Keflavík jafnaði Evrópumet Skagans 28. júlí 2005 00:01 Keflavík komst í gær áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða með 2-0 sigri á Etzella frá Lúxemborg og jafnaði um leið Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun. Keflvíkingar fóru inn í síðari leikinn gegn Etzella í gær með fjögurra marka forskot og því ljóst að eitthvað mikið þurfti að gerast í Laugardalnum ef þeir áttu að falla úr keppni. Fyrri hálfleikurinn var fremur tíðindalítill en Keflvíkingar sáu um að eiga færin og voru óheppnir að ná ekki að skora þegar Guðmundur Steinarsson og Hörður Sveinsson áttu tvö þrumuskot í tréverkið úr sömu sókninni. Auk þess fengu þeir nokkur góð skallafæri, það besta fékk Guðmundur eftir frábæran undirbúning Hólmars Arnar Rúnarssonar. Etzella byrjaði síðari hálfleikinn af nokkrum krafti en gekk illa að halda boltanum innan liðsins og sóknir Keflvíkinga voru hættulegri. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiktímanum kom fyrra markið en það skoraði Hörður Sveinsson. Guðjón Antoníusson fékk að líta rauða spjaldið tíu mínútum fyrir leikslok en þrátt fyrir að vera einum færri bættu Keflvíkingar við. Gunnar Hilmar Kristinsson gerði síðan síðara markið eftir sendingu frá Herði. Þetta var fyrsta mark Gunnars fyrir Keflavík en hann kom inn á sem varamaður í leiknum. „Það var mögnuð tilfinning að ná að skora mitt fyrsta mark. Það er mjög góð reynsla að fá að taka þátt í Evrópukeppninni og sérstaklega þegar okkur gengur svona vel. Etzella er með alveg þokkalegt lið en vörnin er mjög léleg og þá voru þeir fullgrófir. Áherslan var lögð á að halda hreinu í þessum leik og það tókst," sagði Gunnar Hilmar. Hörður Sveinsson var ánægður með sigurinn. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem kemur sér vel fyrir komandi leiki í deildinni og einnig fyrir næsta Evrópuleik," sagði Hörður, sem bætti við sitt eigið met með því að skora fimm mörk í umferðinni. Keflavíkurliðið jafnaði einnig Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun. Íslenski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sjá meira
Keflavík komst í gær áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða með 2-0 sigri á Etzella frá Lúxemborg og jafnaði um leið Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun. Keflvíkingar fóru inn í síðari leikinn gegn Etzella í gær með fjögurra marka forskot og því ljóst að eitthvað mikið þurfti að gerast í Laugardalnum ef þeir áttu að falla úr keppni. Fyrri hálfleikurinn var fremur tíðindalítill en Keflvíkingar sáu um að eiga færin og voru óheppnir að ná ekki að skora þegar Guðmundur Steinarsson og Hörður Sveinsson áttu tvö þrumuskot í tréverkið úr sömu sókninni. Auk þess fengu þeir nokkur góð skallafæri, það besta fékk Guðmundur eftir frábæran undirbúning Hólmars Arnar Rúnarssonar. Etzella byrjaði síðari hálfleikinn af nokkrum krafti en gekk illa að halda boltanum innan liðsins og sóknir Keflvíkinga voru hættulegri. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiktímanum kom fyrra markið en það skoraði Hörður Sveinsson. Guðjón Antoníusson fékk að líta rauða spjaldið tíu mínútum fyrir leikslok en þrátt fyrir að vera einum færri bættu Keflvíkingar við. Gunnar Hilmar Kristinsson gerði síðan síðara markið eftir sendingu frá Herði. Þetta var fyrsta mark Gunnars fyrir Keflavík en hann kom inn á sem varamaður í leiknum. „Það var mögnuð tilfinning að ná að skora mitt fyrsta mark. Það er mjög góð reynsla að fá að taka þátt í Evrópukeppninni og sérstaklega þegar okkur gengur svona vel. Etzella er með alveg þokkalegt lið en vörnin er mjög léleg og þá voru þeir fullgrófir. Áherslan var lögð á að halda hreinu í þessum leik og það tókst," sagði Gunnar Hilmar. Hörður Sveinsson var ánægður með sigurinn. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem kemur sér vel fyrir komandi leiki í deildinni og einnig fyrir næsta Evrópuleik," sagði Hörður, sem bætti við sitt eigið met með því að skora fimm mörk í umferðinni. Keflavíkurliðið jafnaði einnig Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun.
Íslenski boltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sjá meira