Evrópulestin farin út af sporinu 2. júní 2005 00:01 Hollendingar greiddu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins náðarhöggið í fyrrakvöld þegar þeir kolfelldu plaggið í þjóðaratkvæðagreiðslu sinni. 62 prósent þjóðarinnar höfnuðu skránni á meðan aðeins rúmur þriðjungur sagði já. Engar líkur eru á að stjórnarskrársáttmálinn taki gildi í núverandi mynd heldur er fyrirsjáanlegt að verulegt bakslag komi nú í Evrópusamrunann. Fullgildingarferlið haldi áfram... Strax að lokinni atkvæðagreiðslunni í Hollandi létu viðbrögð ráðamanna ekki á sér standa. Þrátt fyrir að fæstir þeirra reyndu að dylja vonbrigði sín á nokkurn hátt hvöttu þeir samt til að fullgildingarferlinu yrði haldið áfram. Þótt skýrt sé á um það kveðið að öll aðildarríkin 25 verði að staðfesta stjórnarskrána til að hún öðlist gildi er út af fyrir sig ekki fráleitt að halda ferlinu áfram. Þegar þjóðarleiðtogarnir 25 undirrituðu sáttmálann í Róm í október síðastliðnum lýstu þeir því jafnframt yfir að ef að minnsta kosti tuttugu ríki staðfestu hann þá mætti gera á honum einhverjar breytingar til að mæta óskum þeirra leiðtoga sem rötuðu í vandræði með staðfestinguna heima fyrir. Þegar eru tíu ríki búin að staðfesta sáttmálann, síðast Lettland í gærmorgun, en þrettán eiga það ennþá eftir. ...þótt það sé í raun fráleitt Þegar betur er að gáð virðist hins vegar tilgangslaust að halda ferlinu áfram. Í fyrsta lagi er fráleitt að ætla almenningi í þeim ríkjum sem þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í að kjósa um plagg sem svo mikil óvissa ríkir um. Í öðru lagi virðist niðurstaðan í Frakklandi og Hollandi hafa breytt svo pólitísku andrúmslofti álfunnar að útlit er fyrir að aðrar þjóðir sem áður voru hlynntar sáttmálanum muni nú fella hann. Þegar skoðananakannanir benda til að Lúxemborgarar, sem eru með áköfustu ESB-sinnum, gætu sagt nei í atkvæðagreiðslu sinni 10. júlí þá er heldur bjartsýnt að reikna með að efasemdaseggir á borð við Dani og Breta muni leggja blessun sína yfir sáttmálann. Í þriðja lagi þá gerði enginn ráð fyrir því að sáttmálanum yrði hafnað í sjálfum kjarnaríkjum sambandsins heldur var búist við andstöðu í smærri ríkjum þess eins og Danmörku, eða Bretlandi sem hefur alltaf verið á jaðri sambandsins bæði í landfræðilegum og pólitískum skilningi. Vissulega er mögulegt fyrir óánægð ríki að taka pokann og yfirgefa sambandið en útilokað er að ímynda sér ESB án þátttöku Frakka. Lífgunartilraunir hugsanlegar Hvað sem þessu líður hafa nokkrar leiðir verið nefndar til að bjarga sáttmálanum, eða að minnsta kosti leifunum af honum. Giuliano Amato, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og einn höfunda stjórnarskrársáttmálans, hefur stungið upp á að hlutum hennar verði einfaldlega bætt við Nice-sáttmálann sem nú er í gildi. Hefur staða utanríkisráðherra sambandsins sérstaklega verið nefnd í þessu samhengi en talið er að hægt sé að stofna hana án flókinna lagabreytinga. Það þýddi auðvitað að metnaðarfyllri ákvæði plaggsins sem ganga þyrftu í gegnum fullgildingarferli yrðu látin lönd og leið. Nokkrir hafa lagt til að samið verði að nýju um ákveðin ákvæði stjórnarskrárinnar og svo verði einfaldlega kosið aftur, líkt og Írar gerðu árið 2002 þegar þeir kusu í annað sinn um Nice-sáttmálann. Hins vegar þykir ólíklegt að nokkur sátt náist um þau ákvæði sem helst hefur staðið styr um. Frakkar vilja að sáttmálinn tryggi félagsleg réttindi betur en nú stendur til. Þessu eru á hinn bóginn mörg aðildarríkjanna andvíg, ekki síst Bretar, því þau óttast að slíkar ráðstafanir verði á kostnað frjálsræðis í viðskiptum. Hurðum sambandsins skellt Höfnun stjórnarskrársáttmálans er eitthvert mesta áfall sem Evópusambandið hefur orðið fyrir og líklegt er að bakslag komi í samrunann á næstu árum. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hitti sennilega naglann á höfuðið í gær þegar hann sagði að úrslitin í Hollandi og Frakklandi vektu upp áleitnar spurningar um framtíð Evrópu sem engin svör væru til við. Fyrirsjáanlegt er að í hönd fari mikil endurskoðun á tilgangi og markmiðum ESB. Í svipinn virðast úrslit síðustu daga helst boða slæm tíðindi fyrir þau ríki sem nú banka á dyr sambandsins. Fjölmargir Frakkar sem sögðu nei gerðu það vegna andstöðu við aðild Tyrkja að ESB og vitað er að Angela Merkel, sem gæti orðið kanslari í Þýskalandi í haust, leggst jafnframt gegn henni. Jafnvel gæti hurðinni verið skellt á Búlgara og Rúmena sem búið er að lofa aðild að ESB þar sem franska þingið á enn eftir að leggja blessun sína yfir inngöngu þeirra. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Hollendingar greiddu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins náðarhöggið í fyrrakvöld þegar þeir kolfelldu plaggið í þjóðaratkvæðagreiðslu sinni. 62 prósent þjóðarinnar höfnuðu skránni á meðan aðeins rúmur þriðjungur sagði já. Engar líkur eru á að stjórnarskrársáttmálinn taki gildi í núverandi mynd heldur er fyrirsjáanlegt að verulegt bakslag komi nú í Evrópusamrunann. Fullgildingarferlið haldi áfram... Strax að lokinni atkvæðagreiðslunni í Hollandi létu viðbrögð ráðamanna ekki á sér standa. Þrátt fyrir að fæstir þeirra reyndu að dylja vonbrigði sín á nokkurn hátt hvöttu þeir samt til að fullgildingarferlinu yrði haldið áfram. Þótt skýrt sé á um það kveðið að öll aðildarríkin 25 verði að staðfesta stjórnarskrána til að hún öðlist gildi er út af fyrir sig ekki fráleitt að halda ferlinu áfram. Þegar þjóðarleiðtogarnir 25 undirrituðu sáttmálann í Róm í október síðastliðnum lýstu þeir því jafnframt yfir að ef að minnsta kosti tuttugu ríki staðfestu hann þá mætti gera á honum einhverjar breytingar til að mæta óskum þeirra leiðtoga sem rötuðu í vandræði með staðfestinguna heima fyrir. Þegar eru tíu ríki búin að staðfesta sáttmálann, síðast Lettland í gærmorgun, en þrettán eiga það ennþá eftir. ...þótt það sé í raun fráleitt Þegar betur er að gáð virðist hins vegar tilgangslaust að halda ferlinu áfram. Í fyrsta lagi er fráleitt að ætla almenningi í þeim ríkjum sem þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í að kjósa um plagg sem svo mikil óvissa ríkir um. Í öðru lagi virðist niðurstaðan í Frakklandi og Hollandi hafa breytt svo pólitísku andrúmslofti álfunnar að útlit er fyrir að aðrar þjóðir sem áður voru hlynntar sáttmálanum muni nú fella hann. Þegar skoðananakannanir benda til að Lúxemborgarar, sem eru með áköfustu ESB-sinnum, gætu sagt nei í atkvæðagreiðslu sinni 10. júlí þá er heldur bjartsýnt að reikna með að efasemdaseggir á borð við Dani og Breta muni leggja blessun sína yfir sáttmálann. Í þriðja lagi þá gerði enginn ráð fyrir því að sáttmálanum yrði hafnað í sjálfum kjarnaríkjum sambandsins heldur var búist við andstöðu í smærri ríkjum þess eins og Danmörku, eða Bretlandi sem hefur alltaf verið á jaðri sambandsins bæði í landfræðilegum og pólitískum skilningi. Vissulega er mögulegt fyrir óánægð ríki að taka pokann og yfirgefa sambandið en útilokað er að ímynda sér ESB án þátttöku Frakka. Lífgunartilraunir hugsanlegar Hvað sem þessu líður hafa nokkrar leiðir verið nefndar til að bjarga sáttmálanum, eða að minnsta kosti leifunum af honum. Giuliano Amato, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og einn höfunda stjórnarskrársáttmálans, hefur stungið upp á að hlutum hennar verði einfaldlega bætt við Nice-sáttmálann sem nú er í gildi. Hefur staða utanríkisráðherra sambandsins sérstaklega verið nefnd í þessu samhengi en talið er að hægt sé að stofna hana án flókinna lagabreytinga. Það þýddi auðvitað að metnaðarfyllri ákvæði plaggsins sem ganga þyrftu í gegnum fullgildingarferli yrðu látin lönd og leið. Nokkrir hafa lagt til að samið verði að nýju um ákveðin ákvæði stjórnarskrárinnar og svo verði einfaldlega kosið aftur, líkt og Írar gerðu árið 2002 þegar þeir kusu í annað sinn um Nice-sáttmálann. Hins vegar þykir ólíklegt að nokkur sátt náist um þau ákvæði sem helst hefur staðið styr um. Frakkar vilja að sáttmálinn tryggi félagsleg réttindi betur en nú stendur til. Þessu eru á hinn bóginn mörg aðildarríkjanna andvíg, ekki síst Bretar, því þau óttast að slíkar ráðstafanir verði á kostnað frjálsræðis í viðskiptum. Hurðum sambandsins skellt Höfnun stjórnarskrársáttmálans er eitthvert mesta áfall sem Evópusambandið hefur orðið fyrir og líklegt er að bakslag komi í samrunann á næstu árum. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hitti sennilega naglann á höfuðið í gær þegar hann sagði að úrslitin í Hollandi og Frakklandi vektu upp áleitnar spurningar um framtíð Evrópu sem engin svör væru til við. Fyrirsjáanlegt er að í hönd fari mikil endurskoðun á tilgangi og markmiðum ESB. Í svipinn virðast úrslit síðustu daga helst boða slæm tíðindi fyrir þau ríki sem nú banka á dyr sambandsins. Fjölmargir Frakkar sem sögðu nei gerðu það vegna andstöðu við aðild Tyrkja að ESB og vitað er að Angela Merkel, sem gæti orðið kanslari í Þýskalandi í haust, leggst jafnframt gegn henni. Jafnvel gæti hurðinni verið skellt á Búlgara og Rúmena sem búið er að lofa aðild að ESB þar sem franska þingið á enn eftir að leggja blessun sína yfir inngöngu þeirra.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira