Viðskipti erlent

Opera í þýskum farsímum Debitel

Jón von Tetzchner stofnandi Opera Software.
Jón von Tetzchner stofnandi Opera Software.

Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software gerði í gær tveggja ára samning við þýska fjarskiptafyrirtækið Debitel. Samningurinn kveður á um að Debitel býður viðskiptavinum sínum upp á stuðning við öll stýrikerfi Opera, Opera Mini, Opera Mobile og Opera Platform, í farsímum fyrirtækisins.

Jón von Tetzchner, forstjóri Opera Software, segist ekki viss um hagnað fyrirtækisins. Hann fari eftir fjölda þeirra sem kjósi að nýta sér þjónustuna. Viðskiptavinir Debitel eru tíu milljónir talsins. Gengi hlutabréfa í Opera Software hækkuðu um rúm sjö prósent í gær og er gengið nú 25,80 krónur á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×