Ekki hræddir við Chelsea 25. apríl 2005 00:01 Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, vill að Mílanóborg hljóti uppreisn æru þegar hans menn mæta PSV Eindhoven í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, eftir ólætin sem settu blett á leik liðsins í síðustu umferð. Rafael Benitez hjá Liverpool segir sína menn klára í slaginn annað kvöld og segir þá ekki hrædda við Chelsea. Milan eygir úrslitaleikinn "Við höfum þegar náð því takmarki að vera á meðal fjögurra bestu liða Evrópu og höfum slegið út frábær lið eins og Manchester United og Inter á leið okkar þangað, svo við erum nokkuð sáttir við leiktíðina," sagði Ancelotti í samtali við heimasíðu AC Milan, en liðið er einnig í harðri toppbaráttu í deildakeppninni heima fyrir. Margir leikmanna Milan virðast vera farnir að hugsa til úrslitaleiksins, en brasilíski varnarmaðurinn Cafú hefur varað sína menn harðlega við að vanmeta hollenska liðið, sem hefur náð frábærum árangri í vetur. "Við erum enn minnugir leikjanna við Deportivo í fyrra, þar sem við féllum úr keppni eftir að vinna fyrri leikinn 4-1, svo að menn vita að það þýðir ekkert að vanmeta andstæðinga sína í þessari keppni," sagði bakvörðurinn sterki. Ekki hræddir við Chelsea Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er hóflega bjartsýnn fyrir undanúrslitaleikinn við Chelsea annað kvöld og segist gera sér grein fyrir að það verði gríðarlega erfiður leikur. "Við höfum náð lengra en flestir spáðu í þessari keppni, en ég held að sjálfstraust leikmanna minna sé í fínu lagi eftir að við lögðum Juventus. Við gerum okkur ljóst að leikurinn við Chelsea verður mjög erfiður af þeirri einföldu staðreynd að þar er á ferð eitt besta lið í heiminum. Við erum hins vegar ekkert hræddir," sagði Benitez, en hin getspaka eiginkona hans er sögð vera búin að spá því að Liverpool vinni Meistaradeildina í ár. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Sjá meira
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, vill að Mílanóborg hljóti uppreisn æru þegar hans menn mæta PSV Eindhoven í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, eftir ólætin sem settu blett á leik liðsins í síðustu umferð. Rafael Benitez hjá Liverpool segir sína menn klára í slaginn annað kvöld og segir þá ekki hrædda við Chelsea. Milan eygir úrslitaleikinn "Við höfum þegar náð því takmarki að vera á meðal fjögurra bestu liða Evrópu og höfum slegið út frábær lið eins og Manchester United og Inter á leið okkar þangað, svo við erum nokkuð sáttir við leiktíðina," sagði Ancelotti í samtali við heimasíðu AC Milan, en liðið er einnig í harðri toppbaráttu í deildakeppninni heima fyrir. Margir leikmanna Milan virðast vera farnir að hugsa til úrslitaleiksins, en brasilíski varnarmaðurinn Cafú hefur varað sína menn harðlega við að vanmeta hollenska liðið, sem hefur náð frábærum árangri í vetur. "Við erum enn minnugir leikjanna við Deportivo í fyrra, þar sem við féllum úr keppni eftir að vinna fyrri leikinn 4-1, svo að menn vita að það þýðir ekkert að vanmeta andstæðinga sína í þessari keppni," sagði bakvörðurinn sterki. Ekki hræddir við Chelsea Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er hóflega bjartsýnn fyrir undanúrslitaleikinn við Chelsea annað kvöld og segist gera sér grein fyrir að það verði gríðarlega erfiður leikur. "Við höfum náð lengra en flestir spáðu í þessari keppni, en ég held að sjálfstraust leikmanna minna sé í fínu lagi eftir að við lögðum Juventus. Við gerum okkur ljóst að leikurinn við Chelsea verður mjög erfiður af þeirri einföldu staðreynd að þar er á ferð eitt besta lið í heiminum. Við erum hins vegar ekkert hræddir," sagði Benitez, en hin getspaka eiginkona hans er sögð vera búin að spá því að Liverpool vinni Meistaradeildina í ár.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Sjá meira