur í sama streng. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur marga þingmenn flokksins vera andvíga þessum viðskiptum. Eins og fram kom í fréttum í gær þá hefur Landssíminn, sem er í eigu ríkisins, ákveðið að kaupa rúmlega fjórðungs hlut í Skjá einum. Davíð Oddsson, forsætisráðherra segist hafa heyrt af þessu fyrst í gærkvöld. Hann hafi ekki kynnt sér málið nánar, vegna veikindafjarvista, en honum sýnist, í ljósi þess að Síminn er með markaðsráðandi stöðu á fjarskiptamarkaði, að viðskiptin séu í andstöðu við fjölmiðlafrumvarpið sem ríkisstjórnin lagði fram í vor. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir Símann vera sjálfstætt fyrirtæki og ekki hennar að blanda sér í málefni þess. Þetta sé í samræmi við gildandi lög, en annað mál hvort þetta sé í samræmi við fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í fljótu bragði sýnist henni sem það geri það ekki. Hún segir þó meginmálið nú að fá þá aðila sem fjölmiðlamálið snertir til að vinna að málinu í góðri sátt. Fjármálaráðherra sem fer með eignarhald ríkisins í Símanum segist ekki hafa verið hafður með í ráðum við viðskiptin, en segir ákvörðun stjórnenda símans vera viðskiptalegs eðlis, og gerir hann enga athugsemd við hana. Geir H. Haarde telur viðskiptin ekki ganga gegn stefnu sjálfstæðisflokksins í fjölmiðlamálinu. Hins vegar styrki það mástað þeirra sem vilji einkavæða fyrirtæki. Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins telur þessi viðskipti vera í andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins, og að kaup á svona stórum hluta í Skjá einum sé ekki í samræmi við þau stefnumið sem talað hafi verið fyrir í sumar í tengslum við fjölmiðlalögin. Hann telur fleiri flokksmenn sína á sama máli. Stjónvarpsstjóri Skjás eins, Magnús Ragnarsson, hafði sent inn umsókn um stöðu Þjóðleikhússtjóra til menntamálaráðuneytisins. Hann dró þá umsókn til baka í vikunni eftir að ljóst var að samningar Landssímans og Skjás eins væru í burðarliðnum. Þá má geta þess að Magnús var einarður stuðningsmaður fjölmiðlafrumvarpsins í vor sem kvað á um það að markaðsráðandi fyrirtækjum væri bannað að eiga hlut í ljósvakamiðlum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Sjá meira