Lækkandi olíuverð 29. júní 2005 00:01 Olíuverð hefur lækkað á ný eftir að hafa farið upp í sextíu dollara á fatið á heimsmarkaði. Sérfræðingar telja þó víst að þetta vari ekki lengi og að verðið fari upp í sextíu og fimm dollara þegar í næsta mánuði. Í morgun stóð fatið í fimmtíu og átta dollurum. Í dag er að vænta tíðinda af olíubirgðum í Bandaríkjunum sem munu að líkindum hafa töluverð áhrif á verðþróunina, auk þess sem fréttir hafa borist af því að olíuhreinsunarstöðvar starfi nú á methraða. Ennfremur er búist við því að hátt eldsneytisverð hafi slegið nokkuð á eldsneytisnotkun, sem hefur aftur á móti áhrif á verðið. John Snow, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir olíuverð nú þegar svo hátt að dregið hafi úr hagvexti á heimsvísu um allt að hálft prósentustig. Olíumálaráðherrar OPEC-ríkjanna hittast svo á fundi í þessari viku og er búist við því að þeir ákveði framleiðsluaukningu um hálfa milljón tunna á dag. Skammt er síðan að OPEC ákvað sambærilega framleiðsluaukningu sem sló þó ekkert á verðið. Fréttastofan Bloomberg hefur eftir sérfræðingum á olíumarkaði að eftirspurn eftir eldsneyti vaxi enn og verði yfir árið líklega um tvö prósent. Þetta þýði enn meiri hækkun og að líkast til verði fatið komið upp í sextíu og fimm dollara í júlí. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Olíuverð hefur lækkað á ný eftir að hafa farið upp í sextíu dollara á fatið á heimsmarkaði. Sérfræðingar telja þó víst að þetta vari ekki lengi og að verðið fari upp í sextíu og fimm dollara þegar í næsta mánuði. Í morgun stóð fatið í fimmtíu og átta dollurum. Í dag er að vænta tíðinda af olíubirgðum í Bandaríkjunum sem munu að líkindum hafa töluverð áhrif á verðþróunina, auk þess sem fréttir hafa borist af því að olíuhreinsunarstöðvar starfi nú á methraða. Ennfremur er búist við því að hátt eldsneytisverð hafi slegið nokkuð á eldsneytisnotkun, sem hefur aftur á móti áhrif á verðið. John Snow, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir olíuverð nú þegar svo hátt að dregið hafi úr hagvexti á heimsvísu um allt að hálft prósentustig. Olíumálaráðherrar OPEC-ríkjanna hittast svo á fundi í þessari viku og er búist við því að þeir ákveði framleiðsluaukningu um hálfa milljón tunna á dag. Skammt er síðan að OPEC ákvað sambærilega framleiðsluaukningu sem sló þó ekkert á verðið. Fréttastofan Bloomberg hefur eftir sérfræðingum á olíumarkaði að eftirspurn eftir eldsneyti vaxi enn og verði yfir árið líklega um tvö prósent. Þetta þýði enn meiri hækkun og að líkast til verði fatið komið upp í sextíu og fimm dollara í júlí.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf