Chelsea hefur harma að hefna 7. mars 2005 00:01 Það er alveg ljóst að það verður stríðsástand á Stamford Bridge í kvöld þegar Chelsea tekur á móti Barcelona. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur reitt alla leikmenn Barcelona til reiði með framkomu sinni eftir leikinn í Nou Camp fyrir tveimur vikum þegar hann neitaði að mæta á blaðamannafund eftir leikinn og ásakaði Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, um að hafa rætt einslega við Andreas Frisk, dómara leiksins, í háflleik. Chelsea tapaði leiknum 2-1 og skapaði sér litla virðingu hjá leikmönnum spænska liðsins, sem fannst leikur liðsins leiðinlegur. Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hefur enga trú á að það verði vandkvæðum bundið fyrir Barcelona að komast áfram. "Ég er viss um að Barcelona kemst í átta liða úrslitin, sérstaklega eftir að hafa spilað gegn Chelsea. Liðið gerði okkur erfitt fyrir í fyrri leiknum en við áttum sigurinn skilið. Við erum með betra lið og ég er viss um að við skorum á Stamford Bridge," sagði Ronaldinho, sem telur Frank Lampard vera besta leikmann Chelsea-liðsins. "Hann var mjög góður í fyrri leiknum og algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Hann er mjög skapandi leikmaður sem ég er mjög hrifinn af," sagði Ronaldinho. Líklegt má telja að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea en Didier Drogba er í banni eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í fyrri leiknum. Leikmenn Manchester United eiga erfitt verkefni fyrir höndum en þeir þurfa að leggja ítalska liðið AC Milan að velli á San Siro og það sem meira er þurfa þeir helst að skora tvö mörk. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, veit að verkefnið sem lærisveinar hans eiga fyrir höndum er erfitt. "Ég hef engar efasemdir um karakter minna manna, sem er mikill, en það er alveg ljóst að við þurfum að eiga toppleik - það er ekki oft sem AC Milan tapar á heimavelli," sagði Ferguson. Franska liðið Lyon er með bestu stöðuna af öllum liðunum sex sem spila í kvöld. Lyon vann fyrri leikinn gegn Werder Bremen, 3-0, í Þýskalandi og því má segja að Þjóðverjarnir eigi erfitt verkefni fyrir höndum. Frank Baumann, fyrirliði Werder, sem var í banni í fyrri leiknum, sagði við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki trú á því að liðið kæmist áfram. "Ég held að þetta sé síðasti leikur okkur í Meistaradeildinni," sagði Baumann. Valérien Ismaël, hinn franski varnarmaður Bremen, er þó ekki jafn svartsýnn og Baumann og segir allt geta gerst ef Bremen nái að skora fyrsta markið. "Ég þekki franska hugarfarið og veit að ef við skorum snemma verða þeir stressaðir. Þá er allt opið," sagði Ismaël. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira
Það er alveg ljóst að það verður stríðsástand á Stamford Bridge í kvöld þegar Chelsea tekur á móti Barcelona. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur reitt alla leikmenn Barcelona til reiði með framkomu sinni eftir leikinn í Nou Camp fyrir tveimur vikum þegar hann neitaði að mæta á blaðamannafund eftir leikinn og ásakaði Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, um að hafa rætt einslega við Andreas Frisk, dómara leiksins, í háflleik. Chelsea tapaði leiknum 2-1 og skapaði sér litla virðingu hjá leikmönnum spænska liðsins, sem fannst leikur liðsins leiðinlegur. Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hefur enga trú á að það verði vandkvæðum bundið fyrir Barcelona að komast áfram. "Ég er viss um að Barcelona kemst í átta liða úrslitin, sérstaklega eftir að hafa spilað gegn Chelsea. Liðið gerði okkur erfitt fyrir í fyrri leiknum en við áttum sigurinn skilið. Við erum með betra lið og ég er viss um að við skorum á Stamford Bridge," sagði Ronaldinho, sem telur Frank Lampard vera besta leikmann Chelsea-liðsins. "Hann var mjög góður í fyrri leiknum og algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Hann er mjög skapandi leikmaður sem ég er mjög hrifinn af," sagði Ronaldinho. Líklegt má telja að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea en Didier Drogba er í banni eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í fyrri leiknum. Leikmenn Manchester United eiga erfitt verkefni fyrir höndum en þeir þurfa að leggja ítalska liðið AC Milan að velli á San Siro og það sem meira er þurfa þeir helst að skora tvö mörk. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, veit að verkefnið sem lærisveinar hans eiga fyrir höndum er erfitt. "Ég hef engar efasemdir um karakter minna manna, sem er mikill, en það er alveg ljóst að við þurfum að eiga toppleik - það er ekki oft sem AC Milan tapar á heimavelli," sagði Ferguson. Franska liðið Lyon er með bestu stöðuna af öllum liðunum sex sem spila í kvöld. Lyon vann fyrri leikinn gegn Werder Bremen, 3-0, í Þýskalandi og því má segja að Þjóðverjarnir eigi erfitt verkefni fyrir höndum. Frank Baumann, fyrirliði Werder, sem var í banni í fyrri leiknum, sagði við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki trú á því að liðið kæmist áfram. "Ég held að þetta sé síðasti leikur okkur í Meistaradeildinni," sagði Baumann. Valérien Ismaël, hinn franski varnarmaður Bremen, er þó ekki jafn svartsýnn og Baumann og segir allt geta gerst ef Bremen nái að skora fyrsta markið. "Ég þekki franska hugarfarið og veit að ef við skorum snemma verða þeir stressaðir. Þá er allt opið," sagði Ismaël.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira