Volvo í útrás í Austurlöndum 27. september 2006 00:01 Volvo ætlar að auka við hlut sinn í vöruflutningabílaframleiðandanum Nissan Diesel Motors og stækka markað sinn í Asíu á næstu árum. Sænski vöruflutningabílaframleiðandinn Volvo greindi frá því á mánudag að fyrirtækið hefði keypt 6 prósenta hlut japanska bílaframleiðandans Nissan í vöruflutningaarmi fyrirtækisins, Nissan Diesel Motor. Kaupvirðið nemur 500 milljónum sænskra króna eða rúmum 4,8 milljörðum íslenskra króna. Volvo á fyrir 13 prósent hlutafjár í Nissan Diesel Motor en hefur hug á að verja sem nemur 4 milljörðum sænskra króna eða ríflega 38 milljörðum íslenskra króna til að auka hlutinn í 46,5 prósent á næstu átta árum. Volvo er næststærsti framleiðandi á vöruflutningabílum í heiminum á eftir DaimlerChrysler og var haft eftir Carlos Ghosn, forstjóra Nissan, að fyrirtækinu hefði litist best á Volvo sem kaupanda. Með þessu hefur Nissan losað um öll fjárhagstengsl við trukkaframleiðandann. Volvo hefur verið undir þrýstingi að hækka arðgreiðslur til hluthafa en stjórn félagsins vill fremur ljúka við yfirtökum sem eru á áætlunum félagsins áður en arðgreiðslur verða hækkaðar. Volvo hóf kaup á bréfum í Nissan Diesel Motor í mars á þessu ári og er stærsti hluthafinn í fyrirtækinu. Með kaupunum er horft til þess að auka markaðshlutdeild fyrirtækisins í Asíu. Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sænski vöruflutningabílaframleiðandinn Volvo greindi frá því á mánudag að fyrirtækið hefði keypt 6 prósenta hlut japanska bílaframleiðandans Nissan í vöruflutningaarmi fyrirtækisins, Nissan Diesel Motor. Kaupvirðið nemur 500 milljónum sænskra króna eða rúmum 4,8 milljörðum íslenskra króna. Volvo á fyrir 13 prósent hlutafjár í Nissan Diesel Motor en hefur hug á að verja sem nemur 4 milljörðum sænskra króna eða ríflega 38 milljörðum íslenskra króna til að auka hlutinn í 46,5 prósent á næstu átta árum. Volvo er næststærsti framleiðandi á vöruflutningabílum í heiminum á eftir DaimlerChrysler og var haft eftir Carlos Ghosn, forstjóra Nissan, að fyrirtækinu hefði litist best á Volvo sem kaupanda. Með þessu hefur Nissan losað um öll fjárhagstengsl við trukkaframleiðandann. Volvo hefur verið undir þrýstingi að hækka arðgreiðslur til hluthafa en stjórn félagsins vill fremur ljúka við yfirtökum sem eru á áætlunum félagsins áður en arðgreiðslur verða hækkaðar. Volvo hóf kaup á bréfum í Nissan Diesel Motor í mars á þessu ári og er stærsti hluthafinn í fyrirtækinu. Með kaupunum er horft til þess að auka markaðshlutdeild fyrirtækisins í Asíu.
Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira