Sport

Ferguson ekki kátur með jafnteflið

NordicPhotos/GettyImages
Alex Ferguson var ekki par hrifinn af leik franska liðsins Lille í Meistaradeildinni í gær og sagði liðið aldrei hafa reynt að vinna leikinn. Einnig þótti honum rauða spjaldið sem Paul Scholes fékk í leiknum vera ansi strangur dómur. "Ég hef ekki skoðað leikinn á myndbandi, en ég gat ekki betur séð en að hann bryti af sér þrisvar í leiknum og eitt brotið var meira að segja þvættingur, þannig að mér finnst nú nokkuð strangur dómur að vísa honum af velli. Svona er þetta víst í Meistaradeildinni, dómararnir eru mjög misjafnir og í kvöld lentum við sennilega á einum af þeim ströngustu," sagði Ferguson og bætti við að franska liðið hefði aldrei haft það að markmiði að vinna leikinn í gær. "Þeir höfðu engan áhuga á að vinna þennan leik og ógnuðu okkur aldrei. Það er erfitt að spila á móti svona liðum og ég er ekki í nokkrum vafa um að síðari leikurinn verður alveg eins," sagði Ferguson svekktur í leikslok.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×