Viðskipti erlent

Fastagjöld hjá Telenor

Norska fjarskiptafyrirtækið Tele­n­or hefur innleitt fasta verðskrá fyrir fastlínusímtöl innanlands. Þetta er bylting í 150 ára sögu Telenor, sem aldrei fyrr hefur boðið viðskiptavinum sínum fast gjald fyrir símaþjónustu. Á sama tíma lækkaði fyrirtækið verð á millilandasímtölum um 20 prósent auk þess sem kostnaður við að hringja úr fastlínusíma í farsíma var lækkaður.

Samkvæmt nýrri verðskrá Telenor greiða viðskiptavinir fyrirtækisins jafnvirði rúmlega 2.600 króna á mánuði í fast gjald og þurfa þeir ekki að greiða aukreitis fyrir innanlandssímtöl sama hversu lengi þeir tala. Þá hefur fyrirtækið jafnframt innleitt svokallaða fríþjónustu fyrir farsímanotendur, sem gerir þeim kleift að hringja ókeypis í aðra viðskiptavini Telenor á kvöldin og um helgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×