Phoenix 2 - Memphis 0 28. apríl 2005 00:01 Lið Memphis hefur lagt upp með að taka fast á liði Phoenix í viðureignum liðanna, því það er talin eina vonin til að leggja þá að velli. Þetta herbragð gekk næstum því upp hjá Memphis í nótt, en Phoenix Suns sýndu úr hverju þeir eru gerðir og sigruðu, 108-103. Það er ekki heiglum hent að stöðva stormsveit Phoenix sem hefur skorað liða mest í allan vetur, en eins og sérfræðinga voru búnir að spá, hefur Mike Fratello þjálfari Memphis reynt að fá lið sitt til að lemja dálítið á andstæðinugunum, hægja á leiknum og loka miðjunni, því hann telur það einu leiðina til að stöðva Suns, ef það er þá hægt. Amare Stoudamire hjá Phoenix, sem skoraði aðeins 9 stig í fyrsta leik liðanna um helgina, stóð við stóru orðin þegar hann lofaði að bæta leik sinn og setti 34 stig í leiknum. Shawn Marion, sem lék tognaður á hendi, var líka drjúgur í liði Suns og skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Phoenix lenti þrátt fyrir þetta í vandræðum undir lok leiksins og liði þurfti 14-4 rispu á síðustu 4 mínútum leiksins til að tryggja sér sigurinn. Quentin Richardson skoraði þriggja stiga körfu og varði skot á lokamínútunni í leiknum, sem endanlega tryggði sigurinn og Phoenix heldur nú til Memphis með þægilega 2-0 forystu í einvíginu. Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, var ánægður með Amare Stoudamire í leiknum, en tók sér einnig tíma til að hrósa andstæðingunum. "Amare lék frábærlega. Hann er bara 22 ára gamall en hann sýndi svo sannarlega hvað í honum býr," sagði hann um hinn unga framherja sinn, sem reyndar leikur oftast stöðu miðherja í liðinu. "Memphis liðið lék frábærlega á móti okkur og við vissum svosem að þeir myndu berja vel á okkur. Baráttan verður ekki síðri á þeirra heimavelli í næstu tveimur leikjum og við erum tilbúnir í það," sagði hann. Spánverjinn Pau Gasol lék frábærlega í liði Memphis og skoraði 28 stig og hirti 16 fráköst, sem er bæði persónulegt met hans í úrslitakeppni. Mike Fratello þjálfari Memphis, var nokkuð sáttur við leik sinna manna, þrátt fyrir tapið. "Við vorum að gera fína hluti í þessum leik, sem ég held að við getum byggt á í framtíðinni. Liðið er að öðlast reynslu í úrslitakeppni með hverjum leiknum sem líður og menn eru að komast að því hversu erfitt er að vinna leiki í úrslitakeppninni," sagði Fratello. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 34 stig (10 frák), Shawn Marion 22 stig (13 frák, 4 varin skot), Joe Johnson 20 stig (8 frák), Quentin Richardson 15 stig, Steve Nash 12 stig (15 stoðs), Steven Hunter 5 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Memphis:Pau Gasol 28 stig (16 frák, 5 stoðs), Jason Williams 21 stig, Brian Cardinal 13 stig, Lorenzen Wright 12 stig, Shane Battier 9 stig, James Posey 9 stig, Dahntay Jones 8 stig. NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira
Lið Memphis hefur lagt upp með að taka fast á liði Phoenix í viðureignum liðanna, því það er talin eina vonin til að leggja þá að velli. Þetta herbragð gekk næstum því upp hjá Memphis í nótt, en Phoenix Suns sýndu úr hverju þeir eru gerðir og sigruðu, 108-103. Það er ekki heiglum hent að stöðva stormsveit Phoenix sem hefur skorað liða mest í allan vetur, en eins og sérfræðinga voru búnir að spá, hefur Mike Fratello þjálfari Memphis reynt að fá lið sitt til að lemja dálítið á andstæðinugunum, hægja á leiknum og loka miðjunni, því hann telur það einu leiðina til að stöðva Suns, ef það er þá hægt. Amare Stoudamire hjá Phoenix, sem skoraði aðeins 9 stig í fyrsta leik liðanna um helgina, stóð við stóru orðin þegar hann lofaði að bæta leik sinn og setti 34 stig í leiknum. Shawn Marion, sem lék tognaður á hendi, var líka drjúgur í liði Suns og skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Phoenix lenti þrátt fyrir þetta í vandræðum undir lok leiksins og liði þurfti 14-4 rispu á síðustu 4 mínútum leiksins til að tryggja sér sigurinn. Quentin Richardson skoraði þriggja stiga körfu og varði skot á lokamínútunni í leiknum, sem endanlega tryggði sigurinn og Phoenix heldur nú til Memphis með þægilega 2-0 forystu í einvíginu. Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, var ánægður með Amare Stoudamire í leiknum, en tók sér einnig tíma til að hrósa andstæðingunum. "Amare lék frábærlega. Hann er bara 22 ára gamall en hann sýndi svo sannarlega hvað í honum býr," sagði hann um hinn unga framherja sinn, sem reyndar leikur oftast stöðu miðherja í liðinu. "Memphis liðið lék frábærlega á móti okkur og við vissum svosem að þeir myndu berja vel á okkur. Baráttan verður ekki síðri á þeirra heimavelli í næstu tveimur leikjum og við erum tilbúnir í það," sagði hann. Spánverjinn Pau Gasol lék frábærlega í liði Memphis og skoraði 28 stig og hirti 16 fráköst, sem er bæði persónulegt met hans í úrslitakeppni. Mike Fratello þjálfari Memphis, var nokkuð sáttur við leik sinna manna, þrátt fyrir tapið. "Við vorum að gera fína hluti í þessum leik, sem ég held að við getum byggt á í framtíðinni. Liðið er að öðlast reynslu í úrslitakeppni með hverjum leiknum sem líður og menn eru að komast að því hversu erfitt er að vinna leiki í úrslitakeppninni," sagði Fratello. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 34 stig (10 frák), Shawn Marion 22 stig (13 frák, 4 varin skot), Joe Johnson 20 stig (8 frák), Quentin Richardson 15 stig, Steve Nash 12 stig (15 stoðs), Steven Hunter 5 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Memphis:Pau Gasol 28 stig (16 frák, 5 stoðs), Jason Williams 21 stig, Brian Cardinal 13 stig, Lorenzen Wright 12 stig, Shane Battier 9 stig, James Posey 9 stig, Dahntay Jones 8 stig.
NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira