Olíuverð í sögulegu hámarki 2. apríl 2005 00:01 MYND/Reuters Olíuverð á heimsmarkaði náði sögulegu hámarki í gær, enn á ný. Það hefur hækkað um meira en helming frá því árið 2002. Um miðjan dag í gær kostaði olíufatið 57,70 dollara í New York og 56,51 dollara í Lundúnum. Verðið hefur aldrei verið hærra og óttast sérfræðingar á markaði að enn sé svigrúm fyrir hækkun. Sérfræðingar Goldman Sachs telja meira að segja líkur á verðsprengingu sem ljúki fyrst þegar verðið nái 105 dollurum á fatið. Aðrir sérfræðingar draga það þó í efa og telja að meiri háttar hryðjuverk eða annað álíka þyrfti til. Engu að síður er ljóst að í vanda stefnir, einkum í Bandaríkjunum, þar sem næg hráolía er til en vinnslustöðvar hafa ekki við. Nokkrar af stærstu olíuhreinsunarstöðvunum sem þjóna Bandaríkjunum hafa þurft að hætta vinnslu vegna bilana eða verkfalla í vikunni og í Nígeríu, sem er einn stærsti olíuútflytjandi heims, vofir verkfall yfir. Í næsta mánuði hefst sumarleyfistíminn í Bandaríkjunum með tilheyrandi bílferðum og þá er næsta víst að eldsneytisverð getur hækkað. Heimsmarkaðsverð á olíufatinu er nú meira en helmingi hærra en í byrjun árs 2002, en sé tekið tillit til verðbólgu og annarra þátta er verðið nú þó ekki jafn hátt og eftir byltinguna í Íran árið 1979. Þá kostaði olíufatið að núvirði 80 dollara. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Olíuverð á heimsmarkaði náði sögulegu hámarki í gær, enn á ný. Það hefur hækkað um meira en helming frá því árið 2002. Um miðjan dag í gær kostaði olíufatið 57,70 dollara í New York og 56,51 dollara í Lundúnum. Verðið hefur aldrei verið hærra og óttast sérfræðingar á markaði að enn sé svigrúm fyrir hækkun. Sérfræðingar Goldman Sachs telja meira að segja líkur á verðsprengingu sem ljúki fyrst þegar verðið nái 105 dollurum á fatið. Aðrir sérfræðingar draga það þó í efa og telja að meiri háttar hryðjuverk eða annað álíka þyrfti til. Engu að síður er ljóst að í vanda stefnir, einkum í Bandaríkjunum, þar sem næg hráolía er til en vinnslustöðvar hafa ekki við. Nokkrar af stærstu olíuhreinsunarstöðvunum sem þjóna Bandaríkjunum hafa þurft að hætta vinnslu vegna bilana eða verkfalla í vikunni og í Nígeríu, sem er einn stærsti olíuútflytjandi heims, vofir verkfall yfir. Í næsta mánuði hefst sumarleyfistíminn í Bandaríkjunum með tilheyrandi bílferðum og þá er næsta víst að eldsneytisverð getur hækkað. Heimsmarkaðsverð á olíufatinu er nú meira en helmingi hærra en í byrjun árs 2002, en sé tekið tillit til verðbólgu og annarra þátta er verðið nú þó ekki jafn hátt og eftir byltinguna í Íran árið 1979. Þá kostaði olíufatið að núvirði 80 dollara.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent