Einstakt í sögu keppninnar 26. maí 2005 00:01 Afrek Liverpool, að lenda 3-0 undir gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en jafna leikinn 3-3 og vinna svo í vítaspyrnukeppni, er einstakt í sögu sterkustu deildar heims og í fyrsta skipti sem slíkt gerist í sögu keppninnar. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var mögnuð skemmtun. Paolo Maldini kom Milan yfir á fyrstu mínútu og Hernan Crespo bætti við tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. En á sex mínútuna kafla jafnaði Liverpool metin með mörkum frá Steven Gerrard, Vladimir Smicer og Xabi Alonso. Jerzy Dudek var svo hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni þegar hann varði tvær vítaspyrnur. Þetta var fimmti Evrópumeistaratitill félagsins. Framtíð Gerrards, fyrirliða Liverpool, hefur verið í nokkurri óvissu að undanförnu en í leikslok, þegar hann hafði hampað Evrópumeistaratitlinum sem næstyngsti fyrirliðinn í sögu keppninnar, sagði hann í viðtali: „Hvernig get ég farið eftir kvöld sem þetta?“ Gerrard var valinn maður leiksins. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, fetaði í fótspor Jose Mourinho, stjóra Chelsea, með því að vinna Meistaradeildina ári eftir að hafa unnið Evrópukeppni félagsliða en þeir eru einu stjórarnir sem hafa afrekað það. Bentiez náði strax á sínu fyrsta ári að skrá nafn sitt gylltu letri í sögu Liverpool með því að verða Evrópumeistari líkt og Bob Paisley og Joe Fagan, fyrrum stjórar félagsins. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og eigandi AC Milan, sagði að Milan hefði verið miklu sterkara liðið. „En fótbolti er eins og pólitík: Þú heldur að sigurinn sé í höfn en svo kemur í ljós að svo var ekki,“ sagði Berlusconi. Ítölsk dagblöð segja leikinn martröð líkastan og eitt blaðið segir að rithöfundurinn Agatha Christie hefði ekki einu sinni getað samið svona reyfara. Spænskir fjölmiðlar gera mikið úr afreki Liverpool og Benitez og kalla hann kónginn á Merseyside. Þá fær Xabi Alonso mikið hrós fyrir frammistöðuna. Meira að segja þýska blaðið Bild sagði þetta magnaðasta úrslitaleikinn í 50 ára sögu Meistaradeildarinnar, sem áður hét Evrópukeppni meistaraliða, og hrósar Dietmar Hamann í hástert. Enskir fjölmiðlar eru hástemmdir í lýsingum sínum á afreki Liverpool og The Guardian segir að það hafi þurft ímyndunarafl H.G. Wells til þess að láta sig dreyma um leik eins og þennan. „Kraftaverkið í Istanbul“ sagði Times og „Hinir ótrúlegu“ sagði The Sun á forsíðu. Búist er við gríðarlegum fagnaðarlátum í Liverpool í dag þegar hetjurnar koma heim. Myndir frá heimkomunni verða sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Afrek Liverpool, að lenda 3-0 undir gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en jafna leikinn 3-3 og vinna svo í vítaspyrnukeppni, er einstakt í sögu sterkustu deildar heims og í fyrsta skipti sem slíkt gerist í sögu keppninnar. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var mögnuð skemmtun. Paolo Maldini kom Milan yfir á fyrstu mínútu og Hernan Crespo bætti við tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. En á sex mínútuna kafla jafnaði Liverpool metin með mörkum frá Steven Gerrard, Vladimir Smicer og Xabi Alonso. Jerzy Dudek var svo hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni þegar hann varði tvær vítaspyrnur. Þetta var fimmti Evrópumeistaratitill félagsins. Framtíð Gerrards, fyrirliða Liverpool, hefur verið í nokkurri óvissu að undanförnu en í leikslok, þegar hann hafði hampað Evrópumeistaratitlinum sem næstyngsti fyrirliðinn í sögu keppninnar, sagði hann í viðtali: „Hvernig get ég farið eftir kvöld sem þetta?“ Gerrard var valinn maður leiksins. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, fetaði í fótspor Jose Mourinho, stjóra Chelsea, með því að vinna Meistaradeildina ári eftir að hafa unnið Evrópukeppni félagsliða en þeir eru einu stjórarnir sem hafa afrekað það. Bentiez náði strax á sínu fyrsta ári að skrá nafn sitt gylltu letri í sögu Liverpool með því að verða Evrópumeistari líkt og Bob Paisley og Joe Fagan, fyrrum stjórar félagsins. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og eigandi AC Milan, sagði að Milan hefði verið miklu sterkara liðið. „En fótbolti er eins og pólitík: Þú heldur að sigurinn sé í höfn en svo kemur í ljós að svo var ekki,“ sagði Berlusconi. Ítölsk dagblöð segja leikinn martröð líkastan og eitt blaðið segir að rithöfundurinn Agatha Christie hefði ekki einu sinni getað samið svona reyfara. Spænskir fjölmiðlar gera mikið úr afreki Liverpool og Benitez og kalla hann kónginn á Merseyside. Þá fær Xabi Alonso mikið hrós fyrir frammistöðuna. Meira að segja þýska blaðið Bild sagði þetta magnaðasta úrslitaleikinn í 50 ára sögu Meistaradeildarinnar, sem áður hét Evrópukeppni meistaraliða, og hrósar Dietmar Hamann í hástert. Enskir fjölmiðlar eru hástemmdir í lýsingum sínum á afreki Liverpool og The Guardian segir að það hafi þurft ímyndunarafl H.G. Wells til þess að láta sig dreyma um leik eins og þennan. „Kraftaverkið í Istanbul“ sagði Times og „Hinir ótrúlegu“ sagði The Sun á forsíðu. Búist er við gríðarlegum fagnaðarlátum í Liverpool í dag þegar hetjurnar koma heim. Myndir frá heimkomunni verða sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira