Detroit 3 - Philadelphia 1 2. maí 2005 00:01 Þegar í harðbakkann slær hjá meisturum Detroit Pistons, geta þeir reitt sig á besta mann úrslitanna í fyrra, Chauncey Billups. Þegar Pistons stóðu frammi fyrir því að Philadelphia væri í þann mund að jafna metin í einvígi liðanna, kom Billups til skjalanna og var maðurinn á bak við 97-92 sigur meistaranna, sem nú þurfa aðeins einn sigur til að komast áfram. Philadelphia var í afar vænlegri stöðu til að jafna metin í einvígi liðanna í 2-2, en Chauncey Billups skoraði 10 stig á síðustu þremur mínútum leiksins og tryggði liði sínu framlengingu með hetjulegri framgöngu sinni. Það var svo Rasheed Wallace sem tók við í framlengingunni og tvær þriggja stiga körfur hans þar tryggðu Pistons endanlega sigurinn. Pistons eiga næsta leik á heimavelli og geta með sigri þar farið áfram í næstu umferð. "Ég var nú ekki að leika neitt sérstaklega framan af leik, en þegar tók að halla undan fæti hjá okkur, ákvað ég að gefast ekki upp baráttulaust. Svo fóru skotin mín að detta og þá voru teiknuð upp nokkur kerfi fyrir mig," sagði Billups, sem skoraði 25 stig í leiknum. "Strákarnir mínir börðust hetjulega í dag, en voru sigraðir af besta liði í heiminum," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia eftir leikinn. "Ég gæti verið dapur yfir þessu tapi - og ég er það, en ég er samt stoltur af frammistöðu okkar í dag, félagar mínir í liðinu léku frábærlega," sagði Allen Iverson eftir leikinn, en enn einn stórleikurinn frá honum dugði liði Philadelphia ekki og nú horfast þeir í augu við vonlítið verkefni, eftir að hafa lent undir 3-1 gegn meisturunum sjálfum. Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (7 stoðs, 6 frák), Richard Hamilton 20, Tayshaun Prince 17 stig (7 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (6 frák), Ben Wallace 12 stig (12 frák), Antonio McDyess 6 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 36 stig (8 stoðs, 5 frák), Chris Webber 23 stig (8 frák), Andre Iguodala 11 stig, Samuel Dalembert 9 stig (15 frák), Willie Green 8 stig. NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Sjá meira
Þegar í harðbakkann slær hjá meisturum Detroit Pistons, geta þeir reitt sig á besta mann úrslitanna í fyrra, Chauncey Billups. Þegar Pistons stóðu frammi fyrir því að Philadelphia væri í þann mund að jafna metin í einvígi liðanna, kom Billups til skjalanna og var maðurinn á bak við 97-92 sigur meistaranna, sem nú þurfa aðeins einn sigur til að komast áfram. Philadelphia var í afar vænlegri stöðu til að jafna metin í einvígi liðanna í 2-2, en Chauncey Billups skoraði 10 stig á síðustu þremur mínútum leiksins og tryggði liði sínu framlengingu með hetjulegri framgöngu sinni. Það var svo Rasheed Wallace sem tók við í framlengingunni og tvær þriggja stiga körfur hans þar tryggðu Pistons endanlega sigurinn. Pistons eiga næsta leik á heimavelli og geta með sigri þar farið áfram í næstu umferð. "Ég var nú ekki að leika neitt sérstaklega framan af leik, en þegar tók að halla undan fæti hjá okkur, ákvað ég að gefast ekki upp baráttulaust. Svo fóru skotin mín að detta og þá voru teiknuð upp nokkur kerfi fyrir mig," sagði Billups, sem skoraði 25 stig í leiknum. "Strákarnir mínir börðust hetjulega í dag, en voru sigraðir af besta liði í heiminum," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia eftir leikinn. "Ég gæti verið dapur yfir þessu tapi - og ég er það, en ég er samt stoltur af frammistöðu okkar í dag, félagar mínir í liðinu léku frábærlega," sagði Allen Iverson eftir leikinn, en enn einn stórleikurinn frá honum dugði liði Philadelphia ekki og nú horfast þeir í augu við vonlítið verkefni, eftir að hafa lent undir 3-1 gegn meisturunum sjálfum. Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 25 stig (7 stoðs, 6 frák), Richard Hamilton 20, Tayshaun Prince 17 stig (7 frák, 6 stoðs), Rasheed Wallace 17 stig (6 frák), Ben Wallace 12 stig (12 frák), Antonio McDyess 6 stig (5 frák).Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 36 stig (8 stoðs, 5 frák), Chris Webber 23 stig (8 frák), Andre Iguodala 11 stig, Samuel Dalembert 9 stig (15 frák), Willie Green 8 stig.
NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Sjá meira