Dallas 3 - Houston 2 3. maí 2005 00:01 Heilladísirnar virðast vera að snúast á band Dallas Mavericks, en liðið lagði Houston Rockets í fyrsta skipti á heimavelli í nótt 103-100 og hefur nú náð forystu í einvígi liðanna. Máttastólpar Houston liðsins, þeir Yao Ming og Tracy McGrady virðast ekki hafa orku til að bera liðið á herðum sér lengur og í nótt fengu þeir tækifæri til að gera út um leikinn, en höfðu ekki taugar í það. Rockets hafa haft forystu á lykilaugnablikum í síðustu þremur leikjum, en það er eins og liðið skorti bæði kjark og úthald í að klára dæmið. Þeir geta nú jafnað metin í seríunni í næsta leik sem fram fer á heimavelli þeirra í Houston, en þar hafa þeir reyndar tapað báðum leikjum sínum í einvíginu og því má deila um það hversu vel það hentar liðinu að leika þar. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas í nótt, en það setti óneitanlega blett á leikinn að Michael Finley sást greinilega hirða frákast á lokasekúndum leiksins, með báða fætur utan vallar, en dómararnir urðu þess ekki varir og dæmdu ekkert. "Það var súrt að sjá hann komast upp með þetta, því þetta gerðist beint fyrir framan varamannabekk okkar og við sáum allir að hann var kominn með báðar lappirnar út af vellinum. Það er dýrt á þessum tímapunkti, en hvað getur maður gert, við töpuðum," sagði Jon Barry, leikmaður Houston. "Við höfum ekker til að gleðjast yfir ennþá. Þetta er ekki búið fyrr en við vinnum fjóra leiki og þangað til það gerist, erum við ekki búnir að vinna neitt," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. Atkvæðamestir í liði Dallas:Dirk Nowitzki 23 stig (13 frák, 4 stolnir), Josh Howard 17 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 17 stig, Jason Terry 13 stig (7 stoðs), Michael Finley 12 stig (6 frák), Marquis Daniels 11 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Yao Ming 30 stig (8 frák, 3 varin), Tracy McGrady 25 stig (9 frák, 6 stoðs, 3 stolnir), Mike James 16 stig (5 stoðs), David Wesley 8 stig, Jon Barry 7 stig, Bob Sura 7 stig. NBA Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira
Heilladísirnar virðast vera að snúast á band Dallas Mavericks, en liðið lagði Houston Rockets í fyrsta skipti á heimavelli í nótt 103-100 og hefur nú náð forystu í einvígi liðanna. Máttastólpar Houston liðsins, þeir Yao Ming og Tracy McGrady virðast ekki hafa orku til að bera liðið á herðum sér lengur og í nótt fengu þeir tækifæri til að gera út um leikinn, en höfðu ekki taugar í það. Rockets hafa haft forystu á lykilaugnablikum í síðustu þremur leikjum, en það er eins og liðið skorti bæði kjark og úthald í að klára dæmið. Þeir geta nú jafnað metin í seríunni í næsta leik sem fram fer á heimavelli þeirra í Houston, en þar hafa þeir reyndar tapað báðum leikjum sínum í einvíginu og því má deila um það hversu vel það hentar liðinu að leika þar. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas í nótt, en það setti óneitanlega blett á leikinn að Michael Finley sást greinilega hirða frákast á lokasekúndum leiksins, með báða fætur utan vallar, en dómararnir urðu þess ekki varir og dæmdu ekkert. "Það var súrt að sjá hann komast upp með þetta, því þetta gerðist beint fyrir framan varamannabekk okkar og við sáum allir að hann var kominn með báðar lappirnar út af vellinum. Það er dýrt á þessum tímapunkti, en hvað getur maður gert, við töpuðum," sagði Jon Barry, leikmaður Houston. "Við höfum ekker til að gleðjast yfir ennþá. Þetta er ekki búið fyrr en við vinnum fjóra leiki og þangað til það gerist, erum við ekki búnir að vinna neitt," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. Atkvæðamestir í liði Dallas:Dirk Nowitzki 23 stig (13 frák, 4 stolnir), Josh Howard 17 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 17 stig, Jason Terry 13 stig (7 stoðs), Michael Finley 12 stig (6 frák), Marquis Daniels 11 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Yao Ming 30 stig (8 frák, 3 varin), Tracy McGrady 25 stig (9 frák, 6 stoðs, 3 stolnir), Mike James 16 stig (5 stoðs), David Wesley 8 stig, Jon Barry 7 stig, Bob Sura 7 stig.
NBA Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira