Einstakt í sögu keppninnar 26. maí 2005 00:01 Afrek Liverpool, að lenda 3-0 undir gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en jafna leikinn 3-3 og vinna svo í vítaspyrnukeppni, er einstakt í sögu sterkustu deildar heims og í fyrsta skipti sem slíkt gerist í sögu keppninnar. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var mögnuð skemmtun. Paolo Maldini kom Milan yfir á fyrstu mínútu og Hernan Crespo bætti við tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. En á sex mínútuna kafla jafnaði Liverpool metin með mörkum frá Steven Gerrard, Vladimir Smicer og Xabi Alonso. Jerzy Dudek var svo hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni þegar hann varði tvær vítaspyrnur. Þetta var fimmti Evrópumeistaratitill félagsins. Framtíð Gerrards, fyrirliða Liverpool, hefur verið í nokkurri óvissu að undanförnu en í leikslok, þegar hann hafði hampað Evrópumeistaratitlinum sem næstyngsti fyrirliðinn í sögu keppninnar, sagði hann í viðtali: „Hvernig get ég farið eftir kvöld sem þetta?“ Gerrard var valinn maður leiksins. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, fetaði í fótspor Jose Mourinho, stjóra Chelsea, með því að vinna Meistaradeildina ári eftir að hafa unnið Evrópukeppni félagsliða en þeir eru einu stjórarnir sem hafa afrekað það. Bentiez náði strax á sínu fyrsta ári að skrá nafn sitt gylltu letri í sögu Liverpool með því að verða Evrópumeistari líkt og Bob Paisley og Joe Fagan, fyrrum stjórar félagsins. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og eigandi AC Milan, sagði að Milan hefði verið miklu sterkara liðið. „En fótbolti er eins og pólitík: Þú heldur að sigurinn sé í höfn en svo kemur í ljós að svo var ekki,“ sagði Berlusconi. Ítölsk dagblöð segja leikinn martröð líkastan og eitt blaðið segir að rithöfundurinn Agatha Christie hefði ekki einu sinni getað samið svona reyfara. Spænskir fjölmiðlar gera mikið úr afreki Liverpool og Benitez og kalla hann kónginn á Merseyside. Þá fær Xabi Alonso mikið hrós fyrir frammistöðuna. Meira að segja þýska blaðið Bild sagði þetta magnaðasta úrslitaleikinn í 50 ára sögu Meistaradeildarinnar, sem áður hét Evrópukeppni meistaraliða, og hrósar Dietmar Hamann í hástert. Enskir fjölmiðlar eru hástemmdir í lýsingum sínum á afreki Liverpool og The Guardian segir að það hafi þurft ímyndunarafl H.G. Wells til þess að láta sig dreyma um leik eins og þennan. „Kraftaverkið í Istanbul“ sagði Times og „Hinir ótrúlegu“ sagði The Sun á forsíðu. Búist er við gríðarlegum fagnaðarlátum í Liverpool í dag þegar hetjurnar koma heim. Myndir frá heimkomunni verða sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira
Afrek Liverpool, að lenda 3-0 undir gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en jafna leikinn 3-3 og vinna svo í vítaspyrnukeppni, er einstakt í sögu sterkustu deildar heims og í fyrsta skipti sem slíkt gerist í sögu keppninnar. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var mögnuð skemmtun. Paolo Maldini kom Milan yfir á fyrstu mínútu og Hernan Crespo bætti við tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. En á sex mínútuna kafla jafnaði Liverpool metin með mörkum frá Steven Gerrard, Vladimir Smicer og Xabi Alonso. Jerzy Dudek var svo hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni þegar hann varði tvær vítaspyrnur. Þetta var fimmti Evrópumeistaratitill félagsins. Framtíð Gerrards, fyrirliða Liverpool, hefur verið í nokkurri óvissu að undanförnu en í leikslok, þegar hann hafði hampað Evrópumeistaratitlinum sem næstyngsti fyrirliðinn í sögu keppninnar, sagði hann í viðtali: „Hvernig get ég farið eftir kvöld sem þetta?“ Gerrard var valinn maður leiksins. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, fetaði í fótspor Jose Mourinho, stjóra Chelsea, með því að vinna Meistaradeildina ári eftir að hafa unnið Evrópukeppni félagsliða en þeir eru einu stjórarnir sem hafa afrekað það. Bentiez náði strax á sínu fyrsta ári að skrá nafn sitt gylltu letri í sögu Liverpool með því að verða Evrópumeistari líkt og Bob Paisley og Joe Fagan, fyrrum stjórar félagsins. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og eigandi AC Milan, sagði að Milan hefði verið miklu sterkara liðið. „En fótbolti er eins og pólitík: Þú heldur að sigurinn sé í höfn en svo kemur í ljós að svo var ekki,“ sagði Berlusconi. Ítölsk dagblöð segja leikinn martröð líkastan og eitt blaðið segir að rithöfundurinn Agatha Christie hefði ekki einu sinni getað samið svona reyfara. Spænskir fjölmiðlar gera mikið úr afreki Liverpool og Benitez og kalla hann kónginn á Merseyside. Þá fær Xabi Alonso mikið hrós fyrir frammistöðuna. Meira að segja þýska blaðið Bild sagði þetta magnaðasta úrslitaleikinn í 50 ára sögu Meistaradeildarinnar, sem áður hét Evrópukeppni meistaraliða, og hrósar Dietmar Hamann í hástert. Enskir fjölmiðlar eru hástemmdir í lýsingum sínum á afreki Liverpool og The Guardian segir að það hafi þurft ímyndunarafl H.G. Wells til þess að láta sig dreyma um leik eins og þennan. „Kraftaverkið í Istanbul“ sagði Times og „Hinir ótrúlegu“ sagði The Sun á forsíðu. Búist er við gríðarlegum fagnaðarlátum í Liverpool í dag þegar hetjurnar koma heim. Myndir frá heimkomunni verða sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira