Hlutabréf í DeCode tóku stökk 19. október 2004 00:01 Hlutabréf í DeCode Genetics tóku stórt stökk upp á við á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í dag eftir að fréttir bárust af jákvæðum niðurstöðum tilrauna með þróun lyfs sem draga á úr líkum á hjartaáfalli. Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja að þetta séu stórmerkileg tíðindi, ekki eingöngu fyrir fyrirtækið heldur einnig fyrir læknavísindin á heimsvísu. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að þessar niðurstöður sýni í raun fram á að þær grundvallarhugmyndir sem fyrirtækið byggi á, gangi upp. Þetta sé í fyrsta sinn í heiminum sem farið sé frá því að einangra erfðavísa yfir í að prófa lyf í mönnum. Til framtíðar skipti þetta máli að því leyti að ÍE sé nú mun nær því að vera með lyf á markaði sem sé nauðsynlegt til að eiga efnahagslega framtíð. Vonast er til að lyfið verði komið á almennan markað eftir þrjú ár, í mesta lagi fimm. Þetta er óvenjuhröð þróun því einungis eru um þrjú ár síðan vísindamenn í Vatnsmýrinni einangruðu meingenið. Venjulega tekur um tíu ár og jafnvel lengur að þróa lyf og rannsaka áhrif þess áður en það er sett á markað. Íslensk erfðagreining náði sér hins vegar í forskot með kaupum á lyfi Bayer-lyfjaframleiðandans þýska gegn astma. Lyfið hefur verið vel rannsakað og þykir hættulaust en gagnast aftur illa við astma. Hins vegar hafa rannsóknir á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans sýnt að það hefur áhrif á meingenið umrædda og þannig á áhættuþætti hjartaáfalls. Aukaverkanir eru nánast engar. Kári segir fyrirtækið geta sjálft staðið undir kostnaði við næstu skref - umfangsmiklum tilraunum með lyfið á 1500-2000 manns. Samstarf við lyfjaframleiðendur er þó ekki útilokað en í því samhengi þurfi að hugsa um sanngjarna skiptingu framtíðargróða. Lyfið er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sem forvörn,“ segir Kári. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Hlutabréf í DeCode Genetics tóku stórt stökk upp á við á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í dag eftir að fréttir bárust af jákvæðum niðurstöðum tilrauna með þróun lyfs sem draga á úr líkum á hjartaáfalli. Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar segja að þetta séu stórmerkileg tíðindi, ekki eingöngu fyrir fyrirtækið heldur einnig fyrir læknavísindin á heimsvísu. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir að þessar niðurstöður sýni í raun fram á að þær grundvallarhugmyndir sem fyrirtækið byggi á, gangi upp. Þetta sé í fyrsta sinn í heiminum sem farið sé frá því að einangra erfðavísa yfir í að prófa lyf í mönnum. Til framtíðar skipti þetta máli að því leyti að ÍE sé nú mun nær því að vera með lyf á markaði sem sé nauðsynlegt til að eiga efnahagslega framtíð. Vonast er til að lyfið verði komið á almennan markað eftir þrjú ár, í mesta lagi fimm. Þetta er óvenjuhröð þróun því einungis eru um þrjú ár síðan vísindamenn í Vatnsmýrinni einangruðu meingenið. Venjulega tekur um tíu ár og jafnvel lengur að þróa lyf og rannsaka áhrif þess áður en það er sett á markað. Íslensk erfðagreining náði sér hins vegar í forskot með kaupum á lyfi Bayer-lyfjaframleiðandans þýska gegn astma. Lyfið hefur verið vel rannsakað og þykir hættulaust en gagnast aftur illa við astma. Hins vegar hafa rannsóknir á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans sýnt að það hefur áhrif á meingenið umrædda og þannig á áhættuþætti hjartaáfalls. Aukaverkanir eru nánast engar. Kári segir fyrirtækið geta sjálft staðið undir kostnaði við næstu skref - umfangsmiklum tilraunum með lyfið á 1500-2000 manns. Samstarf við lyfjaframleiðendur er þó ekki útilokað en í því samhengi þurfi að hugsa um sanngjarna skiptingu framtíðargróða. Lyfið er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sem forvörn,“ segir Kári.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira