Færeyingar horfa til Kauphallarinnar í auknum mæli 8. september 2006 09:10 Frá Kauphöll Íslands Færeysk fyrirtæki horfa í auknum mæli til skráningar hér á landi og spáir forstjóri Kauphallar því að eftir nokkur misseri verði fimm til tíu færeysk félög skráð hérlendis. Fréttablaðið/Valli Kauphöll Íslands fagnar þeim áformum sem stjórnendur tveggja helstu fjármálastofnana Færeyja, Föroya Banki og Föroya Sparikassi, hafa látið í ljós um skráningu í Kauphöll Íslands á næsta ári, samhliða skráningu á Virðisbrævamarknaður Føroya (VMF). Við reiknum með því að ef af þessu verði sé markaðsvirði skráðra fyrirtækja í Færeyjum orðið nokkrir tugir prósenta af landsframleiðslu, sem þýðir að þarna er að myndast öflugur markaður, segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar. Stærsti hluthafinn í Sparikassanum ætlar að selja tíu prósenta hlut til almennings í september en salan er liður í því að gera félagið skráningarhæft. Þá hefur færeyska Lögþingið samþykkt lög um einkavæðingu Föroya Banka en sjóður, sem er í eigu ríkisins, á bankann að nær fullu. Þórður segir að Færeyingar horfi til þess mikla uppgangs sem hefur orðið á íslenskum hlutabréfamarkaði á undanförnum árum. Þeir gera sér vonir að atburðarásin í kringum hlutabréfa- og skuldabréfamarkað geti orðið svipuð í Færeyjum. Þá telur Þórður að Færeyingar horfi til þess að íslenski markaðurinn standi þeim næst hvað varðar skilning á því sem er að gerast í Færeyjum og færeyska hagkerfinu. Það er auðvitað margt svipað hjá Færeyingum og það sem við höfum gengið í gegnum. Ég á þess vegna von á því að það sem þeir eru að sækjast eftir sé endurtekning á sögunni. Stjórnendur Kauphallar hafa átt í viðræðum við ýmis færeysk fyrirtæki eftir að samningur var gerður milli Kauphallar og VMF árið 2004. Aðeins eitt færeyskt félag er skráð í Kauphöll Íslands, en það er olíuleitarfyrirtækið Atlantic Petroleum sem var skráð sumarið 2005. Það kæmi mér ekki á óvart að færeysk fyrirtæki yrðu fimm til tíu í Kauphöllinni eftir einhver misseri.eggert@frettabladid.is Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Kauphöll Íslands fagnar þeim áformum sem stjórnendur tveggja helstu fjármálastofnana Færeyja, Föroya Banki og Föroya Sparikassi, hafa látið í ljós um skráningu í Kauphöll Íslands á næsta ári, samhliða skráningu á Virðisbrævamarknaður Føroya (VMF). Við reiknum með því að ef af þessu verði sé markaðsvirði skráðra fyrirtækja í Færeyjum orðið nokkrir tugir prósenta af landsframleiðslu, sem þýðir að þarna er að myndast öflugur markaður, segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar. Stærsti hluthafinn í Sparikassanum ætlar að selja tíu prósenta hlut til almennings í september en salan er liður í því að gera félagið skráningarhæft. Þá hefur færeyska Lögþingið samþykkt lög um einkavæðingu Föroya Banka en sjóður, sem er í eigu ríkisins, á bankann að nær fullu. Þórður segir að Færeyingar horfi til þess mikla uppgangs sem hefur orðið á íslenskum hlutabréfamarkaði á undanförnum árum. Þeir gera sér vonir að atburðarásin í kringum hlutabréfa- og skuldabréfamarkað geti orðið svipuð í Færeyjum. Þá telur Þórður að Færeyingar horfi til þess að íslenski markaðurinn standi þeim næst hvað varðar skilning á því sem er að gerast í Færeyjum og færeyska hagkerfinu. Það er auðvitað margt svipað hjá Færeyingum og það sem við höfum gengið í gegnum. Ég á þess vegna von á því að það sem þeir eru að sækjast eftir sé endurtekning á sögunni. Stjórnendur Kauphallar hafa átt í viðræðum við ýmis færeysk fyrirtæki eftir að samningur var gerður milli Kauphallar og VMF árið 2004. Aðeins eitt færeyskt félag er skráð í Kauphöll Íslands, en það er olíuleitarfyrirtækið Atlantic Petroleum sem var skráð sumarið 2005. Það kæmi mér ekki á óvart að færeysk fyrirtæki yrðu fimm til tíu í Kauphöllinni eftir einhver misseri.eggert@frettabladid.is
Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira