Eggjakaup af konum á gráu svæði 15. desember 2004 00:01 Ekkert í lögum bannar að egg til tæknifrjóvgunar séu keypt af konum, eins og fyrirhugað er að gera hér á landi. Hins vegar segir Sigurður Guðmundsson landlæknir það afar umdeilanlegt. Það er einkarekna tæknifrjóvgunarfyrirtækið Art Medica sem ákveðið hefur að bjóða konum greiðslu fyrir egg þar sem skortur er á þeim. "Það er ekki bannað í lögum um tæknifrjóvgun að taka gjald fyrir svona nokkuð," sagði landlæknir. "Hins vegar er mjög óvenjulegt að við, í þessu umhverfi sem við hrærumst í á Íslandi, greiðum fyrir gjafir á lífsýnum af þessu tagi. Það er að vísu ekki heldur bannað í lögum um lífsýni, sem taka til lífsýna og lífsýnabanka, að greiða gjafa fyrir sýnið. Hins vegar má bankinn sjálfur einungis rukka gjald til að standa undir kostnaði við öflun og umönnun sýnisins, en ekkert umfram það." Landlæknir benti á að ekki væri greitt fyrir blóðgjafir hér á landi, jafnvel þótt það væri ekki beinlínis bannað með lögum. "Mér finnst persónulega að það sé umhugsunarefni og afar umdeilanlegt mál að kaupa egg í þessu skyni, þar sem við greiðslum ekki fyrir blóðgjafir og munum vonandi aldrei gera." Landlæknir kvaðst telja sjálfsagt að greiða gjöfurum fyrir vinnutap, óþægindi og kostnað sem af því hlytist að gefa egg. En hvað varðaði beinar greiðslur bæri að fara varlega í ljósi þess samfélags sem menn byggju í. Hann benti enn fremur á að heilbrigt fólk tæki þátt í vísindarannsóknum sem sjálfboðaliðar. Í slíkum tilvikum hefðu rannsóknarmenn stundum greitt þátttakendum. Þær greiðslur ættu að koma gegn kostnaði, tíma og fleiru af því tagi. Ef sjúklingar tækju þátt í slíkri rannsókn væri ekki greitt fyrir það. Þetta væri vinnuvenjan hér á landi. "Á sama hátt myndi ég vilja sjá eggjagjöfum fyrir komið. Sé greitt fyrir þær sé það til að koma til móts við kostnað, vinnutap ef eitthvað er, en ekki sem umbun til þess að fjölga eggjagjöfum. Það finnst mér vera á mjög gráu svæði," sagði landlæknir sem kvaðs embættið myndu ræða málið á almennum nótum við fyrirtækið. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ekkert í lögum bannar að egg til tæknifrjóvgunar séu keypt af konum, eins og fyrirhugað er að gera hér á landi. Hins vegar segir Sigurður Guðmundsson landlæknir það afar umdeilanlegt. Það er einkarekna tæknifrjóvgunarfyrirtækið Art Medica sem ákveðið hefur að bjóða konum greiðslu fyrir egg þar sem skortur er á þeim. "Það er ekki bannað í lögum um tæknifrjóvgun að taka gjald fyrir svona nokkuð," sagði landlæknir. "Hins vegar er mjög óvenjulegt að við, í þessu umhverfi sem við hrærumst í á Íslandi, greiðum fyrir gjafir á lífsýnum af þessu tagi. Það er að vísu ekki heldur bannað í lögum um lífsýni, sem taka til lífsýna og lífsýnabanka, að greiða gjafa fyrir sýnið. Hins vegar má bankinn sjálfur einungis rukka gjald til að standa undir kostnaði við öflun og umönnun sýnisins, en ekkert umfram það." Landlæknir benti á að ekki væri greitt fyrir blóðgjafir hér á landi, jafnvel þótt það væri ekki beinlínis bannað með lögum. "Mér finnst persónulega að það sé umhugsunarefni og afar umdeilanlegt mál að kaupa egg í þessu skyni, þar sem við greiðslum ekki fyrir blóðgjafir og munum vonandi aldrei gera." Landlæknir kvaðst telja sjálfsagt að greiða gjöfurum fyrir vinnutap, óþægindi og kostnað sem af því hlytist að gefa egg. En hvað varðaði beinar greiðslur bæri að fara varlega í ljósi þess samfélags sem menn byggju í. Hann benti enn fremur á að heilbrigt fólk tæki þátt í vísindarannsóknum sem sjálfboðaliðar. Í slíkum tilvikum hefðu rannsóknarmenn stundum greitt þátttakendum. Þær greiðslur ættu að koma gegn kostnaði, tíma og fleiru af því tagi. Ef sjúklingar tækju þátt í slíkri rannsókn væri ekki greitt fyrir það. Þetta væri vinnuvenjan hér á landi. "Á sama hátt myndi ég vilja sjá eggjagjöfum fyrir komið. Sé greitt fyrir þær sé það til að koma til móts við kostnað, vinnutap ef eitthvað er, en ekki sem umbun til þess að fjölga eggjagjöfum. Það finnst mér vera á mjög gráu svæði," sagði landlæknir sem kvaðs embættið myndu ræða málið á almennum nótum við fyrirtækið.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira