Nýtt boð styrkir stöðu Íslandsbank 30. nóvember 2004 00:01 Íslandsbanki hefur hækkað boð sitt til hluthafa Bolig og Næringsbankans í Noregi. Íslandsbanki bauð upprunalega 320 krónur á hlut í bankanum, en hækkaði í gær boð sitt í 340 krónur á hlut. Með hærra boði tryggði Íslandsbanki sér stuðning 14 prósent hlutahafa í viðbót við þau 46 prósent sem þegar höfðu samþykkt. Bankann vantar því aðeins sjö prósent í viðbót til þess að tryggja sér eignarhlut sem norska fjármálaeftirlitið krefst svo Íslandsbanki megi slá eign sinni á bankann. Sterkar líkur voru á því fyrir hækkað boð að Íslandsbanka tækist að yfirtaka bankann, en eftir hækkunina verða líkurnar að teljast yfirgnæfandi. "Það var mat okkar að það þyrfti að hækka boðið til þess að ná nauðsynlegu magni bréfa. Jafnframt höfum við verið í sambandi við ráðgjafa stjórnenda og stjórnar bankans og erum sannfærð um að þetta sé það sem til þurfti." Stjórn BN bankans sagði fyrra tilboð Íslandsbanka lágt og haft er eftir fulltrúum stjórnarinnar nú að stjórnin muni skoða hækkað tilboð Íslandsbanka. Stjórn bankans var á Íslandi í gær að kynna sér Íslandsbanka og hitta starfsmenn bankans. BNbank er fjórði stærsti banki Noregs og verði af yfirtöku eftir hækkun tilboðs mun Íslandsbanki greiða 3,3 milljarða norskra króna fyrir bankann eða 35 milljarða íslenskra króna. Greiningardeild KB banka undrast verðhækkun Íslandsbanka og segir bankann hafa verið kominn í þá stöðu að erfitt hafi verið fyrir aðra að keppa við hann um BNbank, að minnsta kosti fyrir ásættalegt verð. Aðrir hafa bent á að fyrir Íslandsbanka liggi að vinna á norskum markaði eftir yfirtökuna og of harkaleg framganga geti kallað á andstöðu sem ekki þjóni langtímahagsmunum bankans. Með tilboðinu hafi stórir fagfjárfestar veitt samþykki sitt og þar með sé mótstaðan brostin. Lægra tilboð hefði getað dregið yfirtöku á langinn. Hækkun hafi því verið rökrétt. Yfirtökutilboð Íslandsbanka stendur frá 1. til 17. desember. Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Íslandsbanki hefur hækkað boð sitt til hluthafa Bolig og Næringsbankans í Noregi. Íslandsbanki bauð upprunalega 320 krónur á hlut í bankanum, en hækkaði í gær boð sitt í 340 krónur á hlut. Með hærra boði tryggði Íslandsbanki sér stuðning 14 prósent hlutahafa í viðbót við þau 46 prósent sem þegar höfðu samþykkt. Bankann vantar því aðeins sjö prósent í viðbót til þess að tryggja sér eignarhlut sem norska fjármálaeftirlitið krefst svo Íslandsbanki megi slá eign sinni á bankann. Sterkar líkur voru á því fyrir hækkað boð að Íslandsbanka tækist að yfirtaka bankann, en eftir hækkunina verða líkurnar að teljast yfirgnæfandi. "Það var mat okkar að það þyrfti að hækka boðið til þess að ná nauðsynlegu magni bréfa. Jafnframt höfum við verið í sambandi við ráðgjafa stjórnenda og stjórnar bankans og erum sannfærð um að þetta sé það sem til þurfti." Stjórn BN bankans sagði fyrra tilboð Íslandsbanka lágt og haft er eftir fulltrúum stjórnarinnar nú að stjórnin muni skoða hækkað tilboð Íslandsbanka. Stjórn bankans var á Íslandi í gær að kynna sér Íslandsbanka og hitta starfsmenn bankans. BNbank er fjórði stærsti banki Noregs og verði af yfirtöku eftir hækkun tilboðs mun Íslandsbanki greiða 3,3 milljarða norskra króna fyrir bankann eða 35 milljarða íslenskra króna. Greiningardeild KB banka undrast verðhækkun Íslandsbanka og segir bankann hafa verið kominn í þá stöðu að erfitt hafi verið fyrir aðra að keppa við hann um BNbank, að minnsta kosti fyrir ásættalegt verð. Aðrir hafa bent á að fyrir Íslandsbanka liggi að vinna á norskum markaði eftir yfirtökuna og of harkaleg framganga geti kallað á andstöðu sem ekki þjóni langtímahagsmunum bankans. Með tilboðinu hafi stórir fagfjárfestar veitt samþykki sitt og þar með sé mótstaðan brostin. Lægra tilboð hefði getað dregið yfirtöku á langinn. Hækkun hafi því verið rökrétt. Yfirtökutilboð Íslandsbanka stendur frá 1. til 17. desember.
Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira