Leigja vélarnar til Kína og víðar 26. janúar 2005 00:01 Flugleiðir undirrituðu í dag samning við Boeing-verksmiðjurnar um kaup á tíu farþegaþotum af gerðinni 737-800 sem félagið ætlar að leigja áfram til flugfélaga í Kína og víðar. Heildarverðmæti samningsins nemur um fjörutíu milljörðum króna. Þetta er stærsti flugvélakaupsamningur sem Flugleiðir hafa gert, en í honum felst einnig kaupréttur á fimm flugvélum til viðbótar. Verði hann nýttur hljóðar heildarverðmæti samningsins upp á um 60 milljarða króna. Nýju Boeing-vélarnar verða afhentar Flugleiðum á næsta ári, en félagið mun í samstarfi við erlent flugvélaleigufyrirtæki leigja þær meðal annars til Kína, þar sem mikill vöxtur er í flugstarfsemi. Við undirritun samningsins kom fram að félagið greiðir um ellefu milljarða króna vegna kaupanna á þessu ári, sem KB banki fjármagnar, en ráðgjafi Flugleiða í viðskiptunum er breski bankinn HSBC. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, segir þetta lið í útrás félagsins og stórt skref í uppbyggingu þess, en nýtt dótturfélag hefur verið stofnað sem annast kaup, sölu og útleigu flugvéla. Hann segir að vélarnar hafi fengist á hagstæðu verði, talsvert undir markaðsvirði, og því nemi dulin eign félagsins í þeim, eins og hann orðar það, um sex og hálfum milljarði króna. Hann segir enn fremur að félagið hefji nú nýja starfsemi sem geti orðið mjög umsvifamikil, bæði hvað varðar leigutekjur og verðmætaaukningu. Þessi kaup geti því haft mikil áhrif fyrir félagið til lengri tíma litið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira
Flugleiðir undirrituðu í dag samning við Boeing-verksmiðjurnar um kaup á tíu farþegaþotum af gerðinni 737-800 sem félagið ætlar að leigja áfram til flugfélaga í Kína og víðar. Heildarverðmæti samningsins nemur um fjörutíu milljörðum króna. Þetta er stærsti flugvélakaupsamningur sem Flugleiðir hafa gert, en í honum felst einnig kaupréttur á fimm flugvélum til viðbótar. Verði hann nýttur hljóðar heildarverðmæti samningsins upp á um 60 milljarða króna. Nýju Boeing-vélarnar verða afhentar Flugleiðum á næsta ári, en félagið mun í samstarfi við erlent flugvélaleigufyrirtæki leigja þær meðal annars til Kína, þar sem mikill vöxtur er í flugstarfsemi. Við undirritun samningsins kom fram að félagið greiðir um ellefu milljarða króna vegna kaupanna á þessu ári, sem KB banki fjármagnar, en ráðgjafi Flugleiða í viðskiptunum er breski bankinn HSBC. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, segir þetta lið í útrás félagsins og stórt skref í uppbyggingu þess, en nýtt dótturfélag hefur verið stofnað sem annast kaup, sölu og útleigu flugvéla. Hann segir að vélarnar hafi fengist á hagstæðu verði, talsvert undir markaðsvirði, og því nemi dulin eign félagsins í þeim, eins og hann orðar það, um sex og hálfum milljarði króna. Hann segir enn fremur að félagið hefji nú nýja starfsemi sem geti orðið mjög umsvifamikil, bæði hvað varðar leigutekjur og verðmætaaukningu. Þessi kaup geti því haft mikil áhrif fyrir félagið til lengri tíma litið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Viðskipti innlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Sjá meira