Boston 1 - Indiana 2 29. apríl 2005 00:01 Lurkum lamið lið Indiana Pacers er að koma nokkuð á óvart í úrslitakeppninni, eins og reyndar nokkrir sérfræðingar voru búnir að spá fyrir einvígi þeirra við Boston. Indiana er komið yfir 2-1, eftir stórsigur á Boston í nótt, 99-76. Það var enn og aftur gamli refurinn Reggie Miller sem gerði gæfumuninn fyrir lið Indiana, en hann skoraði 33 stig í leiknum, sem er hans hæsta stigaskor í úrslitakeppni í þrjú ár. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum, sérstaklega á milli þeirra Jermaine O´Neal hjá Indiana og Antoine Walker hjá Boston. Viðskiptum þeirra lauk með því að Walker var vikið af leikvelli þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum. Sigur Indiana í gær var aldrei í hættu og þrátt fyrir að vera án lykilmanna og með afganginn af liðinu haltrandi, náðu þeir að keyra lið Boston í kaf með hreinum og klárum vilja og baráttu. "Ég þoli hann ekki", sagði Doc Rivers, þjálfari Boston glottandi, þegar hann var spurður út í stórleik Reggie Miller. "Nei, Reggie var frábær í leiknum. Hann er góður leikmaður og fór illa með okkur. Við verðum að finna betri svör við honum," sagði Rivers, sem eftir annan leikinn gagnrýndi Miller haðlega fyrir leikaraskap og óþverrabrögð í leik sínum og vildi meina að hann stundaði að blekkja dómarana. "Þetta var hálf skrítið allt saman, ég á ekki að vera að leika svona vel. Ég er bara að reyna að vera ákveðinn í mínum leik og strákarnir eru að gera mér þetta allt saman auðvelt með góðum hindrunum og sendingum," sagði Miller eftir leikinn, en hinn fertugi skotmaður færði sig upp í 20. sæti yfir stigahæstu leikmenn frá upphafi í úrslitakeppninni. Jermaine O´Neal var spurður út í viðskipti sín við Walker eftir leikinn, en gerði lítið úr riskingunum. "Menn segja ýmsa hluti þarna úti, það er partur af leiknum. Ég tek þessu ekki persónulega," sagði O´Neal, sem er að leika meiddur á öxl en stóð sig vel í nótt. Atkvæðamestir í liði Boston:Paul Pierce 19 stig (6 frák), Gary Payton 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Antoine Walker 14 stig (9 frák), Marcus Banks 7 stig, Kendrick Perkins 6 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 33 stig (7 frák), Jermaine O´Neal 21 stig (11 frák), Stephen Jackson 10 stig (7 frák, 6 stoðs), Dale Davis 9 stig, Fred Jones 7 stig. NBA Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira
Lurkum lamið lið Indiana Pacers er að koma nokkuð á óvart í úrslitakeppninni, eins og reyndar nokkrir sérfræðingar voru búnir að spá fyrir einvígi þeirra við Boston. Indiana er komið yfir 2-1, eftir stórsigur á Boston í nótt, 99-76. Það var enn og aftur gamli refurinn Reggie Miller sem gerði gæfumuninn fyrir lið Indiana, en hann skoraði 33 stig í leiknum, sem er hans hæsta stigaskor í úrslitakeppni í þrjú ár. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum, sérstaklega á milli þeirra Jermaine O´Neal hjá Indiana og Antoine Walker hjá Boston. Viðskiptum þeirra lauk með því að Walker var vikið af leikvelli þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum. Sigur Indiana í gær var aldrei í hættu og þrátt fyrir að vera án lykilmanna og með afganginn af liðinu haltrandi, náðu þeir að keyra lið Boston í kaf með hreinum og klárum vilja og baráttu. "Ég þoli hann ekki", sagði Doc Rivers, þjálfari Boston glottandi, þegar hann var spurður út í stórleik Reggie Miller. "Nei, Reggie var frábær í leiknum. Hann er góður leikmaður og fór illa með okkur. Við verðum að finna betri svör við honum," sagði Rivers, sem eftir annan leikinn gagnrýndi Miller haðlega fyrir leikaraskap og óþverrabrögð í leik sínum og vildi meina að hann stundaði að blekkja dómarana. "Þetta var hálf skrítið allt saman, ég á ekki að vera að leika svona vel. Ég er bara að reyna að vera ákveðinn í mínum leik og strákarnir eru að gera mér þetta allt saman auðvelt með góðum hindrunum og sendingum," sagði Miller eftir leikinn, en hinn fertugi skotmaður færði sig upp í 20. sæti yfir stigahæstu leikmenn frá upphafi í úrslitakeppninni. Jermaine O´Neal var spurður út í viðskipti sín við Walker eftir leikinn, en gerði lítið úr riskingunum. "Menn segja ýmsa hluti þarna úti, það er partur af leiknum. Ég tek þessu ekki persónulega," sagði O´Neal, sem er að leika meiddur á öxl en stóð sig vel í nótt. Atkvæðamestir í liði Boston:Paul Pierce 19 stig (6 frák), Gary Payton 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Antoine Walker 14 stig (9 frák), Marcus Banks 7 stig, Kendrick Perkins 6 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 33 stig (7 frák), Jermaine O´Neal 21 stig (11 frák), Stephen Jackson 10 stig (7 frák, 6 stoðs), Dale Davis 9 stig, Fred Jones 7 stig.
NBA Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira