Viðskipti erlent

8,3 milljónir milljónamæringa

Fleiri milljónamæringar verða til í Norður-Ameríku og í Asíu en í Evrópu. Þetta kemur fram í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækin Merryll Lynch og Capgemini hafa gefið út. Talið er að í heiminum séu nú um 8,3 milljónir manna sem eiga meira en eina milljón bandaríkjadala, að heimili sínu frátöldu, eða sem nemur um 65 milljónum íslenskra króna. Milljónamæringum fjölgar hraðar í Norður-Ameríku og í Asíu en í Evrópu. Milljónamæringum í heiminum fjölgaði um 600.000 í fyrra. Í Norður-Ameríku eru um 2,7 milljónir milljónamæringa, eða tíu prósentum fleiri en þegar síðast var talið. Í Evrópu eru milljónamæringarnir 2,6 milljónir, eða fjórum prósentum fleiri en síðast, og í Asíu eru þeir 2,3 milljónir og hefur fjölgað um átta prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×