Viðskipti erlent

Engin breyting á olíuframleiðslu

Olíuvinnslustöð í Bandaríkjunum.
Olíuvinnslustöð í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

Sérfræðingar segja ekki líkur á að OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, geri miklar breytingar á olíuframleiðslu sinni þrátt fyrir að hætta sé á að hátt olíuverð geti dregið úr hagvexti. OPEC fundar um málið í næstu viku.

Verð á olíu fór hæst í rúma 78 dali á tunnu um miðjan júlí og hafði olíuverð aldrei verið hærra. Verðið hefur lækkað talsvert síðan og stendur nú í tæpum 67 dölum á tunnu en slíkt verð hefur ekki sést síðan í byrjun apríl.

Fréttastofa Associated Press (AP) hefur eftir nokkrum lykilmönnum innan OPEC að þeir vilji sjá olíuverð nálægt 65 dölum á tunnu. Aðrir segja verðið enn of hátt og vilji þeir sjá það nær 50 dölum á tunnu en slíkt geti gerst á næsta ári. Þegar það nái því marki muni OPEC taka ákvarðanir um næstu skref, að mati lykilmanna hjá OPEC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×