Slag Liverpool-liðanna frestað 29. júlí 2005 00:01 Þeim sem vildu að Liverpool og Everton drægjust saman í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu varð ekki að ósk sinni þó svo að möguleikinn hafi vissulega verið fyrir hendi. Þess í stað fékk Everton það erfiða verkefni að mæta spænska liðinu Villareal og Liverpool mætir sigurvegaranum úr viðureignum Tirana KF og CSKA Sofia en síðarnefnda liðið vann fyrri leikinn, 2--0, á útivelli og mun því sennilega mæta Evrópumeisturunum. Kristinn Jakobsson dæmdi téðan leik og komst vel frá því verkefni. Ef Everton ber sigur úr býtum gegn Diego Forlan og félögum í Villareal er enn möguleiki á því að það dragist í riðil með nágrannaliði sínu í Liverpool, það er að segja beri síðarnefnda liðið sigur úr býtum í sínum leik. Ef af líkum lætur og Liverpool mætir búlgörsku meisturunum mun mál Michael Shields sjálfsagt lenda í brennideplinum. Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, kom fram í fjölmiðlum í vikunni og hvatti Tony Blair forsætisráðherra landsins til að beita sér fyrir því að mál hans verði tekið fyrir en hann var dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir morð sem annar maður hefur engu að síður játað á sig. Shields er stuðningsmaður Liverpool og var á leið aftur til Englands frá Tyrklandi, þar sem úrslitaleikur meistaradeildarinnar fór fram í vor, er hann staldraði í Sofiu í Búlgaríu í eina nótt. Manchester United mætir sigurvegurunum úr leik Hajduk Split frá Króatíu og Debrecen frá Ungverjalandi, sem vann fyrri leik liðanna á heimavelli, 3--0. Það verður því að teljast líklegt að leikmenn United fari til Ungverjalands í næsta mánuði en þar töpuðu þeir óvænt fyrir Zalaegerszeg í sömu keppni árið 2002. Þá unnu þeir síðari leikinn á Old Trafford en fyrrgreind úrslit voru engu að síður pínleg fyrir Alex Ferguson og hans menn. Rick Parry, einn framkvæmdarstjóra Liverpool, var viðstaddur dráttinn og kvaðst vera sæmilega sáttur. "En við þurfum nú fyrst að vinna okkar vinnu gegn Kaunas og eftir þann leik getum við byrjað að hugsa um næsta andstæðing," sagði hann. "Þegar þar að kemur munum við afla okkur upplýsinga um andstæðinginn eins og við gerum alltaf. Við komum fram við alla okkar andstæðinga af virðingu og vanmetum þá aldrei." Andstæðingar Everton voru spútniklið síðustu leiktíðar á Spáni þar sem fyrrum framherji Manchester United, Diego Forlan, sló rækilega í gegn og skoraði 25 mörk í deildinni og var markahæstur. "Þetta verða tveir góðir leikir -- en erfiðir," sagði Bill Kenwright, meðlimur í stjórn félagsins. "En það er stórskemmtilegt að fá að mæta svona góðu liði og frábært að sjá nafn Everton í drætti Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn." Skosku liðin Celtic og Rangers voru einnig með í drættinum en fyrrnefnda liðið hóf keppni í 2. umferð forkeppninnar, þar sem erkifjendurnir fögnuðu skoska meistaratitlinum í vor eftir að leikmenn Celtic glopruðu titlinum frá sér á síðustu mínútum síðasta leiksins í vor. Þeir fá nú að súpa seyðið af því þar sem Celtic rann all svakalega á rassinn gegn slóvakísku meisturunum Artmedia Bratislava og töpuðu fyrri leiknum, 5--0. Sigurvegararnir úr þeim viðureignum mæta annað hvort Partizan Belgrad eða FC Sheriff frá Moldavíu. Rangers hins vegar drógust gegn Trabzonspor eða Anorthosis Famagusta. Enski boltinn Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Þeim sem vildu að Liverpool og Everton drægjust saman í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu varð ekki að ósk sinni þó svo að möguleikinn hafi vissulega verið fyrir hendi. Þess í stað fékk Everton það erfiða verkefni að mæta spænska liðinu Villareal og Liverpool mætir sigurvegaranum úr viðureignum Tirana KF og CSKA Sofia en síðarnefnda liðið vann fyrri leikinn, 2--0, á útivelli og mun því sennilega mæta Evrópumeisturunum. Kristinn Jakobsson dæmdi téðan leik og komst vel frá því verkefni. Ef Everton ber sigur úr býtum gegn Diego Forlan og félögum í Villareal er enn möguleiki á því að það dragist í riðil með nágrannaliði sínu í Liverpool, það er að segja beri síðarnefnda liðið sigur úr býtum í sínum leik. Ef af líkum lætur og Liverpool mætir búlgörsku meisturunum mun mál Michael Shields sjálfsagt lenda í brennideplinum. Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, kom fram í fjölmiðlum í vikunni og hvatti Tony Blair forsætisráðherra landsins til að beita sér fyrir því að mál hans verði tekið fyrir en hann var dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir morð sem annar maður hefur engu að síður játað á sig. Shields er stuðningsmaður Liverpool og var á leið aftur til Englands frá Tyrklandi, þar sem úrslitaleikur meistaradeildarinnar fór fram í vor, er hann staldraði í Sofiu í Búlgaríu í eina nótt. Manchester United mætir sigurvegurunum úr leik Hajduk Split frá Króatíu og Debrecen frá Ungverjalandi, sem vann fyrri leik liðanna á heimavelli, 3--0. Það verður því að teljast líklegt að leikmenn United fari til Ungverjalands í næsta mánuði en þar töpuðu þeir óvænt fyrir Zalaegerszeg í sömu keppni árið 2002. Þá unnu þeir síðari leikinn á Old Trafford en fyrrgreind úrslit voru engu að síður pínleg fyrir Alex Ferguson og hans menn. Rick Parry, einn framkvæmdarstjóra Liverpool, var viðstaddur dráttinn og kvaðst vera sæmilega sáttur. "En við þurfum nú fyrst að vinna okkar vinnu gegn Kaunas og eftir þann leik getum við byrjað að hugsa um næsta andstæðing," sagði hann. "Þegar þar að kemur munum við afla okkur upplýsinga um andstæðinginn eins og við gerum alltaf. Við komum fram við alla okkar andstæðinga af virðingu og vanmetum þá aldrei." Andstæðingar Everton voru spútniklið síðustu leiktíðar á Spáni þar sem fyrrum framherji Manchester United, Diego Forlan, sló rækilega í gegn og skoraði 25 mörk í deildinni og var markahæstur. "Þetta verða tveir góðir leikir -- en erfiðir," sagði Bill Kenwright, meðlimur í stjórn félagsins. "En það er stórskemmtilegt að fá að mæta svona góðu liði og frábært að sjá nafn Everton í drætti Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn." Skosku liðin Celtic og Rangers voru einnig með í drættinum en fyrrnefnda liðið hóf keppni í 2. umferð forkeppninnar, þar sem erkifjendurnir fögnuðu skoska meistaratitlinum í vor eftir að leikmenn Celtic glopruðu titlinum frá sér á síðustu mínútum síðasta leiksins í vor. Þeir fá nú að súpa seyðið af því þar sem Celtic rann all svakalega á rassinn gegn slóvakísku meisturunum Artmedia Bratislava og töpuðu fyrri leiknum, 5--0. Sigurvegararnir úr þeim viðureignum mæta annað hvort Partizan Belgrad eða FC Sheriff frá Moldavíu. Rangers hins vegar drógust gegn Trabzonspor eða Anorthosis Famagusta.
Enski boltinn Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira