Viðskipti erlent

Verðbólga ekki meiri í átta ár

Verðbólga hefur aukist í Bretlandi og er nú 2,3 prósent, en það er meiri verðbólga en mælst hefur þar í landi á síðustu átta árum. Hækkandi olíuverð er helsta orsök aukins verðbólguþrýstings í hagkerfinu. Íbúðaverð í London hefur lækkað síðustu mánuðina og hafa nýbyggingar í borginni lækkað mest. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka í dag. Óttast er að lækkun íbúðaverðs muni leiða til minni hagvaxtar en hagvöxtur hefur ekki reynst minni í Bretlandi í tólf ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×