Sport

Cech segir Chelsea í góðri stöðu

Petr Cech, markvörður Chelsea, segir sína menn í góðri aðstöðu til að leggja Liverpool í meistaradeildinni í kvöld, ekki síst vegna þess að bæði Damien Duff og Arjen Robben hafa lýst sig klára í slaginn. "Lykillinn fyrir okkur er að halda hreinu í kvöld og við vitum að við getum það, við höfum gert það áður á Anfield í vetur. Við vitum hvað við þurfum að gera og verðum klárir í slaginn. Þeir þurfa að skora mark á heimavelli sínum, en það mun reynast þeim erfiðara því þeir munu sakna Xabi Alonso á miðjunni. Hann er góður sendingamaður og þeir myndu vilja hafa hann með í leiknum. Við munum hafa meira pláss til að sækja af því við erum á útivelli og þeir gætu orðið dálítið yfir spenntir að leika fyrir framan áhorfendur sína. Ég hef fulla trú á að við förum áfram úr þessari rimmu." sagði markvörðurinn. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:30.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×