Kaup fyrir 29 milljarða króna 24. október 2004 00:01 SÍF er að ljúka kaupum á franska matvælafyrirtækinu Labeyrie Group fyrir 29 milljarða króna. Þetta eru ein stærstu fyrirtækjakaup íslenskrar viðskiptasögu. Þá hefur SÍF selt dóttturfyrirtæki sitt í Bandaríkjunum og hlut sinn í SH. Labeyrie Group framleiðir og dreifir kældum matvælum fyrir smásölu. Það starfrækir sex verksmiðjur í Frakklandi, á Spáni og í Skotlandi. Helstu framleiðsluvörur eru reyktur lax, andalifur, rússneskar hveitipönnukökur og smurréttir. Tvö þúsund og fjögur hundruð manns starfa hjá fyrirtækinu en með kaupunum verður til samstæða á sviði matvælaframleiðslu sem undanfarna tólf mánuði hefur velt um 88 milljörðum og skilað fimm milljarða hagnaði. Það mun hafa tæplega fjögur þúsund starfsmenn í ellefu löndum. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, sagði í samtali við fréttastofu í dag að í þessu fælist meiriháttar stefnubreyting hjá fyrirtækinu. Nú væri verið að leggja meiri áherslu á fullvinnslu á kældum matvörum og fyrirtækið væri að færa sig inná vörumerkjamarkaðinn í Frakklandi. Auk þess einbeitir það sér að Evrópu en framleiðslu í Bandaríkjunum verður hætt. Þá verður hlutur SÍF í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna seldur. Jakob segir að með kaupunum fái SÍF öflugan hóp stjórnenda sem munu reka starfsemi fyrirtækisins í Frakklandi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda í Frakklandi, auk þess sem samráð verður haft við frönsk stéttarfélög áður en gengið verður endanlega frá kaupunum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
SÍF er að ljúka kaupum á franska matvælafyrirtækinu Labeyrie Group fyrir 29 milljarða króna. Þetta eru ein stærstu fyrirtækjakaup íslenskrar viðskiptasögu. Þá hefur SÍF selt dóttturfyrirtæki sitt í Bandaríkjunum og hlut sinn í SH. Labeyrie Group framleiðir og dreifir kældum matvælum fyrir smásölu. Það starfrækir sex verksmiðjur í Frakklandi, á Spáni og í Skotlandi. Helstu framleiðsluvörur eru reyktur lax, andalifur, rússneskar hveitipönnukökur og smurréttir. Tvö þúsund og fjögur hundruð manns starfa hjá fyrirtækinu en með kaupunum verður til samstæða á sviði matvælaframleiðslu sem undanfarna tólf mánuði hefur velt um 88 milljörðum og skilað fimm milljarða hagnaði. Það mun hafa tæplega fjögur þúsund starfsmenn í ellefu löndum. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, sagði í samtali við fréttastofu í dag að í þessu fælist meiriháttar stefnubreyting hjá fyrirtækinu. Nú væri verið að leggja meiri áherslu á fullvinnslu á kældum matvörum og fyrirtækið væri að færa sig inná vörumerkjamarkaðinn í Frakklandi. Auk þess einbeitir það sér að Evrópu en framleiðslu í Bandaríkjunum verður hætt. Þá verður hlutur SÍF í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna seldur. Jakob segir að með kaupunum fái SÍF öflugan hóp stjórnenda sem munu reka starfsemi fyrirtækisins í Frakklandi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda í Frakklandi, auk þess sem samráð verður haft við frönsk stéttarfélög áður en gengið verður endanlega frá kaupunum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira