Miami 4 - New Jersey 0 2. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Dwayne Wade sá til þess að Miami Heat sópaði liði New Jersey Nets úr keppni 4-0 í gær, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal væri á annari löppinni. Wade skoraði 34 stig í 110-97 sigri Miami í gær og nú fær stóri maðurinn að minnsta kosti viku til að jafna sig af meiðslum sínum. Það er ansi langt síðan Shaquille O´Neal hefur leikið hálfan leik án þess að skora stig, en það gerðist í nótt, því tröllið virtist vera í miklum vandræðum með meiðslin sem hann hlaut í einum af síðustu leikjum tímabilsins. Það kom þó ekki að sök, því Dwayne Wade og félagar hans í Miami liðinu voru í góðum gír og kláruðu dæmið. Þrátt fyrir að Wade hafi farið á kostum í einvíginu við Nets, var grundvallarmunurinn á liðunum dýptin, því varamannabekkur Nets var einfaldlega of þunnur og liðið þurfti að treysta á of fáa menn til að bera sóknarleikinn. Shaquille O´Neal hresstist örlítið í síðari hálfleiknum í gær og skoraði þar 17 stig, sem flest komu eftir sendingu frá Wade, inn á milli þess sem hann skoraði körfur sjálfur í öllum regnbogans litum. Wade komst í mjög nafntogaðan hóp í einvíginu við Nets, en aðeins sex aðrir leikmenn í sögu NBA hafa skorað yfir 25 stig að meðaltali, gefið 8 stoðsendingar, hirt 6 fráköst og hitt yfir 50% í seríu í úrslitakeppninni. Það eru þeir Wilt Chamberlain, Larry Bird, Magic Johnson, Bob Cousy, Oscar Robertson og nú síðast Michael Jordan, sem eru í þessum hópi og þeir eru allir í heiðurshöllinni. "Hann hefur verið súperstjarna í allan vetur og meira að segja í fyrravetur líka. Það er bara fyrst núna sem þið eruð að taka eftir því," sagði Shaquille O´Neal við blaðamenn um félaga sinn Wade. "Venjulega gefast lið upp þegar þau lenda undir eins og við gerðum í þessu einvígi, en mínir menn neituðu að gefast upp og börðust og börðust. Þegar við sóttum að Miami, lyftu þeir leik sínum einfaldlegar á hærra plan og við höfðum ekki svör við því," sagði Lawrence Frank, þjálfari New Jersey eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 34 stig (9 stoðs), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 17 stig (8 frák), Alonzo Mourning 11 stig, Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 10 stig.Atkvæðamestir í liði New Jersey:Jason Kidd 25 stig (7 stoðs), Vince Carter 23 stig (10 frák, hitti úr 6 af 22 skotum), Richard Jefferson 17 stig (6 frák, 6 stoðs), Nenad Krstic 17 stig (6 frák), Clifford Robinson 8 stig. NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Sjá meira
Dwayne Wade sá til þess að Miami Heat sópaði liði New Jersey Nets úr keppni 4-0 í gær, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal væri á annari löppinni. Wade skoraði 34 stig í 110-97 sigri Miami í gær og nú fær stóri maðurinn að minnsta kosti viku til að jafna sig af meiðslum sínum. Það er ansi langt síðan Shaquille O´Neal hefur leikið hálfan leik án þess að skora stig, en það gerðist í nótt, því tröllið virtist vera í miklum vandræðum með meiðslin sem hann hlaut í einum af síðustu leikjum tímabilsins. Það kom þó ekki að sök, því Dwayne Wade og félagar hans í Miami liðinu voru í góðum gír og kláruðu dæmið. Þrátt fyrir að Wade hafi farið á kostum í einvíginu við Nets, var grundvallarmunurinn á liðunum dýptin, því varamannabekkur Nets var einfaldlega of þunnur og liðið þurfti að treysta á of fáa menn til að bera sóknarleikinn. Shaquille O´Neal hresstist örlítið í síðari hálfleiknum í gær og skoraði þar 17 stig, sem flest komu eftir sendingu frá Wade, inn á milli þess sem hann skoraði körfur sjálfur í öllum regnbogans litum. Wade komst í mjög nafntogaðan hóp í einvíginu við Nets, en aðeins sex aðrir leikmenn í sögu NBA hafa skorað yfir 25 stig að meðaltali, gefið 8 stoðsendingar, hirt 6 fráköst og hitt yfir 50% í seríu í úrslitakeppninni. Það eru þeir Wilt Chamberlain, Larry Bird, Magic Johnson, Bob Cousy, Oscar Robertson og nú síðast Michael Jordan, sem eru í þessum hópi og þeir eru allir í heiðurshöllinni. "Hann hefur verið súperstjarna í allan vetur og meira að segja í fyrravetur líka. Það er bara fyrst núna sem þið eruð að taka eftir því," sagði Shaquille O´Neal við blaðamenn um félaga sinn Wade. "Venjulega gefast lið upp þegar þau lenda undir eins og við gerðum í þessu einvígi, en mínir menn neituðu að gefast upp og börðust og börðust. Þegar við sóttum að Miami, lyftu þeir leik sínum einfaldlegar á hærra plan og við höfðum ekki svör við því," sagði Lawrence Frank, þjálfari New Jersey eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 34 stig (9 stoðs), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 17 stig (8 frák), Alonzo Mourning 11 stig, Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 10 stig.Atkvæðamestir í liði New Jersey:Jason Kidd 25 stig (7 stoðs), Vince Carter 23 stig (10 frák, hitti úr 6 af 22 skotum), Richard Jefferson 17 stig (6 frák, 6 stoðs), Nenad Krstic 17 stig (6 frák), Clifford Robinson 8 stig.
NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Sjá meira